Vikan


Vikan - 19.02.1981, Side 14

Vikan - 19.02.1981, Side 14
grimmdarlegt andlit hans var svipbrigðalaust. Svo gekk hann gætilega á undan mér inn í stofuna. Klaus sat við skrifborðið sitt. lsgrá augu hans horfðu á mig meðan ég lokaði. „Skepnan er með byssu,” sagði Benny. Klaus breytti ekki um svip. „Farðu þarna yfir að veggnum,” sagði ég við Benny, „og hreyfðu þig ekki.” Benny glotti. „Allt fyrir þig, skepna.” Hann gekk yfir gólfið þannig að hann stóð beint fyrir aftan Klaus og hvíldi breiðar axl-1 irnar við vegginn. Klaus sagði: „Byssa, herra Lucas? Þú hefur sem sagt ákveðið að fara að leika kúnstir. Það var leiðinlegt. Nú ætlarðu væntanlega að segja mér að ekki verði af aðgerðum.” „Einmitt.” Ég lagði skjalatöskuna og segulbandstækið á skrifborðið hans. Ég opnaði skjalatöskuna með vinstri hendi en beindi enn byssunni að Klaus og Benny, tók upp bréf mitt til Brannigans og renndi því yfir skrifborðið. „Lestu þetta.” Klaus tók yfirlýsinguna og las hana. I itsjón varpstæki litgæði framtfðarinnar Bræóraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengið inn frá Vesturgötu) Sá hlær best... Svo leit hann upp. „Þú ert dásamlega stuttorður, herra lucas.” Ég var viðbúinn ofsafengnum viðbrögðum og mér stóð ekki á sama um þetta rólega svar. „Skuldabréfin sem þú sendir mér eru fölsuð,” sagði ég. „Hér eru tvær segulbandsupptökur, sem ég vil að þú heyrir. Þær sannfæra þig eflaust um að ránið sé úr sögunni.” Ég setti segulbandið í tækið og setti það i gang. Klaus hlustaði á rödd slna í tvær eða þrjár minútur. Þegar rödd mín sagði: Urðuð þið að myrða Thomson lögreglustjóra? og hans rödd svaraði: Láttu þér það að kenningu verða. Þegar einhver stendur I vegi fyrir mér eða gerir sig liklegan til þess, þá losa ég mig við hann, hallaði hann sér fram og slökkti á tækinu. „Hitt má liggja á milli hluta,” sagði hann og hallaði sér aftur. „Afrit af þessari yfirlýsingu og af segulböndunum eru hjá lögreglunni,” sagði ég og leit á úrið mitt. Ég var búinn að vera þarna inni í fimmtán minútur. Núna átti Glenda að vera á leiðinni til Sherwood hótels ásamt Joe. „Ég er búinn að koma því svo fyrir að lögreglan afhendir Brannigan gögnin nassta mánudagsmorgun. Ef eitthvað kemur fyrir mig verður Brannigan með nægilegar sannanir til að klófesta þig, Klaus. Þess vegna segi ég þér að af bankaráninu verði ekki.” „Því ætti eitthvað að koma fyrir þig, herra Lucas?” Klaus lyfti augna- brúnunum. „Ef eitthvað kemur fyrir þá kemur það fyrir konuna þína. Þú ert allt of mikilvægur til að ég vilji skadda þig” „Núna, Klaus, er Glenda komin þangað sem þú nærð henni ekki.” Hann flissaði lágt og það fór um mig hrollur. „Leyfðu mér að óska þér til hamingju, herra Lucas. Þetta var ágæt tilraum: hjá þér.” Hann benti á bréfið og segulböndin. „Ákaflega nákvæmt og vel hugsað, en því miður fyrir þig ertu viðvaningur og átt í höggi við at- vinnumenn. Klukkan þrjú aðfaranótt laugardagsins sérð þú um bankaránið. Og þú skalt ekki efast um að svo verði!” Ég starði á hann og fann hvernig sjálfstraustiö hvarf frá mér smám saman og fyrir fullt og allt. „Þér skjátlast. Nú veistu hvernig í 14 Vikan 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.