Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 11
Guðbjörg ð sviðinu i Austúbæjarbíói kvöidið sigurssala. „Fannst þetta allt ægilega spennandi!” Keppnin um titilinn fulltrúi ungu kynslóðar- innar fór fram fjórum sinnum á árunum 1967- 1970 og nú er komið að því að kynna síðasta sigurvegarann. Guðbjörg A. Haraldsdóttir heitir stúlkan sem hreppti titilinn árið 1970 og var hún þá 16 ára gömul. í viðtali við Vikuna sagðist hún hafa mjög gaman af að ferðast og hafði hún þá heimsótt ein 16 lönd. Ekki höfðu þessar útilegur þau áhrif á hana að hún flyttist úr landi því íReykjavík býr hún nú, tíu árum seinna. Blaðamaður hitti hana að máli og forvitnaðist um ástæðuna fyrir því að hún fór í keppnina og hvað á daga hennar hefur drifið: „Af hverju ég tók þátt í keppninni? Ja, ég hafði fylgst með þessari keppni frá þvi ég var 12 ára og alltaf fundist þetta ægilega spennandi. Svo allt í einu var ég sjálf orðin nógu gömul til að taka þátl í ævintýrinu! Þvi gat ég ómögulega sagt nei þegar mér bauðst þátttaka. Ég gerði mér i rauninni enga grein fyrir því út i hvað ég var að fara, mér fannst bara nóg að fá að vera með. Það var svo ekki fyrr en nokkrum dögum áður en keppnin fór fram að ég i rauninni uppgötvaði að það var verið að keppa um titil og verð- laun. Eftir úrslitin fékk ég vinnu í Karnabæ og prófaði hvernig það er að vinna við módelstörf. En fljótt uppgötvaði ég að það átti engan veginn við mig. Ég fékk líka tilboð frá Ford I Bandarikjunum og Christu Fidler í Frakklandi, en ég var svo ung að ekkert varð úr að ég tæki þeim tilboðum. Ég var alls ekki nógu köld og ákveðin til að leggja út á þessa braut og þvi duttu allar sltkar áætlanir upp fyrir. En þetta var verulega skemmtilegur tími og það var eins og ég vaknaði til lífsins eftir þetta. Ég man líka eftir einu atviki stuttu eftir keppnina. Þar sem ég hafði hlotið þennan titil átti ég að vera fyrirmynd allra unglinga og ég fann að það var mikið fylgst með mér. Svo var það að ég var i diskótekinu Las Vegas, stend þar í sakleysi minu og drekk kók. Þá rýkur að mér stúlka, þrífur af mér glasið, þefar úr þvi og drekkur siðan sopa. Hún var bara að athuga hvort ég væri nú ekki örugglega verðugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar! Ef við færum okkur aftur i nútiðina þá er það að segja að ég hef unnið i Vörumarkaðnum i tæp þrjú ár og er nýgift Ingvari Ásgeirssyni. Sýningar- stúlkudraumurinn er löngu liðinn en þegar ég lít til baka sé ég að ég álti verulega skemmtileg unglingsár og þakka bara fyrir það.” HS XI. tbí. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.