Vikan


Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 51
Myndskreyting: Bjarni Daði Jónsson Ouro Preto. Mörgum þeirra hefur heldur en ekki brugðið i brún þegar þeir sáu sjáifa sig Ijóslifandi meðal hinna sljóu áhorfenda krossfestingarinnar. Listfræðingur einn og gagnrýnandi hefur skrifað að að undanskildum Móse Michaels Angelos séu hinir tólf spámenn Aleijadinhos fullkomnustu myndir af persónum Gamla testamentis- ins sem nokkru sinni hafi verið gerðar. Það er mjög athyglisvert að þrátt fyrir að hvert annað smáatriði i högg- > myndum Aleijadinhos sé mjög nákvæmlega útfært þá eru hendur og fingur allra spámannanna þykkir og klunnalegir, eins og einskis nýtir. Skyldi þetta nú ekki standa i einhverju sálfræðilegu sambandi við bæklaðar hendur listamannsins sjálfs? Já, hvaða hugsanir bjuggu i huga Aleijadinhos þegar hann skar út þjáningardrætti frelsarans á krossinum? Hvað vonarneisti leyndist með „Litla krypplingnum” þegar hann sýnir okkur Jónas horfa til himins, eins og furðu lostinn eftir björgunina úr hvalnum? Hverjar vonir sem kunna að hafa leynst með þessum sérstæða snillingi þá öðlaðist hann sjálfur ekki lausn fyrr en i dauðanum. Þegar hann hafði lokið við spámennina tók hann mann i félag með sér og lofaði sá að sjá um nauðþurftir hans. En þar var hann illa svikinn. Maður þessi yfirgaf hann í bjargarleysi sínu og varð Aleijadinho að skriða eftir götunum og draga limlestan líkama sinn heim til Jóhönnu Lopez, en þar lifði hann með naumindum í tvöárí viðbót. Hann lést árið 1814, 76 ára gamall, blindur, vonlaus og þjáður til hinstu stundar. Honum var valinn grafreitur í einni af kirkjum föður síns fyrir framan altari Maríu meyjar. Meðan Aleijadinho lá banaleguna var borg hins svarta gulls einnig að deyja. Hinar riku málmæðar tæmdust að lokum og milljónarar og þorparar hurfu hver á fætur öðrum. Samtiðar- maður likti Ouro Preto á þessu timabili við leiksvið að nýlokinni sýningu. Og þannig var þessi borg á aðra öld. Meðan framfarir á flestum sviðum settu mark sitt á Brasilíu varð svolítið brot af ájándu öldinni — merkilegur lista- fjársjóður — eftir i Ouro Preto. Til þess að varðveita sérkenni staðarins gerði brasilíska ríkisstjórnin Ouro Preto að þjóðars^fni árið 1933. Þannig gilda nú þau lög um sögustaðinn að þar má ekkert hús reisa eða rífa. Niu þúsund íbúar bæjarins eiga því I rauninni heima i opnu safni undir heiðum himni. Sú fegurð sem Aleijadinho skapaði lifir áfram í verkum hans sem bíða þess að heimurinn uppgötvi þau. Svo er fræðimönnum og unnendum sögulegra minja í Brasilíu fyrir að þakka að þau verða varðveitt meðan þjóðin lifir. Allur heimurinn stendur í þakkarskuld við þessa menn fyrir að varðveita frá gleymsku ódauðleg listaverk og þá ekki síður einhverja sérkennilegustu persónusögu t annálum amerískrar menningar. IZ. tbl. Vikansi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.