Vikan


Vikan - 05.06.1980, Side 20

Vikan - 05.06.1980, Side 20
Framhaldssaga Copyright 1979 hy A very Corman. Þú ert búinn að vera, ég er búinn að vera, við erum öll búin að vera. Sá gamli er búinn að selja fyrirtækið. Þú færð tveggja vikna frest og mátt nota þessa skrifstofu út vikuna til að finna þér aðra atvinnu. Skál í botn. Ted hafði áhyggjur allan daginn. Yrði þaðáfall fyrir Billy ef hún stæði við orð sín og hyrfi aftur á brott? Mundi honum finnast hann svikinn? Hvaða rétt hafði hún til að vaða svona inn á þá? Sennilega hafði hún lögin sin megin. Hann fór I hió til að róa taugarnar. skoðaði í búðarglugga og var kominn að hótelinu tæpum klukkutima á undan áætlun. Hann beið i anddyrinu. Jóhanna birtist með Billy rétt fyrir sex. Drengurinn virtist þreyttur eftir daginn en alsæll. —Sjáðu pabbi. sagði hann og sýndi Ted öskju meðgúmmíköllum. —Gúmmíkallar, sem geta ekki dottið. —Gúmmíkallar. —Mamrna keypti þá handa mér. Jóhanna virti Billy lengi fyrir sér og lokaði svo augunum eins og þessi sjón væri henni ofviða. —Ég sé þig seinna. Billy. sagði hún og faðmaði hann að sér. — Vertu nú góður strákur. —Sé þig mamma. Þakka þér fyrir kallana. Hún sneri sér við og gekk að lyftunni án þess aðlita til baka. Svo að Jóhanna Kramer hafði hvorki komið til New York til að ræna syni sínum né sættast við bónda sinn. Hún var bara á leið til foreldra sinna og stansaði I einn dag til að hitta Billy. For- eldrar hennar sögðu honum seinna að hún hefði dvalið hjá þeim i einn dag og síðan haldið áfram til Kaliforniu. Alveg eins og hún sagði. Jóhanna gat greinilega ekki hugsað sér að ferðast alla þessa leið án þess að sjá son sinn. En lengra vildihún heldurekki ganga. Drengurinn eyddi kvöldinu ‘án nokkurs sýnilegs óróleika. Börn hafa ótrúlega hæfileika til að taka heiminum eins og hann er. Mamma var hérna. Mantma var farin. Himinninn er blár. Fólk borðar humar. Mamma var farin. Pabbi var hérna. Hann hafði fengið gúmmikalla. Gúmmikalla sem ultu ekki um koll. —Skemmtirðu þér vel? spurði Ted varfærnislega. —Já, mjög vel. Saknarðu mömmu líka? En Ted spurði þessarar spurningar ekki upphátt. Ted Kramer var konu sinni gramur fyrir að hafa gerst boðflenna i vel skipulögðu lifi hans og tilfinningum. Það dró úr honum kjark að sjá hana. Einu sinni hafði hann verið kvæntur fallegustu stúlkunni i samkvæminu. einhvern veginn slapp hún i burtu og nú var samkvæmið orðið leiðinlegt. Thelma kallaði þá gerð af félagslífi sem þau stunduðu „framhaldstengsl". Einn á fætur öðrum. innantómt. enginn staldraði lengi við. Ted hafði náð lengst af öllum þeirra vinum í nánum kynnum en það voru mánuðirnir tveir með lög- fræðingnum Phyllis. Thelma sagði að þau væru öll brennd börn. C'harlie fullyrti að hann stæði nú á hápunkti lífsins, Larry var enn á kafi í helgar- ævintýrum. Ted stóð einn laugardaginn á leikvellinum og rólaði Billy við hliðina á Thelmu sem rólaði Kim. Næsta laugar- dag var það Charlie sem rólaði Kim við hlið Teds. Charlie og Thelma voru nú löglega skilin. Þau höfðu bæði haldið það hátiðiegt með þvi að bjóða Ted i mat sitt hvort kvöldið. ósköp gleðivana hátiðarináltíð. — Heldurðu að þú giftist nokkurn tímann aftur? spurði Charlie þar sem þeir stóðu skjálfandi á leikvellinum meðan börn þeirra léku sér í snjónum. —Ég veit það svei mér ekki. Þar sem ég hef barnið er ég víst ekki það sem kallað er á auglýsingamáli útgengileg vara. —Ég hef verið að hugsa. . . hvað ef ég Gardena tengi og úðarar f'/ V'” ' ? '\ ; ^ ii ‘V >* * * AE.A3KA BREIÐKDtTI VSTEKKJARBAKKA. 109 REYKJAVÍK 20 VlKan 23. tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.