Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 36
Það er mikil list að krydda
matinn rétt — ekki of mikið, ekki
of lítið. Þið getið eyðilagt frébært
hráefni með þvi að sulla saman
kryddtegundum sem ekkert
erindi eiga í matinn. Það ber
einnig að hafa í huga að betra er
að bæta við ef of litið bragð er af
réttinum.
Sums staðar má sjá i fallegu
eldhúsunum okkar skrautlegar
raðir af kryddkrukkum uppi é
vegg, ekki ósialdan yfir elda-
vélinni og þá þar sem mikla birtu
ber á. Þetta er afleitt. Ef krydd
er geymt þar sem er bjart og
heitt missir það fyrr bragð.
Best er að geyma krydd á
dimmum svölum stað. En ef þú
vilt ekki fórna kryddhillunni
þinni ætti að vera auðvelt að
finna henni stað þar sem ekki er
of bjart eða hún nærri hita.
Geymiö krydd ekki í gegnsæju
gleri. Best að nota dökkt gler
með þéttu loki. Það eykur
líkurnar á þvi að kryddið haldist
ferskt.
Munaðarvara
í gamla daga var krydd mjög
verðmætt. Og krydd er enn þann
dag I dag dýrt. Verð é kílói af
algengustu kryddtegundum
okkar er um 100 þús. krónur.
Þeir sem eru kröfuharðir um
gæði neyðast oft til að henda
hálffullum krukkum og kaupa
nýjar. Kryddiö er orðið of gamalt
áður en við klárum úr krukkunni.
Krydd er kjarni
fæðunnar
Karrí, paprikuduft, cayennepipar,
basilikum, kjörvel... Áður fyrr
var þessar tegundir aðeins að
finna í elshússkápunum hjá þeim
sem höfðu sérstaklega mikinn
áhuga á matargerð, en nú til dags
er þær að finna í næstum hverju
eldhúsi. En hvernig notum við
krydd? Er það e.t.v. aðeins til
skrauts í fallegum krúsum á hillu
uppi á vegg, eða er það notað
eins og hugsað er, til að setja
krydd í tilveruna.
Miðstöð kryddverslunar fyrir
Norður-Evrópu er i Hamborg.
Kaupmenn gera þar sin kaup og
flytja varninginn heim. Síðan er
það malað, sett á glös og flutt í
verslanirnar og endar að siðustu
heima i eldhúsi hjá okkur, neyt-
endum. Krydd hefur ekki ótak-
markað geymsluþol. Og við
getum ekki aflað neinna
upplýsinga um hve kryddið er
gamalt þegar við fáum það í
hendur. Ekki er heldur að finna á
umbúðum neinar upplýsingar um
hve lengi við getum notað það.
Of stórar umbúðir
Kryddglösin eru yfirleitt óþarf-
lega stór. En auðvitað myndi það
þýða hærra verð ef ilétin væru
minni. Krydd, sem kemur hér í
búðir og merkt íslenskri
verksmiðju, er aðeins merkt með
nafni verksmiðjunnar og heiti
kryddsins sem í bauknum er.
Þetta er bagalegt og ekki ólíklegt
að viðskiptavinir sneiði frekar
hjá þessum krukkum. Það þyrfti
að prenta é miðann hvaða not
megi helst hafa af viðkomandi
kryddi og jafnvel geta um
pökkunardag og þyngd. Vonandi
stendur þetta til bóta. Á krydd-
ílátum frá erlendum aðilum
getum við lesið hvernig
viðkomandi krydd er notað og
einnig er yfirleitt þyngd innihalds
gefin upþ.
Malið sjálf
Það er mál fróðra manna að
36 Vikan 12 tbl.