Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 38

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 38
Fimm mínútur með Willy Breinholst HVAÐ ER MENNING? Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið vitlaust. Að sjálf- sögðu á það ekki við um alla. T.d. eru vísindamenn, kjameðlis- fræðingar, læknar og prófessor- ar ekki vitlausir. Hvað þá forset- inn. En í það heila tekið er fólk yfirleitt afskaplega vitlaust. t þessu sambandi eru mér efst í huga þau heimskulegu svör sem fólk getur gefið þegar sjónvarpsfréttamaður stekkur á það úti á götu og spyr formála- laust spurninga eins og: „Hvað er lýðræði?” „Hvernig skil- greinið þér vanþróað land?” Og svo framvegis. Allt eru þetta spurningar sem maður skyldi ætla að hver meðalmaður ætti ekki í svo miklum vandræðum með að svara. En hvað gerist? Fólk stendur eins og kjánar, brosir og grettir sig og klykkir út með að það hafi eiginlega aldrei hugleitt efnið eða þá að það hafi aldrei haft áhuga á málinu. Ég hef oft hugleitt hvernig ég brygðist við í þannig kringum- stæðum. Ég myndi hugsa mig vel um í 2-3 sekúndur og gefa síðan nákvæmt, afgerandi, vel úti látið svar, e.t.v. láta smá- skammt af háði fylgja með ef spurningin kæmi á einhvern hátt starfssviði ríkisstjórnar- innar við. Svar mitt myndi þannig fá flesta sjónvarps- glápara til að kinka viðurkenn- andi kolli og segja sem svo: — Þarna er loksins maður með bein i nefinu! Svo var það dag einn að ég var á gangi í miðbænum, í einni af hliðargötunum fyrir ofan ráðhúsið, að tækifærið, þetta langþráða tækifæri, skaust upp í hendurnar á mér. Hljóðnemi upp í andlitið og ég starði inn í auga kvikmyndavélar. Ég er fús til að viðurkenna að þetta kom mér allt töluvert á óvart. — Hvað er menning? var það eina sem ég heyrði. Spurningin kom úr ungum barka fréttamanns. Ég beygði mig niður til að tína upp medister- pylsulengju sem ég hafði misst úr vasanum í öllu írafárinu. Þetta var sérstök gerð af medisterpylsum sem fást aðeins á einum stað í bænum, grófhakkaðar og linar. Maríanna vill ekki annað en það var einmitt hún sem hafði sent mig í bæinn til að kaupa þær. — Tja, menning, svaraði ég. — Hvað er menning? Ég tvítók þetta viljandi svo ég gæti hugsað málið eilítið, unnið 1-2 sekúndur og þannig gert útsendinguna meira spennandi fyrir áhorfendur. — Menning, hélt ég svo áfram og lagði þunga áherslu á orðið, menningu má skilgreina á ýmsa vegu t.d. með þvi að segja að hún sé samsafn andlegra og efnislegra þátta í samfélaginu svo og þróun anda og líkama hvers einstaklings fyrir sig og þá erum við að sjálfsögðu farnir að ræða um persónulega menningu. Hér gerði ég smáhlé á máli Stjörnuspá llnilurinn 21.nuirs 20.sipiril ViuliA 21. .príl 2l.ni.-ii T%ihur:irnir 22.mui 2l.júni hr.-'hhinn 22.júni 2.3. juli l.jonið 24.jtfI■ 24. :íi*ú«l >lc>j;in 24.;iöÚM 2.3.scpl. Undirbúningur fyrir ein- hvern ákveðinn atburð tefst til muna og veldur miklum erfiðleikum. Reyndu að hraða öðrum verkum til þess að hafa frjálsari hendui til framkvæmda síðar. Forðastu sem mest öll viðskipti og farðu varlega í ákvarðanir varðandi framtiðina. Vanræksla þín i tilteknu máli kemur þér í koll og kominn er tími til að snúa við blaðinu. Láttu þér ekki leiðast aðgerðaleysið. sem verður vegna óyfirsjá- anlegra tafa i tengslum við lofaða aðstoð. Notaðu tímann til hvíldar enda ekki vanþörf á eftir undangengnar vikur. Boginn hefur verið spenntur of hátt og nú rennur það upp fyrir þér að ekki er allt fram- kvæmanlegt I sömu andránni. Láttu ekki hugfallast því ástandið breytist innan tiðar á óvæntan máta. Gerðu upp alla reikninga eftir bestu getu. ella koma skulda- dagarnir á nokkuð óþægilegum tíma. Eyddu frístundunum sem mest heima við og undirbúðu þig fyrir væntanleg stórátök. Að undanförnu hefur þér gengið vel að leysa skyldustörfin af hendi og framkoman er óvenjulega rólyndisleg. Þetta hefur i för með sér augljósa kosti i samskiptum við annað fólk. Frítímarnir virðast minni en engir á stund- um og mikilvægt að láta það ekki spilla lífs- gleðinni. Við þetta fær enginn ráðið í bráð og því nauðsynlegt að sætta sig við orðinn hlut. Sporúdrckinn 24.okl. 2.3.iiú\. Allt gengur mun betur og me:tu erfiðleikarnir eru endanlega yfir- stignir. Minnstu þá fjöl- skyldunnar sem þú hefur orðið að setja til hliðar á öllum hlaupunum. lioifoniúurinn 24.nút. 21.dcs Mikið er undir því komið að þú hraðir framkvæmdum eins og kostur er og því skaltu ekki hika viðað þiggja alla aðstoð, sem kann að bjóðast. Hugsaðu þig þó vel um og varastu fljótfærni. Slcingcilin 22.ocs. 20. jan. Stilltu skap þitt þótt smámunasemi ættingj anna gangi nokkuð nærri finustu taugunum. Minnstu þess að ekki eru allir sömu gerðar og vafalaust hefur hver ; sínar ástæður. \ainshcrinn 2l.jan. I*>.fchr. Nýttu flest tækifæri sem bjóðast þessa vikuna og ekki er ósennilegt að þau verði fjölmörg. Láttu sem vind um eyru þjóta þótt einhverjir reyni að draga úr þér kjarkinn. Fiskarnir 20.fchr. 20.mars Síðustu vikurnar hefur þér hætt til að kenna öllum öðrum um það sem aflaga fer, en telur þina eigin breytni þar hvergi orsök. Snúðu við blaðinu því þolinmæði annarra er á þrotum. 38 Vikan XI. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.