Vikan


Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 12

Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 12
I Höfundur: James Hadley Chase Þýðandi: Magnea Matthíasdóttir________________7. hjutj Sá hlær best... „Þú hefur gert eins og þér var sagt. Það var skynsamlegt, herra Lucas.” Hann starði á mig og það var glampi í ísgráum augum hans sem skaut mér skelk í bringu. „Paö getur vel verið að mér skjátlist um Benny en ef ég væri svartur myndi ég flýta mér burt frá Sharnville eins og skrattinn væri á hælunum á mér. Ég vildi heldur hafa líftóruna óskerta en hætta á Benny.” „Ég hef engan stað að fara á,” tuldr- aði hann. „Ég á enga peninga.” Meðan hann glímdi við þessi vanda- mál sín spurði ég hann snöggt: „Hvernig líður ungfrú Glendu, Joe?” Þetta kom honum að óvörum og hann leit upp. „Hún hefur það ekki sem best, herra Lucas. Benny ...” Svo snarþagnaði hann. Ég stirðnaði upp. „Hvað er Benny að gera henni, Joe?” Hann tók að fitla við steikina sína. „Sjáðu til, herra Lucas, ég er þarna ekki mikið og ekki Harry heldur, en Benny er alltaf þarna. Hann er líf- vörður foringjans. Hann gerir ekki ann- að en plaga ungfrú Glendu og hefur reyndar ekki annað að gera.” „Gerirðu þér grein fyrir því að foring- inn þinn rændi henni, Joe?” Hann tuggði steikina meðan hann melti þetta en svo hristi hann höfuðið. „Það er ekki rétt, herra Lucas. Hún vinnur fyrir hann.” „Hún er þvinguð til að vinna fyrir hann og hann heldur henni fanginni. Lagalega séð, Joe, þá eruð þið, foringinn þinn, þú, Harry og Benny, þar með orðnir mannræningjar. Þú gætir fengið talsvert lengri dóm fyrir mannrán en bankarán.” Hann varð flóttalegur til augnanna. „Ég veit ekkert um lögin,” tautaði hann. „Ég geri eins og mér er sagt... ég er tilneyddur, rétt eins og þú.” „Viltu hjálpa mér að frelsa hana, Joe?” Hann glennti upp augun. „Foringinn myndi ekki fíla það, herra Lucas.” „Ekki vera að brjóta heilann um það, hugsaðu um sjálfan þig. Ef þú hjálpar mér að frelsa hana ferðu ekki í fangelsi fyrir mannrán.” „Hvernig get ég hjálpað þér?” spurði hann og skar sér annan bita af steikinni. „Verður Harry þarna í kvöld?” „Hann er farinn til Frisco að redda bílnum.” „Þannig að það verða ekki aðrir þarna en Benny, foringinn þinn, þú og ungfrú Glenda?” Hann kinkaði kolli. „Veistu hvar hún er geymd, Joe?” „Auðvitað. Hún er í herbergi bakatil i húsinu.” „Eru dyrnar læstar?” „Nei, ekki læstar. Það er slá að utan- verðu.” Ég ýtti frá mér diskinum. Svo dró ég upp seðlana sem ég hafði tekið út í bank- anum, hélt þeim undir borðinu þannig að þeir sæjust ekki, taldi fimm þúsund dollara seðla og setti afganginn aftur í vasann. „Það verður ekki úr bankaráninu, Joe,” sagði ég. „Ekki spyrja neinna spurninga, taktu bara mín orð fyrir þvi. Nú hefurðu tækifæri til að stinga af. Ég læt þig fá fimm þúsund dollara ef þú hjálpar ungfrú Glendu út úr húsinu.” Það var eins og augun ætluðu út úr höfðinu á honum. „Fimm þúsund dollara?” Hann lagði frá sér hníf og gaffal og starði á mig. „Ætlarðu að gefa mér fimm þúsund dollara?” Það sat enginn við næstu borð svo ég sýndi honum seðlana. Hann gapti og starðiá þá. „Hlustaðu nú á mig, Joe. Þetta verður auðvelt. Ég segi þér hvað þú átt að gera. Það er þetta: Ég ek þér og hleypi þér út við afleggjarann að húsinu. Meðan ég tala við Klaus ferð þú inn, ferð til ungfrú Glendu, nærð henni út og kemur henni i bílinn minn. Aktu henni að Sherwood hóteli og skildu hana þar eftir. Segðu henni að ég komi til hennar síðar. Þ»ð er allt og sumt sem þú þarft að ger». Aktu svo til baka, skildu bílinn minn eftir við hliðið og forðaðu þér. Þú getur náð langferðabíl á þjóðveginum. Þú getur látið þig hverfa með fimm þúsund dollara. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af kæru fyrir mannrán eða bankarán. Hvað segirðu um það?” Hann ranghvolfdi augunum á meðan hann hugsaði málið. Ég beið, sveittur á höndum og hjartað barðist í brjósti mínu. Loks hristi hann höfuðið. „Það eru þrjár milljónir í bankanum. Fimm þúsund er smottiri.” „Ekki vera heimskur, Joe! Ég sagði þér að það yrði ekkert rán.” Ég tók upp skjalatöskuna sem stóð við hlið mér á gólfinu, tók upp afritið af bréfinu til Brannigans og rétti honum. „Lestu þetta.” Það tók hann næstum tiu minútur að lesa yfirlýsinguna. Hann fylgdi hverju einasta orði með breiðum fingrinum, gretti sig og hélt pappirsörkunum tveim upp að andlitinu eins og hann væri nær- sýnn. Loks lauk hann lestrinum og starði á mig. „Foringinn drepur þig, herra Lucas.” „Nei, það gerir hann ekki. Lögreglan hefur afrit af þessu. Þeir lesa það á mánudagsmorguninn og þá láta þeir til skarar skríða. Þeir verða með fölsuðu skuldabréfin með fingraförum Klaus undir höndum. Um þetta leyti á morgun verður hann kominn í órafjarlægð, Joe, og þá hefur hann ekki miklar áhyggjur afþér.” „Þú nefnir mig í þessu,” sagði Joe og barði á bréfið. „En ég lýsi þér ekki, Joe. Ef þú frelsar ungfrú Glendu þarftu engar áhyggjur að hafa með þessa upphæð í höndunum.” Hann ranghvolfdi aftur augunum og hugsaði. „Þú ert ekki svo galinn, herra Lucas. Já. Ég er búinn að hugsa um það sem þú sagðir þarna um kvöldið. Ég get ekki ímyndað mér að Benny sleppi mér burt með bunka af seðlum þó svo að við komumst inn í bankann. Já, það er lík- lega skást að leika með þér.” IX Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.