Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 7
gera barninu ekki gagn og örva það ekki
til áframhaldandi þroska.
Mörg þroskaleikföng eru hönnuðfyrir
ákveðinn aldur, t.d. 2-4 mánaða. 6-8
mánaða o.s.frv. Það er hægt að kynna
sér hvaða leikföng hæfa barninu hverju
sinni. Menn vita að sum leikföng hæfa
ákveðnum aldri og önnur ekki af
sálfræðilegum rannsóknum á börnum
og þroska barna.
Að verða vel eða illa
gefinn
Menn hafa deilt mikið um að hve
miklu leyti erfðir eða umhverfi eigi þátt i
að skapa manninn. Ekkert þrætuefni
hefur veriðjafnvinsælt og umrætt innan
sálfræðinnar og einmitt þáttur
umhverfis og erfða i uppeldi. Þetta er
mjög eðlilegt þttr sem málið er pólitiskt.
Ef staðreyndin væri sú að allt væri erft
og umhverfið skipti ekki máli þyrfti lítið
að gera til að bæta uppvaxtarskilyrði
barna, það myndi ekkert þýða hvort sem
væri. En ef umhverfið hefði á hinn
bóginn mikil áhrif þyrfti að gera miklu
meiri kröfur til umhverfisins, og sú krafa
gæti komið upp að samfélagið yrði að sjá
börnum fyrir lífvænlegum þroska-
skilyrðum.
Margir, ef ekki allflestir sem hafa
fjallað um erfðir og umhverfi, álita að
maðurinn fæðist með ákveðna
möguleika til þess að hafa samskipti við
umhverfið. Það sé háð þessum
samskiptum hve maðurinn nær langt á
þróunarferli sínum.
Að verða „vel" eða „illa" gefinn er því
ekki einfalt mál. Allir fæðast hins vegar
með óteljandi hæfileika til þess að ná
þroska. En möguleikar manna til þess að
nýta þessa hæfileika eru mismunandi.
Sum börn fæðast inn i stéttir og fjöl-
skyldur þar sent minni tök eru á þvi að
veita þeim rikuleg þroskaskilyrði, en
önnur fæðast inn í stéttir og fjölskyldur
þar sem þessir möguleikar eru meiri.
Samfélagið býr einnig mjög misjafnlega
að börnum. t.d. hvað varðar dagvistun
og vistun barna almennt utan heimilis.
Hvort einstaklingur verður „vel" eða
„illa" gefinn er því háð samfélagskerfi.
heimilisumhverfi, hefð og ótal fleiru.
Þessi atriði setja hins vcgar þroska
einstaklingsins vissar skorður. Aðeins
eru þær skorður misjafnlega þröngar. ★
12. tbl. Vikan 7