Vikan


Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 50

Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 50
 Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran Sálrænn maður málar 6000 málverk eftir látna meistara Sá maður sem mesta athygli hefur vakið fyrir sálræna hæfileika á Bretlandi um langt skeið er frábær brasiliskur mið- ill, Luiz Gasparetto að nafni. Nýlega var á fundi Breska spiritistasambandsins sýnd kvikmynd. af Gasparetto þar sern hann sést mála myndir með greinileg- um stíleinkennum frægustu meistara málaralistarinnar, þeirra sem látnir eru. Þar má nefna Picasso. Renoir, Tou- louse-Lautrec. Gauguin, Modigliani. Van Gogh, Rembrant, Tissot. Manet. Monet og Matisse. Kynnir þessarar kvikmyndar var blaðamaðurinn Elsie Dubugras, sem skýrði frá því að síðustu sex árin hefðu birst 6000 málverk fyrir miðilsgáfu Luiz Gasparettos. Þessi mál- verk málar miðillinn undir andlegum áhrifum með svo miklum flýti að hann er aðeins nokkrar minútur að Ijúka sumuni þeirra og öðrum lýkur hann á nokkrum sekúndum. Þótt miðillinn vinni þessi furðuverk með slíkum ofsa- hraða og i hálfdimmu þá bregst aldrei að hann finnur ævinlega réttu litina sem hann beitir hverju sinni. Blaðamaðurinn Elsie Dubugras skýrði fundinunt frá þvi hvernig hún hefði komist á slóð Luiz Gasparettos. Þegar þetta er skrifað (i maí) á Sálar- rannsóknafélag Islands von á merkileg- um miðli frá Englandi. sem hér kemur við sögu, en það er hinn sálræni lista- maður Coral Polge. sem hefur þann hæfileika að geta málað myndir eða teiknað af þeim sern leita sambands að handan. Árið 1974 fékk Elsie Dubugras einka fund hjá frú Polge. Á þeim fundi teikn aði hún sex myndir. Ein þeirra var af gamalli konu. Coral heyrði og sagði frá þvi að nafn hinnar látnu veru væri God win. En það var einmitt skímarnafn móðurömmu Elsie. Þegar Elsie hvarf aftur til Brasilíu (þar sem hún á heimal fann hún fjölskyldu albúm. Meðal gamalla fölnaðra mynda fann hún þar eina sem minnti hana þegar í stað á eina þeirra mynda sem C'oral Polge hafði teiknaðá einkafundin um. Og þar eð Elsie var blaðamaður skrifaði hún grein um málið. Þessi grein var lesin af konu nokkurri sem benti henni á hina furðulegu hæfileika Luiz Gasparettos. Hún fékk nú fund hjá honum. Og á þessum fundi reyndi hún að hjálpa honum með þvi að halda örkinni sem hann málaði á. En krafturinn sem hann beitti var svo mikill að Elsie varð að beita öllu afli sinu til þess að hindra örk- ina i því að fljúga út á gólf. Elsie lýsti framhaldinu með þessum orðum: „Ég reyndi að sjá hvað hann var að mála en átti I erfiðleikum með það sök um þess að Ijósið var svo dauft þarna inni. Ég gat ekki séð hvað þetta var eða litina sem liann notaði. En að nokkrum mínútum liðnum var hann búinn með myndina og kastaði henni á gólfið. Og hann byrjaði hiklaust á annarri mynd. Þriðju myndina gerði hann með vinstri hendi. Svo kontu tvö höfuð — sem voru teiknuö samtímis! Fimmtu myndina gerði hann einnig með báðum höndum og þegar ég fór að fylgjast betur með þessu sá ég mér til stórfurðu að hún var teiknud á hvolji: höfuð vissi niður! Á 40 minútna fundi lauk hann með þessum hætti 16 myndum. Hún skoðaði hverja þeirra mjög vandlega og undr aðist mjög nákvæmni teikningar og