Vikan


Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 35

Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 35
anum sjálfum, en hann stóð hér a.m.k. þegar ég tók við húsinu árið 1912... — Stórkostlegt! hrópaði ég, — stórkostlegt að standa frammi fyrir rúminu sem sjálfur Shakespeare svaf í. — Jamm, samsinnti sá gamli — það er alla vega vel tveggja shillinga virði. Ég skildi sneiðina og rétti gamla manninum fjóra shillinga. — Og hér hér, sagði Webster gamli um leið og hann rölti inn í lítið eldhús við hliðina á herberginu, — hér hefur Shakespeare meðtekið sínar einföldu máltíðir. — Að hugsa sér, sagði Maríanna. — Stórkostlegt, sagði ég. Webster gamli benti með stafnum á gamlan ísskáp sem stóð í horni við eldavélina. — Ég keypti sjálfur kæliskáp- inn, sagði hann, — hann var hér ekki þegar ég tók við húsinu árið 1912 af ekkju Ernie Peacock gamla. Hann teygði sig eftir gamalli brotinni leirskál. — En af þessari hérna, sagði hann og lét skálina frá sér á ekki of hreint eldhúsborðið, — af þessari hefur Shakespeare marg- sinnis neytt matar síns. Við gláptum steinrunnin á skálina sem einhvern tíma hafði haft bláa rönd. Webster gamli fylgdist spenntur með viðbrögðum okkar. Að hugsa sér að hann hafi borðað af svona fati, sagði Maríanna. — Og hvorki með hníf né gaffli, sagði Webster gamli af sannfæringu. — Stórkostlegt, sagði ég. Webster gamli ýtti gamalli leirkrús yfir til okkar. — Og úr þessari hefur hann drukkið. Haldið er að vísu dottið af en það er hægt að sjá hvar það var. Við litum í kringum okkur, svona til þess að aðgæta hvort eitthvað fleira áhugavert gæti leynst þarna. — Um þessar dyr hefur hann gengið mörgum sinnum — þetta ergömul hurð... Við fórum aftur fram í forstofu. Arm í arm á gömlum hægindastóli var strengdur trosnaður kaðall til þess að fólk settist ekki í stólinn. Þar hafði Shakespeare setið. Égfékk hugmynd. — Má ég fá mér sæti í stólnum? spurði ég ákafur. Sá gamli kipptist við. Augljóslega hafði enginn gerst svo djarfur að spyrja um slíkt fyrr. Mér fannst hins vegar að það yrði mér til framdráttar að geta sagt frá því heima að ég hefði setið í nákvæmlega sama stólnum og Shakespeare hefði setið í, svo ég stakk pundseðli í lófann á þeim gamla, sem lét undan og leysti kaðalinn af stólnum. Ég settist og ruggaði stólnum svolítið. — Stórkostlegt! hrópaði Marí- anna. í sannleika sagt var hús Shakespeares í bænum Appledale í Hertfordshire mikil og óvænt upplifun. Því miður tók ég eftir því, þegar við vorum komin dálítinn spotta út fyrir bæinn, að ég hafði gleymt hattinum mínum á eldhúsborðinu í húsi Shakespeares og sneri því við. Það kom enginn til dyra svo ég fór að leita að Webster gamla. Ég fann hann bak við húsið. Hann var að ganga að hundakofa úti í garðinum. Á móti honum kom gamall háfættur setter- hundur. — Shakespeare! Shakespeare kallinn!! Matur!! Þýð.: hp Skop 23. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.