Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 22
Smásagan
Carol fann hvernig hún fölnaði í
framan. Hún taldi sig vita hvað hann
ætlaði að segja henni. Það var eitthvað
að honum . . . hann var veikur. Það var
nokkuð sem hún hafði leitt hugann að
stöku sinnum — að faðir hennar myndi
einhvern daginn falla frá, eins og móðir
hennar. En hún hafði ekki látið sér detta
i hug að það myndi gerast svo fljótt.
Hann var ekki einu sinni orðinn gamall.
„Það er varðandi hana mömmu
þína," sagði hann hægt. Carol starði á
hann. Þú hefur alltaf haldið að — ég hef
leyft þér að halda — við höfum alltaf
talað um hana eins og hún væri látin."
Carol sat grafkyrr. Það var eins og
herbergið snerist hægt i kringum hana.
Hafði hann sagt að móðir hennar væri
ekki . . .? Hún opnaði munninn til þess
að tala en það komu engin orð. Faðir
hennar tók í hönd hennar og hélt i hana.
„Mér þykir það leitt, Carol,” hélt hann
rólega áfram. „Ég hef alltaf verið að
hugsa um hvernig ég ætti að segja þér
þetta.”
Nú fékk hún loksins málið. „Mamma
— á lifi?”
Faðir hennar kinkaði kolli. „Já.
Carol.svoer nú það."
Carol sleppti hendi hans. Það — gat
ekki verið . . . móðir hennar var látin,
það voru mörg ár síðan hún dó!
„En — en hvers vegna sagðir þú mér
að hún væri dáin?”
Faðir hennar yppti vandræðalega
öxlum eins og hann ætti erfitt með að
finna réttu orðin. „Það sagði þér enginn
að hún væri dáin, Carol," sagði hann
hægt. „Þegar hún fór og kom ekki aftur
þá fórst þú að tala þannig um hana. Þú
varst tæplega fimnt ára. Móðir einnar
vinstúlku þinnar hafði látist og þú hélst
að það sama hefði komið fyrir mömmu
þina.
Ég leyfði þér bara að halda það
áfram. Það virtist auðveldast."
„En — en hvers vegna fór hún?”
spurði Carol. Þetta var of óraunverulegt
til þess að hún gæti skilið þetta allt i einu
vetfangi. Móðir hennar hafði.yfirgefið
þau. Það gat ekki verið satt! Henni hafði
þótt svo vænt um þau! Aðeins
dauðinn hefði getað tekið hana.
„Hvers vegna fór hún?" hélt hún
áfram að spyrja. Hún varð að vita það.
Hafði einhver annar verið með í spilinu?
Einhver sem hún elskaði meira en jrau?
„Hún var aðeins sautján ára þegar við
giftumst,” sagði faðir hennar. „Það
sögðu allir að við værum of ung. En við
hlustuðum ekki á það. Við héldum fast
við okkar og svo fæddist þú.
Hún elskaði þig meira en nokkuð
annað, Carol. Þú verður að trúa þvi,”
sagði hann alvarlega.
Carol kinkaði kolli. hún vissi að hann
sagði satt.
„Hún var svo ung," hélt faðir hennar
áfrani. „ Svo full af fjöri og hamingju og
metnaði. Landið hérna og skógarvarðar-
bústaðurinn voru of lítil fyrir hana. Eftir
smátíma vildi hún fara og vinna, afla sér
einhvem veginn álits. Hún var eins
og fiðrildi sem ber vængjunum á glugga-
rúðu, æst i að sjá heiminn fyrir utan.
Skilur þú það?”
Carol hristi höfuðið hægt. Landið og
húsið sem þau bjuggu i var allt hennar
líf. Hún hafði aldrei óskað sér neins
frekar. „Nei,” sagði hún blátt áfram.
«„það get ég ekki skilið.”
„Nei,” sagði faðir hennar blíðlega og
leit á hana. „Til þess ertu of lik mér,
Carol. En þú verður að skilja að
mannfólkið er misjafnt. Sumir vilja fá
annað út úr lífinu. Anna var ekki nógu
þroskuð til að vita hvað hún vildi þegar
við giftum okkur. Það var mér að
kenna. Ég var eldri en hún og ég hefði
átt að vita betur.”
