Vikan


Vikan - 05.06.1980, Síða 21

Vikan - 05.06.1980, Síða 21
Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir Áttundi hluti —Ég veit það. En hugsaðu um peningana. Ég þyrfti að fylla upp i marg- ar holur til aðstanda undir því. Thelma hafði sín eigin sjónarmið um giftingu í annað sinn. Hún skaut þeim inn i algjörar hríðskotasamræður. frá sjónvarpinu bárust glefsur úr Stundinni okkar og i svefnherbergi Billys æpti Óskar fýldi af grammófónplötu að hann elskaði drasl. á meðan börnin léku sér í feluleik um alla ibúðina. — Í fyrsta skiptið giftistu vegna þess að þú ert ástfanginn. Í annað skipti veistu að ástin er bara uppfinning skáldanna og giftist af einhverjum öðrum ástæðum. —Bíddu. sagði hann. Billy og Kim. Skrúfið niður i Öskari fýlda og sjálfum ykkur í leiðinni. —Svo. . . að seinna hjónabandið er raunverulega til að staðfesta að þinn eigin lifsmáti eða sjónarmið voru það einarétta. í fyrsta skiptiðer það mamnia þin sem þú giftist. —Ég vissi það ekki, Thelma. Ég held að þú ættir nú ekki að láta það fréttast. —En i seinna skiptið giftistu sjálfum þér. — Mér léttir stórlega. Þá er ég sem sagt þegargiftur. Það var Larry sem kúventi eftir áralöng hlaup. Hann ætlaði að kvænast Ellen Fried. 29 ára gömlum grunnskóla kennara. Larry hafði kynnst henni á Fire Island og hitt hana af og til siðan á meðan hann gerði hosur sínar grænar fyrir öðrum konum eins og hans var háttur. En nú hafði hann ákveðið að leggja stúlkubilnum sínum fyrir fullt og allt. Ted hafði hitt Ellen nokkrum sinnum og tók eftir að hún hafði róandi áhrif á Larry. Henni lá lágt rómur. hún var fábrotnari og virðulegri en þær konur sem Larry lagði venjulega lag sitt við. Brúðkaupsveislan var haldin i lítilli svítu á Plaza hótelinu. Þau buðu aðeins nokkrum vinum og nánasta skylduliði. sem í þessu tilfellinu voru börn Larrys af fyrra hjónabandi. 14 ára stúlka og 16 ára drengur. Ted mundi eftir þeim sem smábörnum og varð hugsað til þess hve timinn leið hratt. Hann hafði einu sinni heyrt konu á bekk í skemmtigarði segja við Thelmu: yrði gleymd og grafin. Konan sagðist hafa heyrt þetta í sjónvarpsumræðum. —Þau skynja minningarnar en muna ekki greinilega eftir neinu. Kannski man barnið þitt ekki cftir neinu af .því sem gerst hefur í dag. Þennan dag hafði annað barn lamið Biílyi höfuðið meðstálvörubíl. —Þá er hann heppinn, sagði Ted. Þeim fannst þetta fyndið. En seinna hafði Ted áhyggjur af því sem Billy mundi raunverulega muna. Og þegar hann yrði eldri. kæmist á aldur við börn Larrys og yxi úr grasi, hvaða áhrif hafði hann þá haft á son sinn? — Billy, veistu hvað pabbi gerir? —Þú hefur vinnu. —Já. en hvernig vinnu? -tÁ skrifstofu. I-Uþað er rétt. Þú hefur séð auglýsingar í timaritum. Ég fæ fyrirtæki til að láta svona auglýsingar i tímarit. Skyndilega fannst Ted það afar mikilvægt að gera Billy grein fyrir stöðu sinni. —Langar þig til að sjá skrifstofuna mina? Viltu sjá hvar ég vinn? —Auðvitað. —Mig langar til að sýna þér það. Næsta laugardag fór Ted með Billy til skrifstofu sinnar á Madison Avenue og 57. stræti. í anddyrinu stóð einkennis- klæddur dyravörður og Billy virtist hræddur þangað til Ted dró upp kort sem veitti þeim aðgang að byggingunni. Stóri pabbi gat talið sér það til tekna. hann var ekki hræddur. Skrifstofurnar voru lokaðar. Ted opnaði útidyrnar