Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 47
verið lögreglubíllinn, sem varnaði þeim þess. Þegar hann kom á staðinn, voru dyrnar lokaðar og þú fyrir utan. Kannski hreyfði læknirinn andmælum. Hvað svo sem þau komu sér saman um, voru þau auðvitað í hættulegri aðstöðu. Trúlega komust þau að þessari niður- stöðu eftir stutta orðasennu, og á- kvörðunin gæti auðveldlega hafa verið röng. Inni hefðu þau getað reynt heila- þvottaraðferðina lil að hreinsa burt allar minningar þínar um Gray. En það er ekki létt verk. þegar fórnarlambið er meðvitundarlaust Kannski var eitthvert þeirra búið að koma auga á lögreglubílinn og gat sér þess til, að hann myndi koma að leita þín. Ástæðurnar geta hafa verið óteljandi, en ég get mér þess til, að þarna hafi ofsa- hræðsla ráðið." Og svo kom stressaði ungi kandídatinn aftur. Hann hafði I för með sér fordildarlegan Mið-Evrópumann, sem hann spurði óspart álits. Eldri maðurinn benti Wall með höfuðhnykk að fara en yfirforinginn rétti honum skilríki sín. Hann tók á móti plagginu með gremjusvip, leit snöggvast á það og aðgætti það siðan nánar. Loks yppti hann öxlum örlitið og rétti Wall það aftur. „Gæti það skeð?” Hann talaði með miklum hreim, en hafði gott vald á enskunni. „Þaðer hugsanlegt." „Látum svo vera. Ef sjúklingurinn hefur ekkert við það að athuga." Hann spurði Mike: „Hafið þér á móti því, að yfirforinginn verði viðstaddur, meðan þér eruð rannsakaðir?” „Nei.” „Gott og vel.” Rannsóknin var nákvæm og allan tímann, meðan á henni stóð, þagði læknirinn. Hann aðgætti sérlega eyrun, augun, brjóstkassann og kviðinn. Það var ekki fyrr en rannsókn var að Ijúka, að hann spurði á vandaðri ensku sinni með mikla erlenda hreimnum, hvernig slysið hefði orðið. „Ég datt niður tröppur.” „Erþaðalltogsumt?" „Já. að því ég best man.” „Engu að síður sýnið þér merki um að hafa orðið fyrir þungu rafmagnshöggi. Ef eldingu lysti niður án banvænna af- leiðinga, yrðu einkennin svipuð. Bruna- sárin eru grunn, og eitt þeirra sérlega einkennandi, en þar á ég við dökka sviðasárið á miðju bringubeini og á kviðarholi.” Mike leit á Wall, sem lyfti brúnum. Ungi kandidatinn fitlaði við snjáðar ermarnar á sloppnum sínum. Hann starði á véfréttina sína yfir rúmið, og það var svipur allt að hundslegrar tilbeiðslu á andliti hans. „Þetta er sú sjúkdómsgreining, sem samverkamaður minn ritaði i athuga- semdir sínar eftir fyrstu skoðun, þegar komið var með yður. Ég sé ekki ástæðu til að breyta þeirri sjúkdómsgreiningu.” Hundurinn ljómaði ástúðlega framan i herra sinn. Mike sagði: „En það er óhugsandi —” „Ég hef sagt yður, hvað einkennin sýna. Hvemig slíkt bar við. kemur mér ekki við. Ef til vill hefur yfirforinginn einhvern áhuga á þeirri hlið málsins.” Hann skrifaði eitthvað á kortið sitt, kinkaði stuttaralega kolli til kandidatsins og þeir hurfu með það. Wall sagði: „Eldingu lýstur niður. en afleiðingarnar ekki banvænar. . . Athyglisvert, finnst þér ekki? Veðrið var sérlega bjart og heiðskírt, ef þú manst svo langt.” Mike sagði hægt: „Ég kastaði mér á hann, og það var eins og ég lenti á vegg, sem ég gat ekki séð. Ég virtist þeytast frá honum. Það var blindandi blossi, og ég lenti á neðstu tröppunni. Ég hélt, að blossinn væri af þeirri gerðinni, sem maður sér, þegar maður fær höfuð- högg.” „Samt fela umbúðirnar annars stigs brunasár og sviðið hár, en ekki höfuð- kúpubrot. Þú ert ekki mjög hættulega á þig kominn. En útlitið getur eitthvað hafa skaddast, að minnsta kosti þar til hárið vex aftur.” Þegar Mike bar hönd- ina upp að umbúðunum, bætti Wall við: „Mér finnst þú afskaplega heppinn, herra Benson.” „En égskil ekkienn —” „Þvi trúi ég vel,” sagði Wall rólegur. „Það er alltaf erfitt að skilja svona hluti. En ég fullvissa þig um, að þú ert í hættu ef þú reynir aftur.” Mike sagði: „Andartak. Þegar þú sýndir lækninum spjaldið þitt, spurði hann, hvort það gæti skeð. Og þú sagðir, að það væri hugsanlegt. Hvað er hugsanlegt?” „Hann þekkti skilrikin min. Ég er sér- fræðingur, og það kemur glöggt fram á spjaldinu minu, ef þú veist hvar á að leita. Hann var að velta því fyrir sér, hvort þetta tilfelli heyrði undir sérfræði- þekkingu mína. Yfirboðarar minir veltu því sama fyrir sér. Þess vegna var mér falið verkefnið." „Og hver er sérfræðiþekking þín?” Wall hikaði rétt sem snöggvast, áður en hann svaraði hljóðlega: „Hið yfirskil- vitlega.” Það fór hrollur um Mike. „Áttu við að lögreglan —" Hann þagnaði. „Það gæti skýrt ýmislegt. En __?” „Þú virðist undrandi. Fjöldi fólks er Auövitaö Benidorm Margra ára reynsla, brautryðjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. Brottfarardagar 14 dagar: 21 dagur: 30. mai 1, ágúst 30. mai 4. júlí 1. ágúst 5. sept. 20. júni 22. ágúst 13. júni 11. júlí 15. ágúst 3. okt. 11. júli 12. sept. 20. júni 25. júli 22. ágúst IMæsta brottför: 30. MAÍ Seljum farseðla um allan heim á lægsta veröi. Ferðamiðstöðin hf. AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 28133 XX. tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.