Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 54

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 54
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran Þegar við tökum til umræðu efni það sem felst í heiti þessa þáttar þá tel ég það ennþá áhrifaríkara að um efnið fjalli manneskja sem sjálf hefur af guði þegið slíkar gáfur. Hún veit best hvað hún er að tala um. Það er Islendingum Ijósara en frá þurfi að segja að Hafsteinn Björnsson miðill hafi verið einn þessara manna. Hans hefur oft verið minnst i þáttum þessum og sagt frá ýmiss konar reynslu hans, því hann var og er meðal frægustu manna íslenskra, þeirra sem ófreskir teljast. Það skiptir ekki minnstu máli hvernig slikir menn líta á þessar dulargáfur, sem ýmsum öðrum eru svo mikil ráðgáta að sumir þeirra telja það jafnvel æskilegast að snúast gegn þeim sem beita þessum duldu kröftum öðrum til blessunar. Slik heimska verður ekki gerð að umtalsefni í þessum þætti heldur mun ég gefa mínum ágætisvini, Hafsteini Björnssyni, orðið. Hann segir svo frá: Frá upphafi Islandsbyggðar hefur trúin á dularfull öfl og atburði gengið sem rauður þráður gegnum líf kynslóðanna. Fyrstu ibúar landsins, irsku einsetumennirnir, sem nefndir hafa verið papar. flúðu i einveru ónumins lands til að leita sambands við þau dulrænu öfl sem þeir trúðu og vissu að hægt var að finna í alheimsgeimnum, þau öfl sem ávallt hafa verið til og leita sifellt niður á jarðarsviðið. Norsku víkingarnir, sem flúðu undan ofríki Haralds konungs og stýrðu knörrum sínum eftir „stjarnanna skini" norður í Dumbshaf í leit sinni að frjálsari og betri heimi, voru allir hugprúðir menn og margir spekingar að viti. Þeir voru svo trúaðir á dularöfl tilverunnar, sem goðin voru persónu- gervingar fyrir í hugum þeirra, að þeir fleygðu mestu dýrgripum heimila sinna — öndvegissúlunum — í sjóinn og leituðu þeirra siðan langan veg, þvi hvar sem þær ræki að landi samkvæmt vilja æðri afla skyldi skilyrðislaust setjast að og byggja sér og afkomendum fram- tíðarheimili. DULARGÁFUR OG DULTRÚ Alkunnugt er að lngólfur Arnarson leitaði öndvegissúlna sinna um frjósöm héruð Suðurlandsundirlendisins og þótti húskörlum hans þar víða girnilegt til búsetu, en áfram var haldið þangað til súlurnar fundust, þar sem nú stendur höfuðborg Islands og varð þá þræli hans að orði: „Til ills fórum vér um góð héröð er vér skulum byggja útnes þetta.” Hann hefur trúlega verið eins og efasemdar- menn allra alda, ekki viljað trúa neinu né viðurkenna neitt sem hann gat ekki þreifað á og séð með sinum óskyggnu augum. Annað dæmi má nefna af mörgum, þegar Hrollaugur sonur Rögnvalds Mærajarls fór til lslands með fjölskyldu sína að ráði Haralds konungs. Hann kom austur að Horni og skaut þar fyrir borð öndvegissúlum sínum og bárust þær á land í Hornafirði, en hann rak undan og vestur fyrir land. Hann fékk harða útivist og tók loks land i Leiruvogi á Nesjum. Þar var hann fyrsta veturinn en þá frétti hann til öndvegissúlna sinna og fór austur að leita þeirra. Hann var annan vetur undir Ingólfsfjalli. Síðan fór hann austur í Hornafjörð og nam land austan frá Horni til Kviar. Þannig blasa þessar staðreyndir við okkur á fyrstu blaðsíðum Landnámu. I fyrsta kapítula hennar er sagt frá því, að Garðar Svavarsson hélt í norðurveg að leita Snælands „að tilvísun móður sinnar framsýrmar". Og þegar við flettum blöðum Islendingasagna rekur hver frásögnin aðra og jafnvel draumar skipa þar öndvegissess og mikið niark á þeim tekið í önn hversdagslífsins. Enn segir Landnáma: Hrafnkell hét maður Hrafnsson. Hann kom út síðla landnámstíðar. Hann var hinn fyrsta Herbert vildi leggja sinn skerf til kvöldsins. 54 Vikan 21. tbl.