Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 23
Hún vissi ekki við hverju hún ætti að
búast. Kannski brygði henni eða hún
tryði henni ekki. En móðir hennar leit
aðeins á hana, hún sá hvernig köld
augun þiðnuðu og alvörusvipurinn mild-
aðist. „Já, einmitt.” sagði hún loks þýðri
röddu. „Það ert þú . . .” Svo flýtti hún
sér að bæta við: „Hvernig liður pabba
þínum?”
Carol brosti óörugg. „Honum líður
vel,”svaraði hún.
„Svo hann hefur þá loksins sagt þér
frá mér," sagði móðir hennar.
Hún útskýrði fyrir henni hvers vegna
hann hefði beðið svo lengi með það.
Móðir hennar hlustaði þegjandi á hana.
„Það var Edward likt,” sagði hún.
Hún leit áköf á Carol. „Og náði það
sinum tilgangi?” spurði hún. „Varstu
ekki eins dómhörð?"
„Það er ekki mitt að dæma,” sagði
Carol. „Ég kom ekki hingað til þess að
kveða upp dóm yfir þér.”
Móðir hennar stóð upp og gekk að
glugganum. Hún stóð þar þegjandi
nokkra stund og horfði á umferðina fyrir
neðan. Niðurinn þaðan heyrðist varla
upp til þeirra. Svo sneri hún sér aftur að
Carol. „Þér þykir þetta kannski
einkennileg spurning," sagði hún, „en ég
vona að þér finnist ég ekki óvingjarnleg.
Hvers vegna komstu?”
Carol leit upp. Til þess að heyra þig
segja að þú sæir eftir þessu, sagði hún
innra með sér, ég vildi að þú segðir mér
að þú saknaðir okkar og að þú vildir að
þú hefðir aldrei farið.
Upphátt sagði hún: „Ég vonaði að við
gætum orðið vinir.”
Móðir hennar gekk aftur að skrif-
borðinu og settist.
„Ég er fegin að þú sagðir þetta,” sagði
hún. „Ég hélt kannski að þú hefðir ein-
hverjar vonir um að ég kæmi aftur og
héldi áfram þar sem við hættum.” Hún
leit á Carol og hristi höfuðið. „Það er of
seint núna,” hélt hún áfram. „Við erum
ekki lengur sama fólkið. Ef ég hefði
komið aftur einu sinni, þegar ég vildi
það, þegar ég saknaði ykkar beggja svo
mikið. þá hefði það kannski gengið. En
ég beið of lengi...”
„Hvers vegna?” sagði Carol. „Hvers
vegna komstu ekki aftur ef þig langaði?
Þú veist hvað við elskuðum þig mikið!”
Móðir hennar svaraði ekki strax
heldur sat og starði á fínan viðinn fyrir
framan sig. Þegar hún tók til máls talaði
hún svo lágt að Carol heyrði varla hvað
hún varaðsegja.
„Það var stolt,” svaraði hún. „Ég
hafði þegar framið eitt axarskaft með
þvi að gifta mig svo ung. Ef við hefðum
beðið hefði það kannski gengið.
Ég var of stolt til þess að viðurkenna
að ég hefði framið annað. Æ, ég var
mjög ung og mjög vitlaus þá," sagði hún
döpur. „En nú er ég eldri og mun vitrari.
Nógu vitur til þess að vita að allt hefur
breyst, við höfum breyst og það er of
seint núna.”
„Það er ekki orðið of seint að verða
vinir,” sagði Carol. „Það er allt sem ég
bið um. Bara tækifæri til þess að
kynnast. Við elskuðum öll þrjú hvert
annað einu sinni, við getum vissulega
orðið vinir.”
Móðir hennar ætlaði að fara að tala
þegar suð heyrðist í taltæki á skrif-
borðinu hennar.
Hún stóð upp. „Þetta er líklega
fundurinn sem átti að verða klukkan
fjögur,” sagði hún með söknuði. „Ef ég
heföi bara vitað að þú ætlaðir að
koma.”
Carol stóð fljótt á fætur. „Það er allt i
lagi,” sagði hún. „Ég skil. Ég hefði átt að
láta þig vita að ég væri að koma.”
Móðir hennar tók i handlegg hennar.
„Það er gaman að þú skyldir hafa
komið,” sagði hún hljóðlega. „Og ég
vildi gjarna kynnast þér, Carol, verða
vinur þinn, eins og þú segir. Getur þú
ekki verið hérna í borginni i kvöld og við
getum borðað heima hjá mér?”
„Jú, það vildi ég gjarna,” sagði Carol
hlýlega. „En — má ég koma með vin
minn með mér? Peter Mason, hann ók
mér hingað. Hann er mjög viðkunnan-
legur. Ég vil að þú hittir hann.”
Móðir hennar brosti. „Það væri
gaman!” sagði hún. „Hérna er heimilis-
fangið.” Hún rétti Carol lítið hvítt kort.
„Getur þú ekki komið snemma, Carol?
Um klukkan sjö? Þá höfum við nógan
tíma til þess að ræða saman.”
Carol yfirgaf stóru bygginguna og
gekk aðbil Peters.
Þetta hafði verið stuttur endurfundur.
Samtalið var stirt og andrúmsloftið
þvingað. En hún vissi að það ætti eftir að
breytast. I kvöld yrði það betra og næst
þegar þær hittust og næst . . . Samband
þeirra myndi aukast og verða að
einhverju meira en vináttu.
Með timanum myndi faðir hennar
jafnvel verða með. Hún vissi aðsvogæti
orðið þvi þegar hún sagði „ég er Carol”
og móðir hennar leit upp frá skrif
borðinu, þá sá hún nokkuð sem fékk
hjarta hennar til að slá örar. Mynda-
ramminn var að vísu svo lítill að hún
hafði naumlega þekkt unga manninn og
litlu stúlkuna sem föður hennar og
hana. En við hlið myndarinnar stóð hár
mjór vasi meðeinni gulri rós.
★
12. tbl. Vikan 23