Vikan


Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 34

Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst HEIMA ER BEST Sveinn Áki Jensson tæknifræðingur var ekkert unglamb lengur. Hann var enn á fertugsaldri, þó nær fertugu en þritugu en leit út fyrir að vera yngri. Hann var fyrir löngu kominn yfir það að vera að hoppa út á kaffihús eða diskótek annað hvert kvöld eins og ungum mönnum er tamt. Þess i stað hélt hann sig við bækurnar sinar, litasjónvarpið og gullfiskabúrið. Reyndar var Sveinn Áki piparsveinn og hafði verið það allt sitt lif. En til lengdar er það þreytandi og nú langaði Svein i konu. Gallinn var bara sá að Sveinn var feiminn og óframfærinn þegar hitt kynið var annars vegar. Og þegar þannig er ástatt með menn getur það valdið erfið- leikum i leitinni að hinni einu réttu — ef hún þá finnst nokkuð. Sveinn Áki hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að bera sig að. Ekki gat hann gengið að þeirri fyrstu, sem varð á vegi hans, og sagt: — Heyrðu, vina, viltu giftast mér? Ef til vill var konan þegar gift. Kannski var hún gift, skilin og aftur gift. Nei, þetta var sko ekki auðvelt. Það gat gengið í nokkur ár í viðbót ef staflinn af óuppþvegna leirtauinu hækkaði ekki um of. Svo var líka að pekinggæsin frá páskunum var enn i ofnskúffunni — líkust viðarkolum, vegna þess að hann hafði gleymt að slökkva undir henni i tima. Öskubakk arnir höfðu ekki verið tæmdir síðan á afmælinu hans. Það var fyrir þrem mánuðum. Að vísu reykti hann ekki sjálfur — en það kom málinu ekki við. Öskubakkana varð að tæma hvað sem öðru leið. Sem sagt: Sveinn Áki Jensson tæknifræðingur varð að ná sér i konu hvaðsem þaðkostaði. — En hvernig fer ég að þvi, spurði hann vini sína. — Ekki get ég gengið upp að þeirri fyrstu sem mér líst á og ... — Það er til nokkuð sem kallast hjónabandsmiðlun, stungu þeir upp á. Það fór hrollur um Svein Áka við tilhugsunina. — Það þykir sjálfsagt að notfæra sér þjónustu slíkra stofnana, héldu vinirnir áfram — ekkert athugavert við það. Þú ferð bara á skrifstofuna til þeirra og segir þeim að þig vanti konu. Svo einfalt er það. Sveinn Áki fylgdist með öllum auglýsingum, sem birtust frá hjúskapar- miðlurum, og fann loks eina Jem virtist í lagi. Hann dreif sig á staðinn og þar tók ung og yndisleg stúlka á móti honum. — Vertu velkominn! Þú ert fyrsti karlkyns viðskiptavinurinn minn, ég er nýbúin að opna skrifstofuna. Hvað get éggert fyrirþig? — Útvegað mér konu, svaraði Sveinn og gætti þess vel að líta ekki í augu stúlkunnar. Sú unga fletti upp i spjaldskrá sinni, leitaði vel og lengi og á meðan fékk Sveinn Áki sér sæti. — Hún verður helst að hafa gaman af heimilisstörfum, sagði Sveinn. — Heimilisstörfum, já, endurtók konan og skrifaði það hjá sér. — Viltu ekki líka hafa hana ríka? — Nei, nei. það er ekki nauðsynlegt, flýtti Sveinn Áki sér að segja — ég hef ágætis vinnu. — Hvað viltu hafa hana gamla? — Um þrítugt eða rétt rúmlega það. Málið er að hún geti hugsað sér að tæma nokkra öskubakka, þurrka af og þess háttar. — Dökkhærð eða Ijóshærð? — Það skiptir engu máli . . . Ijóshærð kannski . . . dökkhærð meina ég .. . mér er sama ... Ijóshærð? Stúlkan skrifaði þetta hjá sér. — Viltu ekki hafa hana vel greinda, menntaða, kvenlega með margvisleg áhugamál? — Jú. þakka þér kærlega fyrir, svaraði Sveinn og konan færði svariðá blað. — Ég set þetta ekki sem skilyrði. skaut Sveinn Áki nú inn i svona til öryggis — það sem skiptir máli er að Stjörnuspá llrulurinn 2l.mtirs 20.a|»ril Augu þín opnast fyrir því að ýmislegt hefur breyst frá því sem áður var og margt i þvi sambandi kemur þér óþægilega á óvart. Láttu það ekki á þig fá'því þetta kemur þér vel síðar. Varastu að treysta um of á ókunnuga og sérstaklega síðari hluta vikunnar. Miklar breytingar eru á döfinni og valda þér margs konar erfiðleikum og töfum á fram- kvæmdum. YiuliA 2l. ij»ril il.niui Vandaðu það sem frá þér fer á næstunni því margir eru venju fremur gagnrýnir á þig og það sem þér viðkemur. Ýmislegt kemur þér á óvart í sambandi við gamlan og góðan kunningja. Spurildrckinn 24.okl. :!.Vmii. Nú er mikil þörf á að gæta að framkomu þinni því það er orðið vandamál hvað framkoma þín er orðin ruddaleg og veldur það þínum nánustu miklum leiðindum og óþarfa vandræðum. Txihumrnir 22.mai 2l.júni Leiðindin setja svip sinn á allar þínar athafnir og það er orðið þér mjög nauðsynlegt að leita breytinga og nýrra hugmynda til þess að staðna ekki og lenda i erfiðleikum í því sambandi. \ Hoifniuúurinn 24.nói. 2l.dcs Þú átt góðar stundir í kunningjahópi og ert með léttara móti and- lega. Breytingar á lífs- forminu virðast óhjá- kvæmilegar og kunningi þinn er þér á einhvern máta ómetanlegur styrkur. kmbhinn 22. júni 2.4. júli Margir óvæntir atburðir lifga upp á tilveruna og flestir eru ánægjulegir og þroskandi. Nægar frístundir virðast í sjónmáli og þér ætlar að reynast fremur erfitt að nýta tækifærin. Slcinijcilin 22.úcs. 20. jun. Óvenjugóð meðmæli frá ákveðinni persónu koma þér í einstaklega gott skap. Vikan reynist þér einstaklega notaleg og heppnin virðist ætla að elta þig á röndum alla vikuna. I. jonid 24. júli 24. :»i»ÚM Allt í lífinu er i föstum skorðum og reyndar virðist tilgangsleysið þjaka þig andlega. Þetta er þín eigin sök og þú getur unnið að breytingum án aðstoðar annarra. Eitthvert vandamál vex þér í augum og þú átt erfitt með að gera upp hug þinn. Gættu þess að taka tilfinningar annarra með í reikning- inn og leitaðu ráða hjá eldra fólki. \ulnshcrinn 2l.jun. lú.fchr. Þér hættir til að öfunda aðra af þvi að þú telur þá i betri aðstöðu að ýmsu leyti. Reyndar hefur þú varla ástæðu til öfundar því fáir hafa eins hagstæða strauma og þú á undanfömum vikum. Kiskurnir 20.fcbr. 20.murs Athafnir þínar eru fremur lausar í reipunum og þér er mikil nauðsyn að koma góðu skipulagi á hlutina. Óreiðan verður erfiðari ef lengra líður án róttækra aðgerða. 34 Vikan 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.