Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 41
I 83 lítrar af lakki Magnús Eyjólfsson átti einn fallegasta bilinn á sýningunni en það er Dodge Chargerárg. 70. Magnús eignaðist bílinn aðeins 16 ára að aldri og hefur síðan þá unnið að gagngerum breytingum á honum. Síðastliðinn vetur var billinn sprautaður á sprautuverkstæðinu Múla hf., og tók sú vinna þrjá og hálfan mánuð þótt unnið væri stanslaust að verkinu. Var sett glimmer-lakk á bilinn og fóru 48 lítrar af þvi á hann fyrir utan 35 lítra af glæru lakki. Sprautaðar voru 40 umferðir og ekki bara á ytra borð bílsins heldur var einnig sprautað ofan i skott hans og vélarsal. Venjulega þegar bilar eru sprautaðir er látiö nægja að fara 2-3 umferðir. Kostnaðurinn við sprautun Chargersins nam um 2,5 millj. króna. Siðan var billinn plussklæddur að innan og var greiddur kostnaður við það um 600.000 krónur. Allar tekjurnar í bílinn! Gylfi Pálsson, öðru nafni Pústmann, er án efa einn skrautlegasti bifreiða- áhugamaður landsins og eru þau ófá uppátækin sem hann hefur staðið fyrir. Á sýningunni átti hann tvo bila, kvartmilu Pintóinn og Svörtu Mariu, sendi- ferðabílinn sem kosinn var fallegasti og athyglisverðasti billinn á sýningunni. Gylfi er ekkert að tvinóna við hlutina og þó ekki séu nema þrir mánuðir siðan hann eignaðist sendiferðabílinn þá hefur hann á þeim tima gjörbreytt honum þannig að hann er næstum óþekkjanlegur. Fékk hann húsgagnabólstrara, sem ekki vill láta nafns sins getið, til að bólstra bílinn að innan og að utan var hann sprautaður svartur. Ásgeir Ásgeirsson auglýsingateiknari i ABC sá um að skreyta bílinn að utan en í bígerð er að skreyta hann enn meira. Gylfi segist ekki hafa hugmynd um hversu miklu fé hann hafi eytt i bílinn, allar tekjur hans fara c bíladelluna enda er Gylfi alger bindindismaður bæði á vín og tóbak. Kvartmíluklúbburinn hélt bílasýningu um sl. páska og var það fimmta sýning klúbbsins frá upphafi. Á sýningunni voru allir helstu kvartmílubílar landsins og glæsilegustu tryllitækin. Myndirnar hér voru teknar á sýningunni, af fallegustu og athyglisverðustu bílunum sem þarna voru sýndir. Framendi úr plasti Sýningargestir völdu þennan bil verklegasta kvartmilubíl sýningarinnar. Eigandi hans er Kjartan Kjartansson og hefur hann átt bilinn i u.þ.b. fimm ár. I upphafi var 340 kúbika small block vél í bilnum en fljótlega tók Kjartan að gera bílinn upp. Eftir að hafa unnið i bilnum í tvö ár birtist tækið á götum höfuðborgarinnar og var þá komin 383 kúbika big block vél i Challangerinn. cftir nokkurra mánaða keyrslu lenti Kjartan i umferðaróhappi á bílnum og klessti hann að framan. Var bílnum þá aftur stungið inn i skúr og þar hefur hann verið að mestu leyti siðan. Á þessum tima var smíðaður plastframendi á bilinn og i vélarsal var sett hin sjaldgæfa og eftirsótta 426 Hemi Chrysler vél. Hemi vélarnar eru með bestu og kraftmestu bilvélum sem framleiddar eru og eru þess dæmi að hægt hafi verið að kreista um 2500 hestöfl úr sér- smíðuðum Hemi vélum. i 21. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.