Edward Walters þagði og starði inn i
tóman arininn. Carol sat einnig hljóð.
hugsanir hennar voru á reiki.
„Hvar er — hún núna. pabbi?” Hún
reyndi að segja mamma eins og hún var
vön en orðin festust í hálsi hennar. Faðir
hennar nefndi borg sem var i innan við
fimmtíu milna fjarlægð.
Fimmtíu mílur, hugsaði Carol. 1
aðeins fimmtíu mílna fjarlægð og samt
hefur hún aldrei komið aftur, ekki í eitt
einasta skipti.
„Vertu ekki bitur," sagði faðir hennar
sem sá hvað hún hugsaði. „Þú elskaðir
hana meðan þú hélst að hún væri látin.
Hættu ekki aðelska hana núna."
Hún þekkti einlægnina í rödd hans.
Hún ætlaði að reyna hans vegna ef ekki
— hennar.
„Og hefur hún unnið sig i áliti?"
spurði hún og reyndi að dylja kald-
hæðnina i röddinni.
Hann brosti. „Já, já — hún er ein-
hvers konar framkvæmdastjóri í stóru
fyrirtæki og er með skrifstofu á efstu
hæð í skýjakljúf. Hún ferðast mikið,
held ég. Það var alltaf óeirð i henni.”
„Hefur þú séð hana, pabbi?” spurði
hún.
„Já,” sagði hann hægt. „Ég hef séð
hana, en aðeins á götu. Hún likist Önnu
minni ekki lengur. Fín föt. fáguð, hún
var aldrei nein sveitastúlka."
„En, pabbi — ég hélt alltaf að við
hefðum verið svo hamingjusöm fjöl-
skylda!"
„Þú sást aðeins þá hlið sem við
vildum að þú sæir. Carol. Þú varst svo
ung en, jú, við vorum hamingjusöm,
hamingjusamari en flestir aðrir — um
tíma. En það hefði aldrei enst. Kannski
var það rétt hjá henni að fara. Hún sagði
aðsvo væri."
„Hvers vegna hefur þú leynt mig
þessu allan þennan tíma?" spurði hún.
„Hvers vegna léstu mig trúa því sent
rangt er, öll þessi ár? Hvers vegna hefur
þú ekki sagt mér það fyrr en nú?"
„Þú ert tuttugu og þriggja ára núna,"
svaraði faðir hennar. „Ég hafði ætlað
mér að segja jtér þetta þegar þú værir
orðin tuttugu og þriggja ára."
Hún starði á hann. „Hvað kemur
aldur minn þessu við?"
„Móðir þin var tuttugu og þriggja ára
þegar hún fór. Ég vildi að þú gerðir þér
grein fyrir að hún var engu eldri en þú
ert núna. Ég vonaði að þú yrðir þá
kannski ekki eins dómhörð.”
Hún horfði á hann. Aðeins faðir
hennar hefði hugsað fyrir slíku.
„Pabbi, ég ætla að fara upp í
herbergið mitt,” sagði hún hljóðlega, „ég
verð að hugsa málin.” Hún sneri sér við
og gekk að dyrunum.
„Hugsaðu ekki með gremju til móður
þinnar,” sagði faðir hennar rólega.
„Mundu að hún gaf þér ánægjulega
bernsku.”
Hún sneri sér að honum í dyrunum.
„Hvað með þetta?” spurði hún og benti
á myndina af móður sinni og blóma-
vasann. „Hvers vegna gerir þú þetta?”
„Vegna þess að ég elska hana,” sagði
hann. „Og vegna þess að hún var svo
hrifin af gulum blómum. Hún lét þau
vanalega i vasa við myndir af fólki sem
hún elskaði. þér, foreldrum sínum. Hún
sagði að hún vildi sjá allt það sem hún
elskaði sem mest saman.”
Þau horfðu lengi hvort á annað. Síðan
sneri Carol sér við og gekk upp.
Daginn eftir hringdi Carol i Peter
Mason og bað hann að hitta sig eftir
vinnu.
Um leið og hún kom inn i bílinn vissi
hann að eitthvað hafði gerst. „Hvað er
að. Carol?" spurði hann og umhyggjan
leyndi sér ekki i andliti hans.
„Mamma er á lífi,” sagði hún.
Hann hnyklaði brýrnar en sagði ekki
neitt.
