Vikan - 05.06.1980, Page 4
Bresk vika á Loftleiðum
Sam Avent, „pub”-píanisti frá London, fékk alla til að syngja með. Og ef einhver vill
endurnýja kvnnin við hann i London er hann að frnna á hverjum föstudepi á The
Magic Hour.
Ray Goode, borgarkallari frá Hastings, gaf hæjarlifinu nýstárlegan og skemmtilegan
blæ á meðan á bresku vikunni stóð.
Bresk stemmníng á Hótel Loftleiðum
Nýlega stóðu Flugleiðir, breska ferða-
málaráðið, sendiráð Bretlands í Reykja-
vik og Hótel Loftleiðir fyrir breskri viku
á Hótel Loftleiðum, en slíkar þjóðar-
vikur á vegum hótelsins eru meðal þess
Listakokkurinn Terry Crews sá um
matreiðsluna en hann er yfirmatsveinn á
Mayfair Hotel I London.
vandaðasta sem Reykvikingum gefst
kostur á i skemmtanalífinu. Enda láta
þeir ekki á sér standa og troðfylla sali
hótelsins á meðan á þeini stendur. I
þetta sinn sáu borgarkallari frá
Hastings, skoskir tónlistarmenn og
dansari ásamt ómissandi „pub"-píanó-
leikara fyrir ósvikinni breskri
stemmningu og fjöri á bresku vikunni.
I sambandi við þessa bresku viku var
einnig haldin ferðakaupstefna þar sem
fulltrúar breskra ferðaskrifstofa og
breskra gistihúsa kynntu
ferðamöguleika fyrir starfsbræðrum
sínum og þá einkum með áherslu á það
að London er ekki bara aðalferða-
mannastaðurinn. T.d. bjóða Skotland og
Wales upp á ómælda landslagsfegurð og
afar athyglisverðar sögulegar minjar. Og
þá er heldur ekki úr vegi að benda á að
Glasgow er orðin mun ódýrari og
hentugri borg til verslunarferða en
London og bjóða Flugleiðir upp á hag-
stæð afsláttarfargjöld þangað árið um
kring. ÍÞ-
Bryndís Kristinsdóttir, Þórður Óskarsson, Svanhildur Gunnarsdóttir og Sturlaugur
Grctar Filippusson voru stórhrifin af bresku vikunni. Hér afhendir Caroline Loise
Jensson frá Wales þeim prentaða „pubsöngva” svo þau geti tekið þátt í söngnum með
Sam.
4 Vikan 23. tbl.