Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 35
áfram, — fyrirgefið mér ákafa
minn, hugsunarleysið, fram-
hleypnina. Má ég kynna mig?
Jean-Pierre Renoir, af Renoir
aðalsættinni. Þér vitið . . . en
nóg um það . . . leyfið þér mér
að setjast hjá yður eitt lítið
^ndartak, mademoselle . . .?
— Gloria Marlowe.
Jean-Pierre nær sér i stól,
sest og grípur enn einu sinni
hönd Gloríu. — Má ég kalla
yður mademoiselle Gloríu? spyr
hann innilega og horfir bænar-
augum á Gloríu með fallegu
brúnu augunum sinum. Aftur
sortnar Gloríu fyrir augum.
Hún kinkar kolli til samþykkis.
— Gloría! heldur hann áfram
hrærður. — Gloría darling! ma
mignonne! mig langar að
kaupa djásn handa þér, pelsa,
chinchillapelsa, mig langar að
klæða þig frá hvirfli til ilja í dýr-
ustu, fínustu og eftirsóttustu
föt sem maður getur fengið hjá
bestu Parísartiskukóngunum.
Mig langar að kynna þig fyrir
vinum minum, koma þér inn í
samkvæmislífíð. Stoltur vil ég
kynna þig fólkinu í fínustu
næturklúbbunum. Þú átt að
baða þig í kampavíni og kavíar.
Þú átt að geta bent á hvað sem
hugurinn girnist og sagt: —
þetta vil ég fá! . . . og ég skal
gefa þér það!
Jean-Pierre stoppar andar-
tak, andar djúpt að sér, ber
viðkvæmu, litlu, fölu höndina
hennar Gloriu að vörum sínum
og kyssir ákaflega, kyssir allan
handlegginn, kyssir hvern
einasta fingur á vel hirtri hendi
Gloríu. Síðan heldur hann
áfram: — Gloría, elskan mín
dýrmæta! Við skulum ferðast,
við skulum fara umhverfis
jörðina . . . Hawaii, Miami
Beach, Buenos Aires, Indland.
Hönd i hönd skulum við ganga
upp á tind Fusíama, horfa yfir
Palestínuhæðirnar, dást að
Keops-pýramídanum, undrast
kynngi Niagarafossa, horfa á
tunglið koma upp við rætur
Kilimanjaro og sólina setjast í
Kyrrahafið. Við skulum ganga
eftir þilförum lystiskipanna,
baða okkur í öldunum við
Bahamaeyjar, hvíla okkur í
hvítum sandinum á eftir. Og
við skulum hlusta á söng trétítl-
unnar á dásamlegum hitabeltis-
nóttum . . . allt þetta skulum
við upplifa saman, þú og ég.
Veröldin liggur opin við fætur
okkar og við skulum ekki láta
eina mínútu fara ti! spillis.
Gyðja gæfunnar hefur gefið
okkur óskastundina, grípum
hana!.
Jean-Pierre lítur snöggt á
úrið sitt.
— En nú verð ég að fara,
segir hann og stendur upp. —
Biddu min hér. Sverðu við allt
sem þér er heilagt að þú munir
bíða mín hér, Gloría darling,
elskan mín, að þú bíðir mín hér
þar til ég . . .
Hann grípur um vasana á
hvítu fötunum sínum, sem
gætu ekki verið betur sniðin, en
finnur ekki það sem hann er að
leita að. Síðan smellir hann
fingrum fyrir framan andlitið á
Gloríu, ánægður með að hafa
fundið lausnina á því sem
angraði hann.
— Láttu mig fá 1000 franka
seðil, segir hann, — en fljótt.
Við megum ekki láta nokkurn
tíma fara til spillis, ekki eina
sekúndu.
Glöría rótar í ákafa eftir
seinasta 1000 franka seðlinum
sínum í handtöskunni sinni,
finnur hann og stingur honum í
flýti í hönd hins himneska,
djarfa og dásamlega Jean-
Pierre.
— Þakka þér, djásnið mitt!
segir hann og kyssir dýrmætu
höndina hennar í síðasta skipti.
— Nú hleyp ég yfir í spilavitið
og legg þennan 1000 franka
seðil undir og þegar ég er búinn
að sprengja bankann kem ég til
baka og sæki þig! Og þá, þá
leggjum við veröldina að fótum
okkar! [M
8. tbl. Vikan 35