Vikan


Vikan - 19.02.1981, Síða 2

Vikan - 19.02.1981, Síða 2
iVlargt smátt UeðaÖ Sú var tíðin að starfsmönnum tryggingafélaga þótti vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar hringt var utan af landi og tryggingar á bilum msd ö-númerum voru til umræðu. Þá var föst spurning trygginga- manna: Er það ö með striki eða ö sem er opið upp úr? Rafstuð. Óska e'ftir að kaupa eða taka á leigu 10 kílóvatta rafstuð. Uppl. i síma 99-4589 eftir kl. 7. DB. 28.-1.-'81 i þessari smáauglýsingu hefur ö-ið eitthvað skolast til, en engum getum leiðum við að þvi hvort sá sem hringdi inn auglýsinguna eða sá sem við henni tók hefur ruglast á ö með striki og ö sem er opið upp úr. Veinðlaunahafinn íþessari Viku: Enn eru komin nógu mörg bréf frá lesendum til að hægt sé að draga út verðlaunahafa. Að þessu sinni kom upp brandari sem Gunnar Halldórsson, Rifskjöri, Rifi, 360 Hellissandi, sendi. Og ekki nóg með það. hann teiknaöi myndina lika. Og hér keniur frantlag verðlaunahafans. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Hvor miðpunkturinn er stærri, sá til hægri eða vinstri? Svar: Hægri miðpunkturinn, sem er umkringdur litlum punktum, virðist stærri en sá til vinstri. í rauneruþeir jafnstórir. Getur þú séð stigann frá tveimur sjónarhornum? Svar: Það er hægt. Ef þú einbeitir þér getur þú bæði séð ofan stiga, sem liggur frá efri hæð niður á neðri hæð, og eins getur þú séð undir hann! Heyrt í kvöldfréttunum: Á Svartsengi við Grindavik er framleiddur helmingurinn af orkuþörf Suðurnesja. Þessi gengur í verkfrxðideildinni í Háskólanum: Hver er sérgrein islenskra verkfræðinga? Svar: Líkön í hlutföllunum l : l. I.ífið hér á eynni er svo tilbrcytingar- laust að maður myndi hressast við eins og einn jarðskjálfta ....! ■*: Gunnar fær fjórar VIKUR sendar heim. mánaðaráskrift. Og haldið svo áfram að senda okkur efni, brandara, húsráð, utanhússráð og heillaráð af öllu tagi. Þið getið sent allt sem ykkur finnst að lesendur Vikunnar gætu haft gaman af. Því meir sem kemur inn af efni frá ykkur þeim mun oftar drögum við verðlaunahafa úr bunkanum. Kokkteilvirkjun Maður nokkur kom að ntáli við margt smátt út af umntælum Guðna Kolbeins- sonar i seinasta þættinum lians um dag- legt mál — að sinni. Hann sagðisl alfarið vera á nióti þvi að kalla kokkteil blöndu og vill fá að halda kokkteil- nafninu. Auk þess leggur hann til að ráðist verði i Kokkteilvirkjun fyrir Norð- vesturland hiðbráðasta. Þorrablótá spánskan? Þorrablót 1981 (Bloto De Torres) Carta de Rettes: Primo: Suro Bringukolli de Animale Securdo: Brenndo Hauses de Rolla Tertio. Fisces (Hango a Trano) Quatro: Confecto (La MiUe Foto) Quinto: Huale (Multo Faito) Sexto: Hacarles (Multo Fýlo) Octo: Blod de Animales Tortures, a Mjöle Novo: Flesko Nikotino (A la Krabbe) Dedmo: Kássa de Rofos Extræ Kássa de Kartofles Extra: Kaka flata a Crema de BeUa Extra: Brauö Bruno (Vindo) Extræ Brauð de Laufes Extra: Ebaggo de Lundes Finale: Mixtura de Tutti - Rettés Afgangés LaCheC Bona appetito. K.Ó.L.A.G.G. Velflestir Islendingar eru nú orðið sólarlandasigldir. Á veturna eru haldnar veglegar Spánarhátiðir og spönskuslettur eru farnar að keppa við dönsku- slettur í málinu. Þess vegna kemur varla nokkrum spánskt fyrir sjónir að sjá þorramatseðil upp á sólarlandamáta á rammíslensku þorrablóti. cins og hjá einum bankanum urn daginn. Eða hvað finnst ykkur? £ Vikan 8. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.