Vikan


Vikan - 05.06.1980, Page 15

Vikan - 05.06.1980, Page 15
Litið inn í höggmyndadeild Myndlistaskólans í Reykjavík Kroppamir jjórir hér á síðunni voru mótaðir í eilífri mynd af fjórum námsmönnum í höggmyndalistardeild Myndlista- skólans í Reykjavík. Nakinn mannslíkaminn var hafður til fyrirmyndar, líkt og við önnur verkefni í höggmyndadeild. Lesendur sjá vœntanlega að fyrirsœtan var í Öllum tilfellum hin sama. Eilíföarefnið, sem þessar höggmyndir voru endanlega mótaðar í, er steinsteypa. Reyndar getur að líta frummynd úr pípuleir hér til hægri, en steinsteypumyndin stendur frammi á gangi í húsnœði Myndlistaskólans við Rauðarár- stíg. Sú sem gerði þessa pípuleirmynd heitir Margrét Hjálmarsdóttir. Þeir verðandi listamenn, sem unnu stein- steypumyndirnar þrjár hér neðst á síðunni, heita (miðað við stytturnar frá vinstri): Katrín Bílddal, Ingigerður Baldurs- dóttir og Hanna Jensdóttir. Hún Margrét Hjálmarsdóttir, sem sést á síðunni til vinstri, heggur þarna í svonefndan kúnststein, sem er blanda úr sementi, rauðamöl og vikri. Margrét notar skíðagleraugu tilað hlífa augunum við steinflisum. 21. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.