Vikan


Vikan - 05.06.1980, Page 10

Vikan - 05.06.1980, Page 10
Smásaga K Halldor Steindal fæddist i Keflavík 1938. Hann kom frá dæmigerðu miðstéttarheimili, faðirinn búðareigandi og tryggur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins. Halldór lauk stúdentsprófi á Laugarvatni og var þá orðinn öfgafullur vinstri maður. Hann lagði stund á samanburðarmálfræði við háskólann i Prag og var á þeint tínia meðlimur i Sósíalistaflokknum. Gaf út bækling á eigin kostnað 1961, sem nefnist Aðskotaorð amerísk í islenskri tungu. Ári siðar hættir hann skyndilega námi. kemur til íslands og segir sig úr Sósíalistaflokknum. Tók að starfa sem tungumálakennari i Grindavik og gekk i Alþýðuflokkinn 1965. Skrifar fjölda greina á þessum árum i blöð og tímarit. Sú þekktasta var eflaust Vofan i austri sem Félag ungra jafnaðarmanna gaf út sérritaða 1967. Var engu að siður talinn hernámsandstæðingur svonefndur af flokksfélögum. Halldór lét sífellt meira til sin taka í stjórnmálum og hlaut ýmsan ábyrgðarstöður innan Alþýðuflokksins. Talinn traustur vinnukraftur. fámáll en fastur fyrir. Halldór Steindal giftist Sigriði Björns dóttur 1969 og var hjónaband þeirra álitið farsælt. Þau eiga tvo syni. Bárð og Björn. Halldór var ofarlega á lista Alþýðuflokksins á Suðurlandi i alþingis- kosningunum 1971 en náði þóekki kjöri á þing. Þetta olli Halldóri miklum hugar- kvölum og gerðist hann einrænni en áður. Hann gaf ekki kost á sér i alþingis- kosningunum 1974. Virtist fá æ meiri áhuga á fornbókmenntum, islenskri sögu og þjóðlegum fróðleik. en viðaði ennfremur aðsér handbókum um fugla- veiðar og meðferð skotvopna. Halldór fékk byssuleyfi 1973 ogstundaði talsvert rjúpna- og gæsaveiðar. Vert er að geta munnlegrar frásagnar feðga úr Ytri-Njarðvík. sem staddir voru á skíðum upp af Bláfjöllum i desembermánuði 1974. Gcngu þeir frani á Halldór Steindal sem þeir þekktu af Ijósmyndum úr blöðum, þar sem hann hélt mikla eldræðu yftr skotnum rjúpum, sem hann hafði lagt i hring i snjónum. Þagnaði Halldór er hann varð var mannaferða og stakk rjúpunum í bakpoka sinn. Strunsaði hann af stað án þess að kasta kveðju á þá feðga. Alþýðuflokkurinn vann mikinn kosningasigur við alþingiskosningarnar 1978 og komst þá Halldór Steindal á þing, en hann hafði þá tekið upp stjórn málaafskipti að nýju. Jómfrúræða hans fjallaði um náttúruvernd á Suðurnesjum og nauðsyn aukinnar íslenskukennslu i skólum. Að öðru leyti hafði hann sig litt frammi á þingi og fylgdi flokki sínum að málum. Halldór var dagfarsprúður og vel liðinn af samstarfsmönnum og þing- mönnum. Eiginkona hans minntist þó stöku sinnum á það við móður sína í síma (móðirin var og er búsett á Akureyri) að Halldór fengi þrálát þunglyndisköst. „Þriggja þjóða nefndin" var sammála um að gíslatakan orsakaðist af geðrænum truflunum þingmannsins og því yrði að leysa málið með það I huga. Sálfræðingar og geðlæknar. sem nefndinni voru innan handar. voru þessu sammála. í athugasemd annars geðlæknisins segir m.a.: „Halldór Steindal virðist haldinn geðklofa (Schizophrenia) af tegundinni Typus Paranoides et Týpus Catatonicus. sem virðist hafa farið vaxandi á siðustu árum. Snögg pólitísk hugarfarsbreyting. einangrun i einhæfu þjóðfélagi (Grinda- vik). þjóðernisofsi og djúp vonbrigði yfir að komast ekki á þing virðast vera helstu orsakir veikinnar. „Rjúpnaræðan" veturinn 1974 bendir til mikilmennskuhugmynda og ofvirkni i atferli. sem ekki ber á daglega og flokkast undir brátt geðveikikast (status psycoticus acutus). Svo virðist sem Halldóri hafi tekist að hafa vald á þessum klinisku einkennum í nokkur ár. eða allt þangað til hann fremur hinn stjórnlausa verknað á heimili utan ríkisráðherra í fullkomnu æðiskasti (Raptus Catatonicus)." — O — Atburðurinn varð að heimsfrétt. Strax um laugardagsmorguninn voru erlendir fréttamenn komnir til landsins. Breiðfirðingabúð var tekin á leigu og sett upp fréttamiðstöð fyrir út- lendingana. Blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar var falið að skrifa út sér- staka heimildarpassa fyrir fréttamenn sem óskuðu eftir að komast inn fyrir víg- girðingu lögreglunnar. Innganga i hús utanrikisráðherra var þó aftekin með öllu. Blaðaljósmyndari franska tinia ritsins Paris Match braut þessa’reglu en var handsamaður af lögreglunni í kyndiherbergi i kjallara hússins. Flestar fréttir heimspressunnar voru i æsifregnastil. Mikið var lagt upp úr hinni miklu biðspennu, spáð í hreinlætis- aðstöðu gíslanna og látið að þvi liggja að mennirnir i vinkjallaranum væru orðnir vitstola af hungri. Þessa frétt varð þó viðkomandi blað að bera til baka er í Ijós kom að vinkjallarinn var einnig matar kjallari með nægar vistir i þrjá mánuði fyrir fimm manna fjölskyldu. Sumir erlendu fjölmiðlanna lögðu megináherslu á pólitíska hlið málsins og þó einkum skandinavísku blöðin. Þannig var stór hluti sunnudagsforsíðu sænska blaðsins Dagens Nyheter helgaður gislatökunni með fyrirsögninni „Kampen om den amerikanska basen pá ísland - TVÁ AMBASSADÖRER FÁNGNA". Norska Dagblaðið birti fréttina þegar á laugardag með striðsletri á forsíðu: „To ambassadörer i islandsk gisseldrama — DESPERAT POLl- TIKER TRUER STORMAKTENE". Viðbrögðin frá Washington komu um hádegi laugardags. að íslenskum tima. Bandarikjaforseti lýsti yfir áhyggjunt sínum, að slíkir atburðir gerðust í lýðræðisrikjum. hliðhollum Banda- ríkjunum. Hann kvað þó þjóð sina ekki líða slíka árás á sérlega sendiherra hennar og aðgerða mætti vænta af hálfu bandariskra yfirvalda ef málið leystist ekki innan tíðar. Viðbrögð frá Moskvu voru hins vegar lO Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.