Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 20
Smásaga
--------------\
FÉLAG
ÍSLENZKRA
HLJÓMLISTAR
MANNA
útvegar yður
hljóðfœraleikara
og hljómsveitir
við hverskonar
tœkifæri
Vinsamlegast
hringið í
20255
milli kl. 1 og 5
V____________
Carol gekk hægt upp gamia steinstíg-
inn sem lá upp að húsdyrunum. Hún
sneri sér við til þess að sjá Peter Mason,
hún sá eftir því að hafa verið svo köld og
vildi fullvissa hann um að allt væri í lagi.
En hann gekk hægt á eftir henni, niður-
lútur og með hendur i vösum ...
Henni leið illa, henni fannst hún vera
lítil og kvikindisleg. Það hafði í rauninni
ekki verið nein ástæða fyrir hana að
vera svo kuldaleg við hann. En atvikið í
skóginum hafði komið henni úr jafn-
vægi. Þó hafði það verið svo smá-
vægilegt...
„Þetta er einkennilegur skógur,” hafði
hann sagt. Þau voru komin í rjóður og
hann horfði upp i himininn. Sólin skein í
gegnum votar greinarnar og teiknaði
gljáandi mynstur á gróna jörðina.
Hún sneri sér við og starði á hann.
Hvað átti hann við með einkennilegur?
Þetta var fallegur skógur! Hann var
hluti af þvi landi sem faðir hennar var
skógarvörður yfir og hún hafði þekkt
þennan skóg allt sitt lif. Þetta var
hennar eigin skógur og það var aðeins
vegna þess að Peter var líka sérstakur
sem hún hafði komið með hann hingað.
„Hvað áttu við?” spurði hún. en hann
rétti upp höndina til þess að fá hljóð.
„Suss,”sagði hann. „Hlustaðu!"
Hún hlustaði. „Ég heyrði ekki neitt,"
sagði hún undrandi.
„Það er einmitt það,” sagði hann sigri
hrósandi og gaf nú skýringu. „Það er
ekki einn einasti fugl hér! 1 skógum sem
þessum er vanalega mikill fuglasöngur
en héma er ekkert að heyra! Finnst þér
þaðekkiskrýtið?”
„Mamma fór oft með mig hingað
þegar ég var lítil,” svaraði hún stutt í
spuna. „Þá var hér nóg af fuglum. Ég
man þaðsvogreinilega.”
Já, það höfðu einu sinni verið fuglar
þarna. Hún mundi það vel. Það virtist
ekki lengra síðan en í gær að hún og
móðir hennar höfðu hlaupið um skóginn
saman. Hún mundi hvernig hún hafði
sparkað upp laufunum með litlum
barnsfótum og móðir hennar kom
hlaupandi á eftir henni, hlæjandi og lét
sem hún hefði ekki við henni...
Núna var þessi skógur einn af þeim
stöðum þar sem minningin um móður
hennar var enn skýr og þess vegna kom
hún næstum aldrei með neinn hingað.
Henni fannst vera svo fáir sem hún gæti
deilt þessum minningum með. Og núna
hafði Peter bent henni á að þessi skógur
var alls ekki svo fullkominn ...
Hún gekk þegjandi áfram og hann
elti. Hann sveiflaði göngustaf sinum í
kringum sig, hann vissi að hann hafði
komið henni i uppnám en hann vissi
ekki hvernig.
Smásaga eftir Pamelu Speck
20 Vikan 12. tbl.