Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 23
— Ég vinn við auglýsingar.
— Ja hérna. Ertu giftur?
— Fráskilinn. Égá einn son. En þú?
— Ég á þrjú börn. Ég giftist Dottie
McCarthy. Manstu ekki eftir henni?
— Vist man ég eftir henni, Frankie.
Og manstu ekki eftir þvi að við slógumst
einu sinni? Ég flæktist i jakkanum
minum og þú lamdir mig eins og
harðfisk.
Ted hafði verið niu ára og þessi slags-
mál voru honum ógleymanleg. Hann
hafði orðið sér til athlægis, hörfað
undan höggunum þar sem hann gat
ekkert séð. Hann gleymdi aldrei þessari
skömm. Slagsmál sem töpuðust af þvi að
jakkinn váfðist utan um hausinn á
honum.
— Slagsmál? Milli okkar?
— Manstu ekki eftir þeim?
— Nei. Hver vann?
— Þú.
— Jæja, það var leiðinlegt.
Paradís tvö og þrjú. Er það ekki synd?
-Jú.
Þeir stóðu þarna tvistigandi.
— Teddy, mikið var gaman að hitta
þig. Komdu við á barnum ef þú átt leið
um nágrennið. Ég kem til vinnu klukkan
fimrn á daginn.
— Þakka þér fyrir. Frankie. Við
sjáumstseinna.
Hann langaði ekki til að halda upp á
feriugsafmælið með þvi að fá sér drykk á
Gilligansbar þar sem hann hafði aldrei
komið. i hverfi þar sem fátt minnti
lengur á gömlu æskustöðvarnar. Hann
skálaði fyrir sjálfum sér i koníaki eftir að
Billy var farinn að sofa. Til hamingju
með fertugsafmælið, gamli minn. En
innra með sér þráði hann helst að hverfa
aftur til þeirra afmælisdaga er' hann sat
við útvarpstækið. hlustaði á barna-
timann ogsötraði heitt súkkulaði.
TÓLFTI KAFLI
Jim O'Connor hringdi til Teds og bað
hann að finna sig á skrifstofu sinni.
Þegar hann kom inn sat O'Connor við
skrifborðið sitt með flösku af viskíi fyrir
framan sig og tvö glös. Klukkan var 9.30
að morgni.
— Drykkurinn er á kostnað fyrir-
tækisins.
— Hvaðgengurá?
— Þú ert búinn að vera, Ted.
— Hvað?
— Þú ert búinn að vera, ég er búinn
að vera, við erum öll búin að vera. Sá
gamli er búinn að selja fyrirtækið. Þú
færð tveggja vikna frest og mátt nota
þessa skrifstofu út vikuna til að finna þér
aðra atvinnu. Skál i botn.
Ted hellti sér í glas. Það fór um hann
hrollur en annars hafði viskíið litil áhrif.
Hann hefði eins getað hellt þvi i þerri-
pappír.
— Er hann búinn að selja fyrirtækið?
Hver keypti?
— Keðjufyrirtæki í Houston. Þeir
álíta að þar sé framtiðarmarkaðurinn'
fyrir sumarleyfi og tómstundagaman.
Þeir keyptu nöfn timaritanna af gamla
manninunt og ætla alveg að skipta um
starfsfólk. Þar sem við erum ekki
kunnugir í Suðurrikjunum er ekki
lengur þörf fyrir okkur.
— En við kunnum tökin á þessari
vinnu.
— Þeir vilja ráða sitt eigið fólk. Við
erum atvinnulausir.
Starfsfólkið á vinnumiðlunarskrifstof-
unum var frekar uppörvandi við Ted.
En hann vissi sjálfur að kunnátta hans
var á sliku sérsviði að möguleikar hans á
nýju starfi voru ekki niiklir. Hann komst
að því að þrír staðir koniu til greina en
öll þau fyrirtæki buðu lægra kaup en
hann hafði haft. Hann gat ekki séð
hvernig hann átti að fara að því að lifa ef
hann tæki svona boði. Hann fór samt i
viðtöl, en fremur til að æfa sig fyrir
frekari atvinnuleit. Og atvinnuleitin tók
svo sannarlega á taugar manns sem varð
að flýta sér að fá vinnu áður er. - nn
þyrfti að játa það fyrir vinum og vai...a
mönnum að hann hefði misst þá gömlu.
Dagar liðu án þess að annað gerðist en
það að hann var sendur manna á milli i
fyrirtækjunum. Hann sótti um atvinnu
leysisbætur. Hann fór með bók með sér
á vinnumiðlunarskrifstofurnar svo hann
þyrfti ekki að sitja og stara á veggina á
meðan hann beið. Þriðju vikuna sem
hann var atvinnulaus var jafnvel viðtöl-
unum farið að fækka. Og fostudag |
nokkurn |x;gar hann hafði engu að sinna i
nenia biða eftir sunnudeginum og at- í
vinnuauglýsingum sunnudagsblaðanna |
ákvað hann að fara frekar með Ettu og
tíilly á leikvöllinn en i bíó eða eyða
deginum í lestur. Og |iað rann upp fyrir
honum að hann átti í enn meiri erfið-
leikum en hann hafði gert sér grein fyrir.
Hann reyndi að verjast tómleikatil-
finningunni með þvi að gera það að átta
tima starfsdegi að leita að atvinnu.
Hann fór snemma á fælur og klæddi sig
eins og hann væri á leið til vinnu. Hann
fór niður í bæ og notaði bókasafnið á 42.
götu sem skrifstofu. Hann notaði
almenningssímann þar til að hringja og
spyrjast fyrir og las á milli þess sem
Býður upp á heitan og kaldan mat fyrir árshátíðir, gift
ingar-, fermingarveislur og þorrablót.
Seljum kalt borö
Þríréttaða máltíð
Snittur
Vinsamlegast hringið og reynið viðskiptin.
Símar: 86880 og 85090.
ir, gift- mr
VACNHÖFDA 11 REYKJAVÍK
SlMAR 86880 og 85090
23. tbl. Vikan 23