Vikan


Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 46
Framhaldssaga „Það er enginn vandi,” sagði Karen með munninn fullan af mat. „Ég hefði strax getað séð það því að hann er svo stórogbrúnn og.. „En allir farþegarnir voru sólbrenndir því að þeir voru allir að koma frá Ástraliu. Þú gleymdir því, er það ekki?” Sagan um komu Peters, sem hann hefði sennilega ekki kannast við, hélt áfram allan matartimann. Þar var tölu- vert um hliðarspor og síðan klykkti hún út með að segja frá Peter þar sem hann var að þefa af blómunum inni í íbúðinni sinni. „Hann var afskaplega ánægður með þau,” sagði Janet. „Og hann var mjög hrifinn af teikningunni þinni. Hann ætlar að koma i heimsókn til þin strax og dr. Muir segir að hann megi það." „Ég ætla þá að mála aðra mynd handa honum. Fullt af myndum.” í leitaé lifsjafa „Kláraðu nú eplið þitt og þá get ég farið aftur með bakkann.” Hún velti þvi fyrir sér hvort það væri rétt að láta Peter Blake, sem aðeins myndi dveljast i London í nokkrar vikur, verða að svo mikilsverðri persónu í lífi Karenar. Hún þekkti svo fáa—lækna, hjúkrunarkonur, móður sina og ömmu — hann var sá eini sem eitthvað var nýtt og spennandi við. Það var kannski ekki skynsamlegt en það var erfitt að koma í veg fyrir það. Þau létu hverjum degi nægja sina þjáningu hér á sjúkrahúsinu. Á hverju kvöldi, þegar hún lagði Karen i rúmiðog kyssti hana góða nótt, bað hún og þakkaði fyrir að enn einn dagur hefði fengið að líða án þess að eitthvað hræði- legt kæmi fyrir. Eftir fjóra daga voru læknarnir búnir að fullvissa sig um að ekkert væri athugavert við heilsufar Peters. Á þeim tíma hafði hann vanist lífinu á sjúkra- húsinu. Það var stöðugur straumur af fólki sem gekk inn og út úr íbúð hans. Það var hreingerningafólkið og hjúkrunarkonur sem komu með mat og hrein sængurföt. Allan sólarhringinn komu hjúkrunar- konur inn og mældu hita hans, púls og blóðþrýsting. Læknarnir litu einnig inn við og við. Ráðskonan, stórvaxin kona i bláum kjól, kom á hverjum degi og heilsaði uppá hann. Þau vissu öll hver hann var og hvers vegna hann var þarna. Andrúmsloftið var vingjarnlegt og honum fór fljótlega að liða vel þarna. Hér spurði enginn um fortíð hans. Hér skipti aðeins framtiðin máli. Sú manneskja, sem hann sá þó oftast var kona nokkur að nafni frú Tyndall. Hún var ekki einkennisklædd og hann komst seinna að því að hún var lækna- ritari og sú sem sá um gefendaskrána. Peter og hún urðu strax góðir vinir. Hann áleit að hún hlyti að vera einhver glaðlyndasta manneskja sem hann hefði fyrirhitt. Hún var eitthvað um fertugt, grannvaxin og dugleg kona sem virtist 'nafa ánægju af starfi sínu. „Þeir vilja fá meiri blóðprufur af þér niðri á rannsóknarstofunni,”sagði hún. „Blóðsugur!” Peter, sem var að lesa blaðið í íbúð sinni, brosti og fór strax með henni niður. Þeir voru einnig að fá blóðsýni frá Karen. Eftir nokkra daga myndu þeir vita hvort blóðtýpur þeirra gætu sam- rýmst. Ákvörðunin um aðgerðina yrði ekki tekin fyrr en þessu væri lokið. Frú Tyndall virtist vita um allt sem gerðist á sjúkrahúsinu og hún þekkti alla. Hún virtist jafnvel þekkja tilfinn- ingar Peters. „Þaðgengurallt vel með sýnin," sagði hún. „Sjáðu bara til — þetta mun allt fara vel.” Hann skildi það ekki alveg sjálfur en einhvern veginn skipti það hann miklu máli að blóðkorn hans og barnsins gætu samrýmst. Hann sá litið til Janetar á daginn. Hún var mest inni hjá Karen og á meðan hann hafði ekki enn fengið leyfi FERMINGARFÖTIN I ÁR ERU ÞAÐ ULLARTWEEDFÖT M/VESTI OC COMBI SETT (FRÁKR.65000 M/VÉSTI) SEM STRÁKARNIR VILJA JAKKARNIR ERU AUÐVITAÐ MEÐ MJÓUM BOÐUNC ENDA HÁTÍSKAN ÍDAG. EINNIG Á SAMA STAÐ SKYRTUR(KR.5950)/ SKÓR(KR. 21500) OG MJÓ BINDI (KR.B500). 46 Vlkan 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.