Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 15

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 15
Það er tvímælalaust betra að vera sílspikaður stórsöngvari en raddlaus horgrind. — Fuglar, segir hann, — Þeir eru tákn frelsisins. Og frelsið er það mikil- vægasta I lifinu. Ég elska dýr, þau eru stór hluti af lifi mínu. Heima hjá mér er allt fullt af dýrum, ég kem þeim fyrir á dýraheimilum þegar ég er á ferðalögum. Og hvert dýr hefur sinn sjarma, engu siður en mennirnir. Tökum t.d. snákinn sem allir tala svo niðrandi um. Húðin á honum er mjúk og glitrandi eins og demantshálsmen. Minn æðsti draumur núna er að eignast hrafnsunga og snæuglu. Það væru dýrmætustu minja- gripirnir sem ég gæti haft með mér frá tslandi. Við komum til Hveragerðis. Rebroff hlakkar ákaft til að hitta krákuna I Eden en sú er því miður horfin á vit forfeðra sinna. Missir þar með af þeim heiðri að hitta hinn fræga söngvara og dýravin sem tekur lát hennar mjög nærri sér. Hann lætur þó fljótt huggast, stífir hálfa agúrku úr hnefa, hrifst af þessum óvænta suðurlandagróðri á hjara veraldar. Ivan Rebroff á tvö heimili, glæsilega villu á grísku eynni Skopelos og höll utan við Frankfurt. í þeirri höll á hann eitthvert íburðarmesta og dýrasta rúm sem sögur fara af. Það er skorið úr tré, vegur 15 tonn og er 300 ára gamalt. En hingað til hefur hann ekki deilt þvi með neinum? Hvað meðástina? — Ég ber mikla virðingu fyrir fjölskyldulífi, segir hann. — Enda er það hluti af minu rússneska uppeldi. Ég álít að ég sé heiðarlegri og hreinskilnari i þessum málum en flestir kollega minna. Þegar ég lagði út á þessa braut tók ég þá ákvörðun að ég yrði að velja á milli fjöl- skyldulífs og ferðalaga. Ég held 280-300 tónleika á ári um víða veröld. Slíkt er ekki hægt að bjóða neinni konu upp á og þvi siður börnum. Börn verða að hafa fastan punkt í tilverunni. Það fylgir því mikil ábyrgð að eignast börn. Það vill oft verða svo hjá kollegum minum í Hvert dýr hefur sinn sjarma engu síður en mennirnir. Tökum t.d snákinn sem allir tala svo niðrandi um. Húðin á honum er mjúk og glitrandi eins og demantshálsmen. Læknishjónin kvödd, Jósefina, Rebroff, Guðmundur og Irma. Þegar ég lagði út á þessa braut tók ég þá ákvörðun að ég yrði að velja á milli fjölskyldulífs og ferða- laga. skemmtanaiðnaðinum að makaskipti þykja jafnsjálfsögð og fataskipti. Og alltaf eru það börnin sem líða, alast flest upp á heimavistarskólum. Ég á einn góðvin sem álasaði mér oft fyrir að vita ekkert um ástina, taldi mig ekki samræðuhæfan í þeim efnum. En ftegar hann skildi í sjötta sinn gat ég ekki orða bundist og spurði: Hvor okkar heldurðu að viti í raun og veru um ástina. Honum varðsvara fátt. Við höldum áfram til Geysis sem Rebroff hlakkar mikið til að sjá. Vegurinn versnar. verður sums staðar að vegleysu. — Þetta minnir mig á vegina í Búlgaríu fyrir tuttugu árum, segir hann. — Ég hafði hreppt fyrsta sæti i mikils- verðri söngvarakeppni i Múnchen. Sigraði þar 600 keppinauta. Á eftir var mér boðið að taka þátt i keppni i Sofíu. þurfti ekki að taka þátt í undanrásunum. bara lokaþættinum. En ég hafði ekki gert ráð fyrir búlgarska vegakerfinu og kom fjórum tímum eftir að keppninni _var lokið. t sárabætur var mér boðið að Tilþrif við traktorakstur á Grænhóli. 21. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.