með lykli og kveikti Ijós. Langir gangarnir voru barninu hið mesta völundarhús. Ted leiddi hann aðskrifstofunni sinni. —Sjáðu. þarna stendur nafnið mitt. —Þetta er lika nafnið mitt, Kramer. Hann opnaði dyrnar og leiddi Billy inn. Skrifstofan var á 14. hæð. og úr glugganum sást í austur og vestur yfir 57. götu. —Ó, pabbi, þetta er svo hátt! En hvað þetta erfallegt. Billy þrýsti andlitinu að rúður.ni. Svo settist hann í stól föður sins og sneri sér i hringi. —'Mér geðjast vel að skrifstofunni þinni. |pabbi. mer gegn Kramer giftist nú aftur, eignast barn, skil aftur og verð að borga tvöfalt barnameðlag? —Charlie. allar þessar efasemdir eru þýðingarlausar. Þú geturekki haft þetta sem ástæðu til að kvænast ekki. —Þetta skiptir svo litlu ntáli. Þau muna ekki eftir neinu sem gerist innan við fimm ára aldur. Ted var henni ósammála. hann vildi ekki samþykkja að öll umhyggja hans — Þakka þér fyrir. félagi. Félagi ntinn. Billy hafði sýnt öll þau litíll drengur sem-lítur-upp-til-pabba-síns viðbrögð sem Ted hafði búist við. Billy var félagi hans. Hann hafði verið Ted stöðugur félagsskapur alla þessa mánuði. Kannski myndi hann ekki allt um ftiður sinn frá þessu tímabili. Kannski var honum líka sama. Það var sársaukafull tilhugsun fyrir Ted. En þeir höfðu lifað saman erfiða tíma. Þeir voru banda- menn. Ég verð alltaf tilbúinn til að hjálpa þér. Billy. Alltaf. —Það er bara eitt sem mér finnst ekki fallegt hérna. pabbi. Myndirnar. Veggirnir voru þaktir gömlurn for- siðunt af timaritum. — Þú æt(ir heldur að hafa myndir af sebradýrúm. - Af hverju teiknarðu ekki nokkrar fyrir mig? Svo hengi ég þær upp. Barnið teiknaði nokkur vansköpuð. röndótt dýr á blað og pabbinn hengdi það upp. Foreldrar Jóhönnu komu frá Boston. Sú reiði sem hann hafði orðið var við i garð Jóhönnu síðast þegar þau komu hafði breyst i hryggð. — Þetta er svei mér athyglisvert. sagði Harriet við hann þegar Billy var hvergi nærstaddur. — Afi og amma sjá barnið oftar en móðirin. Ted gat sér þess til að þau hefðu vonað að Jóhanna væri að koma alkomin en ekki bara skotferð á leið til Kaliforníu. Hvaðgerir hún þar? Égá við, hvernig sér hún fyrir sér? —Veistu þaðekki? —Ég veit ekkert um líf hennar. Harriet. a/|1s ekkert. — Hún vinnur fyrir Hertz. Hún er ein af þessum stúlkum sem brosa fallega og leigja þér bíl. —Jæja? —Hún yfirgaf fjölskyldu sina. barnið sitt. til að fara til Kaliforniu og leigja bila. sagði Harriet. Ted var nokkuð sama um hversu óvirðulegt starfið var i augunt Harriet. Hugur hans dvaldi lengur við allan þann fjölda karlmanna sent Jóhanna hlaut að hitta í gegnum þetta sama starf. —Hún spjarar sig á eigin spýtur. segir hún. Svo leikur hún lika tennis, sagði Sam. En það var engin sannfæring i röddinni, fremur eins og hann væri að verja gerðir dóttur sinnar fyrir sjálfum sér. —Þó það nú væri, sagði Ted. —Já. Hún varð þriðja i einhverri keppni. En það var engin hrifning í röddinni. föður hennar virtist ekki þykja þetta nægilegt til aðafsaka brottför hennar. Ted stakk upp á að þau borðuðu öll saman um kvöldið. i fyrsta skipti -eftir skilnaðinn. og þau samþykktu. Þau fóru á kínverskt veitingahús og Sam vann baráttuna um hver skyldi borga á þeint forsendum að hann væri eldri. — Mér datt svolitið arðvænlegt i hug. 23. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.