Vikan


Vikan - 14.08.1980, Side 3

Vikan - 14.08.1980, Side 3
Ljósm.: Jón Ásgeir ' Borgfirskir íþróttagarpar Mannamótsflöt í Borgarfirði er gamall áningarstaður þeirra, sem áttu leið um Hestháls. í sumar hafa safnast þar saman einu sinni í viku krakkar á aldr- inum 5 til 11 ára. Þau æfa þar frjálsar íþróttir undir leiðsögn Ágústs Þorsteinssonar íþrótta- manns. Krakkarnir búa á félagssvæði Ungmennafélagsins íslendings, en það nær yfir Andakílshrepp og hluta af Skorradalshreppi. í fyrra var krökkum á þessum aldri í fyrsta sinn gefinn kostur á að þjálfa frjálsar íþróttir saman. Þá leiðbeindi enginn sérfróður þjálfari krökkunum. En áhuginn þótti nægur til að Ungmennafélagið íslendingur réð i sumar Ágúst Þorsteinsson til að sjá um þessa íþrótta- þjálfun. Ágúst stjórnar einnig sundæfingum fyrir krakka á aldrinum 8 til 16 ára. Sundæfingamar fara fram þrisvar í viku í sundlauginni við Efri Hrepp í Skorradal. Ung- mennafélagið byggði þessa laug fyrir nær hálfri öld, og fóru 1000 krónur í að byggja grunninn. í Ungmennafélaginu Is- lendingi eru nú um 100 félagsmenn, og langflestir þeirra hafa átt einhvern þátt í starfi félagsins. Formaðurinn heitir Rikarð Brynjólfsson, kennari á Hvanneyri. Flestir krakkanna á meðfylgjandi myndum búa á Hvanneyri, en þaðan er hálftíma akstur að Mannamótsflöt. Það vantar ekki viljann. -jás ■ :VÍ' : • ' 33> tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.