Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 66

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 66
Pósturinn Að vakna er ekkert grín Háttvirti Póstur! Nú er örugglega komin röðin að mér í ráðleggingunum öllum. Ekki veitir af! Þannig er að ég er . . . gamall og gengur svona alveg sœmilega í skólanum. Samt er ég enginn proffi, ef þú heldur það. En eitt get ég bara alls ekki, hvað sem gert er: Að vakna á morgnana. Það er búið að reyna bókstaflega allt og mamma vekur mig á hverjum morgni. En ég er klukkutíma að vakna og þegar ég er loksins kominn í skólann er allt löngu byrjað og auðvitað geta kennararnir ekki stillt sig um að skamma mann. En ég bara get ekki vaknað og það er alveg sama hvað er gert. Svo hefur verið hringt I mömmu frá skólanum og henni tekst kannski að koma mér á réttum tíma nokkra daga en svo gefst hún upp og ég mæti aftur of seint. Sumir eru bara fljótir að vakna og aðrir ekki og mér flmnst að fólk eins og ég ætti að fá að velja hvort það vill vera I skóla á morgn- ana eða seinnipartinn. Finnst þér að allt eigi endilega að miðast við þessa krakka sem geta vaknað þegar þeir vilja? Mér flnnst það sko alls ekki. En ef þú kannt ein- hverjar patentlausnir væri ég feginn, því þá losna ég við röflið í mömmu og kennurunum. Með morgunkveðju. Einn syfjaður. P.S. Ég heyri aldrei í vekjara- klukkum. Patentlausn Póstsins hefur að megininntaki að krefjast þess að þú farir allnokkru fyrr í rúmið en nú er venjan. Þegar þér hefur tekist að koma þeirri venju á er eftirleikurinn mun auðveldari. Næsta skrefið er svo að gera sér grein fyrir að mamma þín stund- ar ekki nám í þessum skóla. Það gerir þú hins vegar og því hlýtur það að vera í þínum verkahring að hala þennan nemanda á réttum tíma í sætið sitt. Vítamínskortur og blóðleysi gætu þarna einnig verið samverkandi ástæða en til þess að ganga úr skugga um það þarftu að fara tii heimilis- læknisins. Hann sér síðan um málið ef um frekari fram- kvæmdir verður að ræða innan hans verksviðs. Aðalatriðið er samt að þú ákveðir sjálfur að vakna og setjir þér það takmark að njóta við það aðeins aðstoðar vekjara- klukkunnar. Hún er þess ekki megnug að vekja þig núna vegna þess að þú hefur aldrei litið á hana sem slíka. Hins vegar ertu búinn að búa þér til lifandi vekjaraklukku úr móður þinni, sem er ólíkt óhentugra. Ekki getur þú dregið hana með þér hvert sem þú ferð í framtíð- inni! Það væri erfitt að reka skóla ef ekki giltu þar einhverjar regl- ur um kennslutíma og fleira. Skipulagið væri fljótt að fara í mola ef fara ætti eftir duttlung- um allra. Einn vildi kannski ekki mæta fyrr en eftir hádegi, annar á nóttunni. Síðan væri ef til vill einn á móti stólum og borðum, annar krefðist þess að fá að mæta með hundinn sinn, skjald- bökuna og hestinn og svo mætti lengi telja. Er nú reyndar þakkarbréf Kæri Póstur! Þetta er nú reyndar þakkar- bréffyrir þína frábæru frammi- stöðu. Égskrifaði I pennavinadálkinn hjá ykkur og hef fengið marga pennavini upp úr því. Mér finnst Vikan ofsalega góð og ég skil ekkert í auglýsingunni — Líf, mest selda tímaritið. Það mætti fara til andsk . . . Vikan er mest selda tímaritið. Hvers vegna vill Pósturinn ekki láta í Ijós af hvaða kyni hann er, annars á ég ekkert að vera að hnýsast í annarra einkamál. Ég dýrka þig til æviloka ef þú birtir þetta. Horfðir þú annars á myndina um ævi Dorians Gray. Fannst þér ekki að hún hefði mátt vera bönnuð börnum? Jæja, bless elsku Póstur. 1X2 Það er alltaf ánægjulegt að fá þakkarbréf og ekki síst ef í því er lofaðævilangridýrkun á persónu Póstsins. En þrátt fyrir góð orð mun Pósturinn alls ekki upplýsa hvers kyns hann er, enda ætti það ekki að skipta lesendur neinu máli. Það er gleðilegt að þú skulir hafa fengið pennavini og rennir það stoðum undan þeirri bábilju að pennaleti íslendinga sé að verða þjóðarböl. Myndina um Dorian Gray horfði Pósturinn á með öðru auganu og getur vel fallist á að mátt hefði banna myndina börnum. En hins vegar er vafa- samt að miklu skipti hvort sjónvarpsmyndir eru bannaðar, því því banni er í flestum tilvik- um erfitt að framfylgja. Og þá er það Lífauglýsingin. Ef satt skal segja erum við hér á Vikunni jafnundrandi og þú og skiljum lítið í hvað rennir stoðum undir þessa fullyrðingu. Samkvæmt margfrægri Hagvangskönnun reyndist Vikan hafa talsvert meiri út- breiðslu, en það má miða við ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Ef til vill hefur Líf til dæmis umtalsvert meiri útbreiðslu en Vikan í Kolbeinsey. Hver veit? Kæri Póstur, birtu þetta Hæ Póstur! Ég hef lengi ætlað að skrifa og læt loks verða af því. Getur þú sagt mér heimilisföng 66 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.