Vikan


Vikan - 19.02.1981, Side 15

Vikan - 19.02.1981, Side 15
Framhaldssaga málinu liggur. Hin sjúklega hugmynd þín kemst ekki til framkvæmda. Taktu mín ráð: Forðaðu þér frá Sharnville áður en Brannigan lætur til skarar skríða og fangelsar þig.” „Imyndarðu þér að Glenda sé þar sem ég næ ekki til hennar?” Hann hristi höfuðið. „Hún er læst inni í herberginu sínu. Ég held að þú sért að láta þig dreyma, herra Lucas.” Það voru liðnar tuttugu og fimm mínútur síðan ég kom í húsið. Nú ætti Glenda að vera orðin örugg í Sherwood hóteli. 1 því iheyrði ég hljóð sem kom mér til að stirðna upp: dapurlegan negrasálm, leikinn á munnhörpu. „Þarna er Joe,” sagði Klaus og flissaði. „Herra Lucas, ekki veifa byssunni svona til og frá. Þú lætur það þó ekki hvarfla að þér að ég leyfi Joe að gefa þér hlaðna byssu? Sjáðu til, gallinn við leikmanninn er sá að hann aðgætir ekki allt jafnvandlega og atvinnu- maðurinn. Leikmaðurinn fær byssu í hendurnar og hann dregur þegar í stað þá röngu ályktun að hún sé hlaðin. Skjóttu á mig ef þú vilt vita vissu þína.” Benny glotti ógeðslega og lagði af stað í áttina til mín. Ég lyfti byssunni en gat ekki fengið það af mér að taka í gikkinn. Ég vissi að þeir höfðu séð við mér. „Ég skulda þér þetta, skepna,” urraði Benny og risahnefi hans small á vanga mínum. Skært ljós sprakk í höfði mínu um leið og ég skall á gólfinu. Nokkra stund flaut ég I myrkrinu, svo heyrði ég Klaus segja eins og úr fjarska: „Þú hefðir ekki átt að gera þetta, Benny. Það er engin þörf á ofbeldi.” Þá varðég var við hendur sem leituðu í jakkavasa mínum. Ég gerði máttvana tilraun til að ýta höndunum burt og barðist við að komast aftur til meðvitundar. Það varð löng þögn. Það fór að rofa til í kollinum á mér og mig, fór að kenna til í andlitinu. Ég velti méri við og dróst upp á hnén. Ég tók að greina herbergið skýrar. Ég sá hvar Joe stóð við skrifborðið. Ég heyrði hann segja: „Fiflið lét mig fá fimm þúsund, foringi. Hann reif seðlana í tvennt. Ég er með hinn helminginn. Má ég halda peningunum?” „Auðvitað, Joe. Mér finnst þú eiga þá skilið.” Ég heyrði Joe flissa. Það hljóð sagði mér að ég hefði eytt orku minn til ónýtis á hann. Glenda var enn fangi! Ég reis hægt á fætur, færði til stól og settist. „Gefið herra Lucas sjúss,” sagði Klaus. „Hann virðist þurfa á slíku að halda.” Viskíglasi var ýtt í hönd mína. „Ég biðst afsökunar, herra Lucas,” sagði Klaus. „Benny missir stundum stjórn á sér.” Ég sneri mér við og skvetti viskíinu í urrandi andlit Bennys. Hann öskraði upp, bar hendurnar að augunum og hörfaði frá. Svo strauk hann augun með handarbakinu og kom í átt til mín. Grimmdarlegt andlit hans var afmyndað af óðri bræði. „Benny,” Klaus hækkaði ekki róminn. „Farðu og talaðu viðGlendu.” „Benny hægði á sér, nam staðar, leit á mig og glotti svo. „Já.” Hannfór tildyra. Ég neyddi mig til að risa á fætur og Mtraði á eftir honum. Höfuðið var log- andi af kvölum og gólfið virtist ská- hallt. Joe var snar i snúningum, greip í handlegg minn, rykkti mér við og sló mig fast á munninn, svo þeytti hann mér afturístólinn. Ég var ringlaður en reyndi enn að rísa á fætur. Joe hrinti mér aftur I stólinn. Svo heyrði ég langt og nístandi vein bakatil I húsinu, kvenmannsvein og ég vissi að það var Glenda. „Þú ættir kannski að stöðva hann, Joe,” sagði Klaus blíðlega. „Hann kann sér ekki hóf.” Joe glotti og flýtti sér fram. „Þetta er allt I lagi, herra Lucas,” sagði Klaus. „Hún verður ekki meidd aftur, nema auðvitað þú sért ekki sam- starfsþýður.” Ég minntist þess sem Glenda sagði um manninn sinn: Hann var búinn að missa allan kjark og hafði þó nógfyrir. þeir tóku kjarkinn frá Alex eins og skurðlœknir fjarlœgir botnlanga. Þetta nistandi vein fjarlægði allan þann kjark sem ég einu sinni var gæddur. „Ég verð samstarfsþýður,” hvíslaði ég hvellt. Joe og Benny komu inn í herbergið. Ef svo er ... stingur maður ekki hausnum í sandinn... Nú er sá árstími sem húðin þarfnast etnna mest hressingar við. Þurr og viðkvcem húð er algengt vandamálhér ogekkihætir úr skák að vistaverur okkar hafa iðulega of þurrt loft. Við viljum því vekja sérstaka athygli á meðferð sem hjálpar húðinni að halda eðlilegum raka sínum. COLLAGENE INTEGRAL FRÁ SOTHYS’ Eftir 5 skipta COLLAGENE INTEGRAL kúr verður húðin mýkri ogþéttari viðkomu, því COLLAGENE INTEGRAL hefur einnig þéttandi (lifting) áhrif á húðina. Mismunandi efni eru notuð eftir aldri og húðgerð viðkomandi. Verð 130 kr. hvert skipti. snyrtistöían nmrsqböq Garðastræti 4. Sími 29669. Ingunn Þórðardóttir snyrtifrxðingur 8. tbl. Vlkan XS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.