Vikan


Vikan - 19.02.1981, Qupperneq 20

Vikan - 19.02.1981, Qupperneq 20
Sakamálasaga eftir Paul-Henrik Trampe Hann tók lykilinn, opnaði farangurs- rýmið og horfði inn í það. Þarna lá hún í ólögulegri hrúgu. Teppið hafði runnið til ofan á henni, og það glitti í feitt, úfið hár hennar. Hann laut fram og dró teppið vandlega yfir hana aftur. Hann fann til velgju. Hitinn var naumast meiri en fimm gráður. Þrátt fyrir það fann hann, hvernig svitinn spratt út um allan líkama hans, meðan hann bar hana inn í bílskúrinn. Tuttugu metra frá húsinu. yfir grasflötina að bílskúmum. Tuttugu metra. Morgunhress þröstur söng glaðlega uppi í trénu. Hann leit ekki upp til hans, hann horfði niður fyrir sig, gætti þess vandlega að stíga ekki út i blómabeðin eða á leikföngin hans Lars, sem lágu á víð og dreif um garðinn. Hann verkjaði i handleggina. Hann var óvanur erfiði. Máttlaus líkami hennar var þungur sem blý. Hann hlaut að hafa vegið um það bil fimmtíu kiló. Lifandi. Hvers vegna í ósköpunum hafði hann boðið henni heim með sér? Stynjandi sparkaði hann upp bílskúrshurðinni. Hún rann frá stöfum hægt og þungt, var rétt eina ferðina farin að þrútna. Hvað skyldi hann oft hafa heflað af þessari hurð? Hvernig gat hún endalaust haldið áfram að þrútna? Þrátt fyrir alla varfæmina hrasaði hann, þegar hann steig á plastskóflu á bílskúrsgólfinu. Hvers vegna í ósköp- unum hafði krakkinn ekki tekið þetta dót sitt með i sveitina? Hvers vegna hafði Anna ekki séð um, að hann tæki það með sér? Hvers vegna hafði hún ekki að minnsta kosti tekið það saman, áður en þau fóru, lagaðsvolítið til? Hvernig gat honum dottið i hug að bjóða henni heim? Það er að segja Berit. 1 rauninni hafði hann ekki beinlínis langað til að vera með henni. Flat- brjósta, ólögulegt stúlkubarn með feitt hár. Hvers vegna hafði hann boðið henni heim með sér? 1 fyrsta skipti í tvö ár hafði hann fengið tækifæri til að ná sér í annan kvenmann en konuna sina. Hvers vegna hafði hann ekki náð sér í hressa og glaðværa Ijóshærða skvísu með stór brjóst? Það var sú gerð af kvenfólki. sem hann hafði alltaf álitið sig hrifinn af. Þessi Berit minnti alltof mikið á Önnu. Hún var reyndar léleg útgáfa af Önnu, þegar nánar var skoðað. Hvers vegna hafði hann einmitt valið hana? Hann lagði hana frá sér á bílskúrs- gólfið, stóð stundarkorn kyrr til að jafna sig eftir burðinn. Svo opnaði hann farangursrýmið og virti það fyrir sér. Þarna var varadekkið, tjakkurinn og viðvörunarþríhyrningurinn og nokkrir aðrir smáhlutir. Hún hafði þegar verið orðin dálítið drukkin þegar hann hitti hana. Og ekki hafði ástandið skánað. Svona gátu þá hlutimir gerst. Þarna hafði hann setið inni á einhverjum fáránlegum bar og heyrt sjálfan sig segja: — Heyrðu, Berit litla. Eigum við tvö ekki bara að koma heim til mín? Hann tók allt út úr farangursrýminu, allt nema varadekkið. Hann lyfti fimmtiu kílóa dauðum kvenmanni með erfiðismunum og lét líkamann detta niður í farangursrýmið. Hann horfði eitt andartak á andlit hennar. Hún ieit út sem hún svæfi. Svo breiddi hann teppið yfir hana. Hún hafði hvorki útstandandi augu né bláleita tungu lafandi út úr munninum. En bláleit för blöstu við á hálsi hennar. Hann hafði kyrkt hana. Það var einmitt það, sem hann hafði gert. Kyrkt hana. Hann vissi ekki, hvers vegna hann hafði gert það. Hann hafði ekki ætlað að kyrkja hana. Hann hafði vist tekið um háls hennar I gríni. Hún hafði fnæst. Það var einmitt það, sem hún gerði. Hún hafði fnæst. Og á næsta andartaki var hún dauð. Og hann hafði haldið, að hún væri að látast. Hann hafði bara lagst við hliðina á henni og farið að spjalla. Hann mundi, að hann hafði sagt eitthvað um, hvað það hefði verið gott. Bara til að vera kurteis, því að raunin hafði verið allt önnur. Hún hafði ekki reynst spennandi rekkjunautur. Hann setti allt dótið aftur I farangurs- rýmið, raðaði því í kringum hana. Sjúkrakassanum og tjakknum, skipti- lyklinum og bensinbrúsanum, jafnvel ólinni hundsins, sem enn var þarna, þótt ekið hefði verið yfir hann fyrir fjórum mánuðum. Þarna var líka baðboltinn og fleira smádót. Og viðvörunarþrí- hyrningurinn, sem allir bilstjórar voru skyldugir til að setja á veginn, ef þeir urðu að stöðva bíl sinn vegna bilunar. Eftir um það bil fimm mínútur hafði hann enn haldið, að hún væri að þykjast. Eða að hún hefði einfaldlega sofnað. Honum gramdist hvort tveggja, þar sem hann hafði nú lagt það á sig að reyna að halda uppi eftirleiks- samræðum. Þegar hann snerti hana, virtist hún strax tekin að kólna, og það munaði minnstu, að hann æpti upp yfir sig af skelfingu. Hann rakaði sig, burstaði tennur, þvoði sér I framan, þvoði hendurnar vandlega, mjög vandlega, með sápu. Tvisvar sinnum. Klukkan var sjö að morgni. Það var laugardagsmorgunn. Berit hafði verið dáin síðan á miðnætti. Hún hafði legið I farangurs- rýminu í bílnum hans síðan klukkan tvö um nóttina. Hann hafði ekki þekkt nokkurn mann á barnum, þar sem þau höfðu hist. 20 Vikan 8. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.