Vikan


Vikan - 05.06.1980, Síða 46

Vikan - 05.06.1980, Síða 46
Fjölskyldumál Guöfinna Eydal Hvenær eiga börn og ungbarn getur ekki haldið aftur af sér. Sntám sanian þróast hins vegar og þroskast tauga- og vöðvakerfi barnsins. og við 3ja til 4ra ára aldur getur barnið haft stjórn á þvaglátum sinum. Þvaglát eru þá undir stjórn sjálfráða taugakerfisins og nierkir það hreinlega að viijinn getur haft áhrif á þvaglát. I sambandi við þetta er hins vegar nijög mikilvægt að benda á að börn geta ekki einungis hætt að pissa á sig með því að taugakerfi þeirra hefur þróast. Það er algjört skilyrði fyrir þvi að börn geti haldið sér þurrum að þau hafi vissan skilning á því sem gerist. Barnið verður að geta hugsað um athöfnina að pissa. innra með sér — það verður að hafa nokkurs konar innri mynd af hvenær. hvers vegna og hvernig athöfnin að pissa gengur fyrir sig. Til þess þarf barnið að hafa náð vissunt vitsmunalegum þroska og vera orðið 2ja 3ja ára. Þá getur það fvrst byrjað að tengja hlutina saman. Það er þvi óumræðilega miklu auðveldara að venja barn af sem er 2 l/2-3ja ára cn 1-1 1/2 árs barn. Tveggja til þriggja ára barn getur skilið að vissu marki til hvers er ætlast af því. gengist upp í því að takast á við athöfnina. Það tekur einnig yfirleitt mjög skamman tíma að Hvenær er eðlilegt að börn hætti að pissa á sig? Þetta er spurning sem margir foreldrar velta fyrir sér og spyrja. Flestir foreldrar óska þess að börn verði ..þurr" snemma — allavega yfir daginn. þar sem það er óneitanlega erfitt að hafa börn með bleyju. Á lslandi er það líka erfiðara en í mörgum öðrum löndum vegna þess að pappírsbleyjur eru það dýrar hér að fáir hafa efni á að kaupa þær að staðaldri. Það er ntun erfiðara að hafa börn með bleyju þegar þvottastúss bætist ofan á. og ekki sist þess vegna er skiljanlegt að margir foreldrar velti þessu máli fyrir sér. Það er nrjög mikill munur á því hvað börn eru gömul þegar þau hætta að pissa á sig. Langalgengast er þó að börn séu orðin þurr á daginn við þriggja ára aidur. Flest verða þurr heldur seinna á næturnar. Þetta sýna rannsóknir frá ótalmörgunr löndunr. Margar rannsóknir sýna einnig að nrörg stærri börn, ca á aldrinunr 6-16 ára, eiga erfitt rneð að halda sér þurr um yfir nóttina enda þótt þau geti það á daginn. Á Islandi eru ekki til tölur yfir þetta en í Noregi er talað um að hér unr bil 40.000-50.000 börn á aldrinum sex til sextán ára pissi á sig á næturnar. Ef Noregur. senr er unr það bil átján sinnunr stærri en Island lca 4 milljónir íbúa), er borinn saman við Island i þessu tilliti mætti ætla að um það bil 2500 islensk börn á þessum aldri pissuðu á sig á næturnar. Það að hætta að pissa a sig? heyrist hins vegar oft lítið um þessi börn. og bæði börnin sjálf og foreldr- arnir halda gjarnan að þau eigi ein við þetta vandamál að etja. Börnin sem eiga hlut að nráli verða oft fyrir miklu aðkasti. bæði heima fyrir nreðal annarra systkina og hjá vinum og skólafélögum. Hvenær á að byrja að venja börn af? Það er mikið nretnaðarnrál fyrir nrarga foreldra að börnin verði snemma vanin af. Margir reyna því að byrja snenrnra að þjálfa börnin annað- hvort með þvi að halda þeinr eða nreð þvi að setja þau á kopp í von unr að eitthvað sýni sig. Það er ekki óalgengt að foreldrar byrji á þessari þjálfun fyrir eins árs aldur. Margir halda því fram að það reynist auðvelt að byrja að þjálfa börn snemma i þvi að verða þurr. Hinir eru þó fleiri senr láta vonbrigði í ljós. I þvi sambandi er bæði talað um að það reynist tínrafrekt og erfitt að venja börnin snemma af og ef það síðan tekst, að börnin byrji gjarnan að pissa á sig aftur. Ungbarn hefur ekki stjórn á blöðr unni. hún tæmist þegar blaðran hefur fyllst að vissu marki og þegar þrýstingurinn er kominn yfir visst stig. Þetta viðbragð ungviðis er ómeðvitað 46 Vikan 23. tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.