„Hún vinnur á skrifstofu ekki langt
héðan,” hélt hún áfram. „Mig langar að
hitta hana. Peter. Viltu aka mér
þangað?”
Hann svaraði henni ekki en ók á
friðsælan stað þar sem hann stöðvaði
bílinn og sneri sér að henni. „Jæja þá,”
sagði hann, „byrjaðu nú á byrjuninni.
Hún sagði honum alla söguna og lauk
henni með orðum föður síns.
Hann kinkaði kolli. „Þú veist að hann
hefur rétt fyrir sér. Þú hefurelskað hana
allt þitt líf. Þú getur ekki hætt að elska
hana núna.”
„Ég hef heldur ekki gert það þó að ég
hafi um tima í gærkvöldi hatað hana,”
játaði Carol. „En núna . . . núna veit ég
aðeins að einhver sem ég elskaði og hélt
að væri dáin er á lífi. Og mig langar til
að hitta hana. Viltu fara með mig?”
spurði hún aftur.
Peter [ragði, hann var hugsi á svip.
„Við hverju býstu við að hitta hana.
Carol?” spurði hann. „Býstu við
ánægjulegum endurfundum með
tilheyrandi kossum og tárum? Þú veist
að þannig verður það ekki. Þið eruð
ókunnugar hvor annarri núna. Það
kemur áreiðanlega upp hjá henni
einhver sektarkennd og eftirsjá. Henni
er kannski ekkert vel við að þú komir til
hennar.”
„Ég veit,” sagði Carol hægt. „Og ég
býst ekki við neinum skáldlegum endur-
fundum. En ég á rétt á að þekkja móður
mina og börnin mín, þegar þau koma,
eiga lika rétt á að þekkja hana. Og ég
vona sannarlega að hana langi til þess að
jrekkja okkur.
Við erum ókunnugar hvor annarri,
eins og þú segir. En einu sinni vorum
við, ég, pabbi og hún .. . við vorum fólk
sem elskaði hvert annað. Kannski
komumst við að þvi að jrað er engin ást
eftir. En við getum þó allavega orðið
vinir.”
Hún tók sér málhvíld. „Fólk sem
hefur elskað hvort annað ætti alltaf að
vera vinir, finnst joér það ekki?” spurði
hún.
„Ef það er það sem þú býst við —
vinátta,” sagði Peter hljóðlega, „þá skal
ég fara með þig. En biddu með það í
nokkra daga. Þú getur skipt um
skoðun.”
Þegar Peter loksins ók henni til
borgarinnar, j»r sem móðir hennar
vann. gat Carol aðeins vorkennt þeirri
konu sem hafði yfirgefið heiðarnar og
sveitina til jtess að lifa í mannþrönginni.
Við hljótum að vera gerólikar. Ætli
við getum nokkurn tima orðið vinir?
Hún þurfti að beita nokkurri
hernaðarlist til þess að komast að skrif-
stofu móður sinnar án jress að boð yrðu
gerð á undan henni. En hún var sjálf
móttökustúlka svo hún jrekkti alla
klæki.
„Frú Walters á von á mér.” sagði hún
við önnum kafna móttökustúlkuna, „er
ekki i lagi aðég fari bara beint upp?”
Stúlkan kinkaði aðeins kolli og beindi
allri athygli sinni að manni sem var að
koma inn og leit út fyrir að vera eitthvað
mikilvægur.
Það var ekki erfitt fyrir hana að finna
skrifstofuna sem hún var að leita að.
Hún var á efstu hæð í þessari stóru
byggingu, gangarnir voru lagðir þykkum
teppum og jrarna voru vel klæddar
stúlkur i borgarfötum á jrönum. Hún sá
að nafn móður hennar var letrað á eina
glerhurðina — Anna Walters.
Hún bankaði og gekk inn þegar henni
var svarað. Kona sat bak við gríðarstórt
stífpússað skrifborð og Carol minntist
orða föður síns: — „Hún líkist ekki
Önnu minni lengur."
Nei, hugsaði hún með sér, jressi
fágaða kona leit ekki út eins og móðirin
sem hafði hlaupið á eftir litlu barni í
skógunum og sparkað laufum hlæjandi.
Carol ræskti sig. „Ég heiti Carol,”
sagði hún hljóðlega.
22 Vikan 12. tbl.