‘ vetur í Breiðdal, en um vorið hélt hann til fjalls. Hann áði í Skriðudal og sofnaði. Þá dreymdi hann, að maður kom að honum og bað hann upp að standa og fara braut sem skjótast. Hann vaknaði og fór á braut. En er hann var skammt kominn þá hljóp ofanfiallid allt og varð undir skriðunni göltur og griðungur er hann átti.” Helgi magri, sá er nam Eyjafjörð, er sagður hafa gengið til fundar við Þór, þá er Island reis úr hafi, og spurt hann hvar land skyldi taka, en fréttin visaði honum norður um landið og var því ráði hlýtt. Hrólfur sonur Helga magra mun hafa verið því vanur að faðir hans ráðgaðist við dulræn öfl og hlýddi þeim, því hann spyr í hálfkæringi, hvort Helgi myndi halda norður í Dumshaf, ef Þór visaði honum þangað, „því skipverjum þótti i mál úr hafi og orðið áliðið mjög sumars”. En Helgi lét ekkert aftra sér, hélt norður fyrir land, reisti þar bú og kenndi bæ sinn við hvita Krist og bjó i Kristsnesi til æviloka. Á fyrstu öldum Islandsbyggðar hefur skyggnigáfan liklega verið tiltölulega algeng með forfeðrum okkar, því oft er sagt frá ófresku fólki. En svo voru þeir menn nefndir sem sáu það sem öðrum var hulið og þó hefur áreiðanlega fæst af því veriði leturfært. Einnig eru margar frásagnir til af mönnum sem „forvitrir” voru kallaðir og minnist ég i þvi sambandi Gests Oddleifssonar. Eitt sinn sótti hann haustboð til Ljóts hins spaka, sem bjó á Ingjaldssandi. Þar var staddur austmaður nokkur sem fylgdi Gesti á leið og studdi hann á hestinum þegar hann hrasaði. Þá mælti Gestur: „Happ sótti þig nú, en brátt mun annað, gættu að þér að joér verði það eigi að óhappi.” Á leiðinni heim fann austmaðurinn silfur og tók af því tuttugu peninga og ætlaði að fela til síðari tima. En þegar hann svo leitaði síðar fann hann ekki féð. en hins vegar tók Ljótur hann, þegar hann var að greftri, og gerði honum þrjú hundruð fyrir hvern pening. Ég leyfi mér að giska á að þarna og víða annars staðar hafi dulrænir hæfileikar verið að verki. Sjáandinn sér og heyrir það sem öðrum er hulið. Mig langar að minnast í þessu sambandi ekki ómerkari manna en tveggja Skálholtsbiskupa, en i það embætti völdust að jafnaði hinir lærðustu og vitrustu menn sem völ var á i prestastétt landsins. Báðir voru joessir menn dulspakir og skyggnir. Sá fyrri þeirra var séra Sveinn Péturs- son, sem nefndur var hinn spaki. Hann sat á biskupsstóli 1466-1476. Hann var mjög dulrænn og framsýnn og hafa lifað með þjóðinni margar sögur um það |x> hér sé ekki tími til að rekja það. Hér skal aðeins minnt á það að honum var svo ljós framtið Skálholtsstaðar eftir sinn dag að hann sagði fyrir um að fyrsti biskup eftir sig myndi sitja lengi á stóli, annar hýsa staðinn vel, sá þriðji draga mikinn grenivið að stað og kirkju og með þ>eim fjórða myndu koma siða- skipti. Allt þetta gekk nákvæmlega eftir. Hinn Skálholtsbiskupinn, sem ég ætla að nefna hér. var Oddur biskup Einars- son, sem sat stólinn á árunum 1589- 1630, eða lengst allra sem setið hafa á biskupsstólum Islands að Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi einum undan- skildum. Oddur hafði miklar og þroskaðar dulargáfur til að bera og eru margar sögur til um forspár hans. Þótti mönn- um sem hann sæi gegnum holt og hæðir. I Biskupasögum Jóns Halldórssonar frá Hítardal er honum lýst með þessum hætti: Hann var á jxim timum haldinn lærðasti maður hér á landi i framandi tungumálum og lærdómslistum, sérdeilis i stjörnumeistarakúnst. Hann var guðhræddur, siðprúður, hófsamur, hógvær, Ijúflyndur, litillátur og stór lukkumaður. Oddur hafði meðal annars numið stjörnufræði hjá stjörnu- spekingnum Tycho Brahe á Hveðn. Unni hann mjög þjóðlegum fróðleik og átti mikið safn bóka og handrita, en þvi miður eyðilagðist mikið af þvi í staðar- brunanum mikla í Skálholti á öskudag 1630. Til marks um fjarskyggnihæfileika og forspárgáfu Odds biskups skulu hér sagðar tvær stuttar frásagnir úr Biskupa- sögum Jóns Halldórssonar. Séra Sigfús i Hofteigi, sonur séra Tómasar Ólafssonar að Hálsi í Fnjóska dal. var smásveinn herra Odds á sínum ungdómsárum. Dag nokkurn um sumar, nálægt fráfærum. var hann einn hjá Oddi í biskupsstofunni í Skálholti. Sat biskup við borð, studdi hönd undir kinn sér og brosti, en mælti síðan: „Fúsi, viltu að ég segi joér hvað konuefni þitt er að gera núna?" Hinn kvað óvist sér yrði auðið að eignast konu. Biskup svaraði: „Víst liggur það fyrir jtér að þú munt kvongast. Get ég sagt þér hver hún er og hvað hún er nú að gera. Það er dóttir hans Eiríks í Bót i Fljótsdalshéraði. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.