Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 51
verkum haida því fram að hlutverk kynjanna séu eölislæg og óumbreytan leg. Í þvi sambandi er gjarnan bent á að til eru samfélög þar sem kynjahlut verkum er svo að segja snúið við. þannig að konur hafa yfirtckið hefðbundin hlut- verk karlmanna og öfugt. Það þekkist t.d. og konur sjái um fæðuöflun og það sem við köllum framfærslu en karlmenn sjái um börn. heimili og húsverk. Einnig þekkist það að konur séu alveg eins árásargjarnar ef ekki árásargjarnari en karlmenn. Kynhlutverk eru ein af þeim hlut verkum sem félagsfræðin og sálfræðin hefur fengist við. Hugtakiðer hins vegar upprunalega komið frá leikhúsinu. I félagssálfræðilegu tilliti má skýra hlut verk þannig að það endurspegli þær væntingar Iþað sem búist er við) sem gerðar eru til annarrar persónu ef hún hefur ákveðna stöðu eða ákveðin einkenni. Flestir búast t.d. viðákveðinni hegðun af kennara. Hann á helst að vera þolinmóður og honum á að líka vel við börn. Einnig er búist við ákveðinni hegðun af stúlkum og strákum. og þau eiga að hafa mörg ákveðin hlutverk Erient einungis vegna þess að þau tilheyra annaðhvort kven eða karlkyni. Oft er talað um hlutverk út frá mismunandi sjónarmiðum. Mismunandi kynhlutverk Það er hægt að tala um hlutverka- vænlingar. sem getur bæði merkt að búist er við ákveðinni hegðun af stelpum og strákum og að kynin eiga að hafa ákveðin áhugamál. gefa tilfinningum útrás á mismunandi vegu o.fl. o. fl. Eða sett fram á fremur einhæfan hátt. stúlkur eiga að vera bliðar. lausar við árásarhneigð. hafa áhuga á öðru fólki og vera ekki allt of gáfaðar. Karlmenn eiga hins vegar að vera sterkir. árásargjarnir. fullir af keppnisanda og hafa áhuga á þjóðmálum. í öðru lagi er hægt að tala um kynhlutverkaskynjun. Það á við hvernig einstaklingurinn skynjar þær væntingar sem beinast að honum. Sumir skynja það vel við hverju aðrir búast af kynbundinni hegðun en aðrir ekki. Það l'er að sjálfsögðu eftir þvi hve fastmótað kynbundið uppeldi viðkomandi hefur fengið. Í þriðja lagi er hægt að tala um kynhiutverkai idurkenningu og á það við hve sáttur einstaklingurinn er við þau kynhlutverk sem aðrir ætla honum. Andstöðu ýmissa kvennahreyfinga má líta á sem neitun á því að viðurkenna ákveðin hlutverk sem aðrir ætla þeim. Í fjórða lagi er hægt að tala um kynltlut verkaúifœrslu en það er aftur á móti hvernig einstaklingurinn hegðar sér i raun og veru. eða það sem oft er skráð sem kynjamismunur. Ákveðin kynhlutverk eru fastmótuð i menningunni og stelpur og strákar fá mjög snemma að vita til hvers er ætlasi af þeim. Ef á að breyta hefðbundnum kynhlutverkum að einhverju marki verður að gera það á mjög meðvitaðan hátt en það tekur tinia. Frá tímum þöglu myndanna? Þetta gæti allt eins verið mynd af einni ástmey kvennagullsins Valentinos þar sem hún býður þess i ævintýralegu og um leið dularfullu umhverfi að hetjan birtist. Svo er þó ekki þvi manneskjan er hin kunna breska poppsöngkona Lene Lovich sem ekki aðeins hefur vakið athygli fyrir sérstakan söng heldur einnig frumlegan klæðnað og ýmis furðuleg uppátæki þegar hún kemur fram. Segðu mér á Tell mc on a sunday eða Segðu mér á sunnudegi heitir nýr söngleikur sem bráðlega verður sviðsettur í London. Höfundur er Andrew Lloyd Webber en verk hans á þessu sviði eru löngu heimsfræg. Má nefna það frægasta Jesns C'hrist Supetvar sem sýnt hefur verið á sviði i fjölmörgum löndum og kvikmyndað að auki og söngleikinn Evita sem farið hefur sigurför um heiminn siðustu tvö ár. Henni er margt til lista lagt þvi hún þykir ágætur saxófónleikari. og vann um tinia við leikhús sem dansari. Fyrir nokkrum árum lagði hún stund á nám í höggmyndalist við þekktan lista háskóla í London og þetta áhugasvið sitt hefur hún óspart notfært sér i poppmúsikinni. svo sem við ntynda- tökur tengdar hljómplötum hcnnarog i ýmiss konar listrænum sviðs setningum. sunnudegi Sögusvið hins nýja söngleiks Webbers er mannlífið í bandarisku stórborginni séð með augum breskrar sveitastúlku sem er i leit að frægð og frama. Með aðalhlutverkið fer söng- og leikkonan Marti Webb. Hún þckkir vel til verka Webbers — fer t.d. með aðalhlutverkið i Evitu i London þessa dagana. Hljómplatan meðsöngvum úr söngleiknum nýja hefur þegar hlotið mjög góðar undirtektir i Bretlandi 21. tbl. Vikan fí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.