Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 63
Umsækjendur með meiri
menntun ganga að öðru jöfnu
fyrir um skólavist. Einnig er
æskilegt að hafa starfað nokkra
mánuði á stofnun þar sem
þroskaheftir dveljast. Umsóknir
skal senda inn eftir auglýsingu
sem birtist árlega í
dagblöðunum.
Þá getur hann ... en
enginn má sjá
Elsku Póstur!
Þetta er i fyrsta skipti sem ég skrifa þér og ég vona að
þú svarir þessu bréfi mínu.
Jæja, það er nefnilega þannig að ég er hrifin af strák og
hef verið lengi. Hann er í sama bekk og ég, ég gæti horft á
hann stundunum saman. Einu sinni bað ég hann að byrja
með mér. Hann hugsaði málið mjög lengi (eina viku), en
þegar ég talaði við hann svo, neitaði hann. Ég varð mjög
sár og er enn.
Stundum eftir þetta hef ég reynt að láta sem minnst á því
bera að ég sé sár ogfer til hans stundum á kvöldin.
Og þá getur hann kysst mig og svoleiðis, en enginn má
sjá. Hann hefur einu sinni komist upp á mig, með mínu
leyfi auðvitað.
Það eru allir að reyna að fá mig til að biðja hann aftur af
þvíað við eigum svo velsaman, en égþoriþað ekki.
Égsef ekki á næturnar, læri ekkert í skólanum, mæti
illa, kem ekki heim fyrr en um miðjar nœtur og svo mætti
lengi telja. Hvað fnnst þér að ég ætti að gera?
Svo vil ég þakka Vikunni allt skemmtilegt, en Pósturinn
er alltaf bestur. Hvað kostar að vera áskrifandi og
hvenær á að'borga? ,
Ein hrifn.
Það er vandséð hvaða gróða þú hefðir af þvi að biðja
drenginn aftur þess sama. Kynni ykkar eru orðin það náin að
ekki ætti að vera mikið í veginum, ef báðir aðilar hafa
einlægan áhuga. Af bréfi þínu að dæma skortir þig ekki áhuga
á honum og þá er aðeins spurning um hans tilfinningar. Varla
vefjast þær mikið fyrir honum, því ef svo væri myndi hann
sýna þér meiri áhuga en virðist af frásögn þinni að dæma. Þó
er ætíð erfitt að segja um slíkt með nokkurri vissu gegnum
bréfadálk sem þennan og þú verður sjálf að gera upp við þig,
hvort þú vilt eyða tímanum í hann eða ekki. Getir þú ekki
hugsað þér veröldina án hans er lítið hægt við því að gera og
liklega er þá samband sem þetta betra en ekkert í þínum
augum. Hins vegar skaltu reyna að varast að láta hann ná of
miklum tökum á þér og minnstu þess að hann er alls ekki eini
karlmaðurinn í veröldinni. Á þínum aldri eru vonbrigði í þess-
um efnum jafnóhjákvæmileg og sú staðreynd að tíminn
stendur ekki í stað og mikilvægt að reyna að komast sem best
frá öllu slíku. Og ef þetta er farið að koma tilfinnanlega niður
á skólanáminu og ýmsu því tengdu verður þú að snúa blaðinu
við. 1 þvi efni gæti hjálpað að eiga góðan trúnaðarvin, sem
gæti hresst þig og stutt á slæmum stundum.
Áskrift að Vikunni kostar 4000 krónur á mánuði og er
greidd mánaðarlega hér á höfuðborgarsvæðinu. Áskrifendur
úti á landi borga sömu áskriftargjöld en yfirleitt á 3ja-6
mánaða fresti.
The Teens og
nafnið llna
Kæri Póstur!
Við erum hér tvær ungar
stúlkur og langar til að vita
eitthvað um hljómsveitina The
Teens. Vildir þú vera svo vænn
að birta plakat af The Teens.
Hvað þýðir orðið Una?
Við erum 17 og 18 ára
gamlar og elskum hljómsveitina
The Teens. Sendum Helgu
sætu aukabréf
Tveir Teensaðdáendur
Pósturinn skrifar ekki poppsíð-
una og sér því ekki um
plakötin en ósk ykkar er hér
með komið á framfæri við rétta
aðila.
Væntanlega eigið þið við
kvenmannsnafnið Una, sem
hefur tíðkast hér frá landnáms-
öld. Það þýðir hamingjusöm
kona. Helga þakkar skemmtilegt
bréf og innihaldsríkt.
Nafnið á völvu
Vikunnar
Kæri Póstur!
Mig langar að biðja þig að
svara mér sem fyrst því ég hef
svolítið í huga.
Er bannað að birta nafn
völvu Vikunnar? Hvað heitir
hún, ef þú mátt birta nafnið?
Ein forvitin.
Því miður, völva Vikunnar er
kona hlédræg og vill alls ekki
að nafns hennar sé getið opin-
berlega. Leyndin yfir persónu
hennar hefur verið svo mikil að
hún hefur einungis samband
við ritstjórann varðandi spána
um áramót og kemur þar
enginn annar nærri.
23. tbl. Vikan 63