pensildrátta, dýpt þeirra og frjálslegar hreyfingar. Jafnvel I myndinni þar sem hann gerði tvö höfuð og annað þeirra á hvolfi skorti ekkert á skýrleik eða neitt annað. Greinilegt var að myndirnar voru mál- aðar í mjög ólíkum stílgerðum. en flestar þeirra voru merktar nöfnum frægra lát- inna meistara málaralistarinnar. svo sem Manet. Renoir. Modigliani og fleiri. Siðan þetta gerðist hefur Luiz gengist undir tilraunafundi með ýmsum visinda- mönnum og eiga þeir enga skýringu utan þá sem hann gefur sjálfur. nl. að hérséu að verki þeir látnu meistarar sem málverkin eru merkt. Ekki var Luiz þó alltaf jafnöruggur um þetta. Þannig þjáðist hann af ógur legum efasemdum um jx;tta fyrir tiu ár- um. Hann tók þá aðefast um sanna mið- ilshæfileika sina. Það hvarflaði nefnilega að honum að ef til vill væri þetta ein- ungis hann sjálfur sem gerði þessar myndir. En ekki hafði þessi hugsun fyrr hvarflað að honum en fram komu eftir- tektarverð áhrif á honum. Hinir látnu meistarar steinhættu ad mála gegnum hann. Hvernig sem hann reyndi var honum með öllu ókleift að framleiða þessar stílhreinu myndir! Aðnókkrum mánuðum liðnum komst Luiz að þeirri niðurstöðu að þessar merkilegu myndir ættu ekki rætur sinar að rekja til listrænna hæfileika hans sjálfs. Og hvað gerðist þá? Jú. hinir látnu meislarar komu aftur til hans og hinir stórkostlegu sálrænu hæjlleikar hans slóöu aftur IJ'ullum blóma. Eins og fram kemur I þessari frásögn vinnur Luiz Gasparetto jafnan i nijög daufu Ijósi þegar hann málar myndir sinar. Það veldur serstökum örðugleik um þegar kvikmyndir eru teknar af hon um I starfi. eins og sú sem lýst var hér að franian. Luiz verður þvi að búa sig sérstaklega undir slikar myndatökur. sökum þeirra sterku Ijósa sem nauðsyn- leg eru við þær. Má segja að þessi undur. sem þessar kvikmyndir hafa nú sannað óvefengjanlega. hafi náð hámarki sinu með því að Luiz málaöi tvö málverk með fólunum! Þegar Luiz Gasparetto gerði þetta kraftaverk var liann til þess klæddur stuttbuxum og studdi sig við stól. í fyrri myndinni birtist andlit — en þad reyndisl vera málaó á hvolfi! Einn rannsóknarmannanna. sem undirbjó þessa kvikmyndatöku. gaf um þetta þessa yfirlýsingu: „Það er með öllu ókleift að sanna hvaðan þessi málverk eru komin. En ég get ekki lagt fram sennilegri skýringu en þá að Luiz sé neyddur til að mála og þeir sem geri það séu þeir sem málverkin eru merkt. Ég leyfi mér að halda þvi fram að það sé með öllu ókleift fyrir nokkurn listamann, lifandi eða látinn. þjálfaðan eða ólærðan. að framleiða málverkin á þeim ógnarhraða sem Luiz gerir." Það er rétt að taka það hér fram að Luiz Gasparetto hefur ekki sýnt neinar tilhneigingar til þess að verða einhvers konar sálræn poppstjarna. þótt honum sé það vitanlega innan handar. Hann hefur alltaf verið reiðubúinn að sýna hæfileika sína þótt aðstæður hafi verið mjög óþægilegar. Þannig voru teknar kvikmyndir af miðilsstarfi hans hjá BBC sjónvarpinu við mjög óhagstæð skilyrði í tveim heimsóknum hans til Lundúna 1978. Þarna varð hann að starfa undir mjög sterkum Ijósum með fullt af ókunnugu fólki i kringum sig og meðal þeirra voru menn sem voru sannfærðir um að liann væri ekkerl annað en svik ari. 50 Vikan 23. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.