Vikan - 05.06.1980, Side 38
Vikan og Neytendasamtökin
Þaö er ekkert leyndarmál, aö
fallegar umbúðir hafa þó nokkur
áhrif á okkur, þegar við stöndum í
versluninni og veltum fyrir okkur
hvaðskal ofan í innkaupavagninn.
Ósnyrtilegar umbúðir, klaufalega
lagaðar og illa merktar höfða
sannarlega ekki til neytandans.
Þó kann vel að vera, að innihaldið
í súpupakkanum, sem blátt áfram
er Ijótur, sé margfalt lystugra en
innihaldið í skrautlega súpu-
pakkanum við hliðina. Það er þvi
til mikils að vinna fyrir fram-
leiðendur að fá vöru sina setta i
álitlegar umbúðir.
Það er margt sem þarf að taka
tillit til varðandi umbúðir. Þær
þurfa að vera ódýrar svo verð
vörunnar hækki ekki mikið þeirra
vegna. Þær verða að þola núning
og alla vega misjafna meðferð.
Þær verða að vera vörn gegn
bakteríum og svona mætti lengi
telja. Eins skiptir það miklu máli,
að umbúðir séu þannig gerðar, að
auðvelt sé að pakka vörunni og
þær fari vel í búöarhillunum. Einnig
verða umbúöirnar að vera fyrir
augað, svo neytandinn freistist til
að taka vöruna í körfuna. Frá
sjónarhóli neytandans er það
mikill kostur, að á umþúðunum
megi sjá innihaldið og að auðvelt
sé að opna umbúðirnar. Svo
viljum við að umbúðirnar taki
sem minnst pláss í sorpfötunni og
auðvelt sé að eyða þeim i sorp-
eyðingarstöðvum eða á annan hátt.
Það er þvi ekkert gamanmál að
þóknast öllum þessum sjónar-
miðum. Umbúðahönnuðir þykjast
sjálfsagt leggja sig alla fram en
einhvern veginn tekst þeim þó oft
ansi illa að þóknast okkur neyt-
endum.
Kannast ekki allir t.d. við þá
stöðu sem upp getur komið i
eldhúsinu, þegar ekki virðist
nokkur vegur að komast að inni-
haldinu i sardínudósinni?
Lykillinn, sem átti aðfylgja, löngu
horfinn og aldeilis ómögulegt að
koma við dósahníf. Það endar
oftast með, að hamar og beittur
hnífur er tekið fram og eftir góða
stund glittir í innihaldið — en þaö
er eins víst að áður en hægt er að
njóta þess, séum við búin að sulla
og sóða allt út i kringum okkur.
Eru það við, sem
umbúðahönnuðir
hafa í huga?
Umbúðir þeirrar vöru sem neytendur fá í hendur
frá framleiðendum verða að uppfylla margvíslegar
kröfur. Það er ekki bara vegna okkar neytenda
sem hönnuðirnir leggja heilann i bleyti. Við
skulum aðeins velta þessu máli fyrir okkur.
38 Vikan 23. tbl.