Vikan


Vikan - 05.06.1980, Síða 27

Vikan - 05.06.1980, Síða 27
flýtir fyrir rotnun og góðri moldar- nryndun. Mjög er erfitt að gefa algildar leiðbeiningar um blöndun áburðar og jarðvegs svo að einhlitt sé. Menn þurfa að skoða blönduna og velta henni á milli fingra sér, dæma hana eftir samloðun korna ásamt fleiru. Ekki er sopið kálið þótt i ausuna sé kornið. Þótt búið sé að blanda saman áburði og mold er langt frá því að allt sé fengið með þvi. Blandan þarf að jafna sig og síga, og svo þarf að bylta henni nokkrum sinnum ef vel á að vera. Af þeim sökum eiga menn sem eru að undirbúa nýjar lóðir undir garða á þessu vori að láta sér nægja að tyrfa eða sá grasfræi i þá reiti. þar sem grasflatir eiga að vera. en biða með að setja niður tré og runna til næsta vors. Þar sem slíkur gróður á að standa ætti að stinga upp moldina nokkrum sinnum um sumarið og jafnvel bæta áburði i hana. Það er síður en svo timatöf að þvi að fresta gróðursetningu trjáa og runna um eitt ár, ef jarðvegurinn er bættur á meðan. Vöxtur trjánna verður margfalt hraðari en ella með þessum hætti. Bráðlæti er aldrei til flýtisauka en oft til tafar og aukins erfiðis. Alltof viða má sjá merki þess að undir búningur garða hefur verið vanræktur í upphafi. Mold hefur sigið svo að yfir borð garðsins er miklu lægra en vera ætti. Ennfremur lækkar yfirborðið smám saman ef illgresi og mold, sem við það loðir. er fleygt i öskutunnur. Þá er oft mjög áberandi að menn vanrækja að bera áburð i gamla garða. Þegar mold er fleygt minnkar frjósemin smám saman og vöxturinn um leið. En úr þessu er litill vandi að bæta. Góð regla er að setja allt illgresi og trjá- lauf i haug á afviknum stað, láta það fúna og grotna niður og dreifa þvi siðar yfir garðinn á ný. Og noti menn hús- dýraáburð öðru hvoru viðhelst frjósemin vel og sigs verður síður vart. Mjög er auðvelt að sjá hvort áburðar sé þörf í garðana. ef menn beita athyglis- gáfu sinni. Endasprotar lauftrjáa eru besta kennimerkið i þessu tilviki. Ef þeir eru grannir og undir meðallagi að gild- leika er áburðar vant. Á barrtrjám má taka mark á lengd og mýkt yngstu nál- anna. Stuttar nálar benda til vannæringar. Þótt hér hafi aðeins verið rætt um húsdýraáburð skyldi þvi ekki gleynit. að mikið gagn má hafa af tilbúnum áburði þegar góð rækt er komin í moldina. Til eru margar gerðir af honum og munu þær hagkvæmastar sem hafa tiltölulega mikið nítritmagn. Vilji ntenn vera öruggir um. að engra snefilefna sé vant i jarðveginn. er best að nota þær tegundir áburðar, sem innihalda þessi efni. Ágæt regla eða vani er að nota til- búinn áburð 3 ár i röð en góðan skammt af húsdýraáburði fjórða hvert. Sé svo að farið verður varla skortur á snefilefnum. þau fylgja húsdýraáburðinum. Á síðari áratugum hefur húsakostur lslendinga tekið ótrúlegum framförum. Mjög víða prýða fallegir garðar umhverfi húsa, en þvi miður skortir enn á að nóg sé að gert. Einkum hefur verið vanrækt að laga lóðir við fjölbýlishús og opinberar byggingar. Úr þessu þarf og verður að bæta. Mjög gæti það flýtt fyrir allri garðrækt í þéttbýli og sparað mörgum ómak og fyrirhöfn, ef sveitar félögin og bæjarstjórnir kæmu upp „moldarbönkum", jarðvegshaug með góðri groðrarmold og öðrum með fyllingarefni, sem fólk gæti sótt efni i. Reykjavíkurborg hefur komið upp visi að moldarbanka, en sennilega er það tinsdæmi enn. Moldarbanka er ekki hægt að reka án þess að hafa blöndunar- vélar og moldarkvarnir, góða aðstöðu til að láta moldina gerjast og grotna. þannig að menn gætu treyst þvi að fá frjóa og gljúpa mold. hvenær sem á þarf að halda. Að lokum aðeins þetta: Garður og umhverfi húss er spegilmynd af hús- ráðendum. Fallegir garðar bera þeim gott vitni cn illa hirtir hið gagnstæða og þó verst þegar mikið er borið i húsin sjálf. 23. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.