Vikan - 19.02.1981, Side 44
Þýðandi: Anna
Vikan og Neytendasamtökin
Mikið af vítamínum í venjulegum mat
A:
A-vítamín safnast fyrir í
líkamanum. Ef maður borðar
mikið af gulrótum einn
daginn á maður það til góða
nœsta dag. A-vítamín fœst
einnig úr mjólkurvöru,
annarri en mjólk, og fleiri
grœnmetistegundum en
gulrótum.
Ef menn borða Htið af
feitum fiski, sem álegg eða
aðalrátt, er nauðsynlegt að
taka lýsi á veturna.
B:
Til eru mörg B-vítamín. Allar
matvörurnar, sem sýndar
eru hér, gefa til samans nóg
af öllum þessum B-víta-
mínum. Kjöt, innmatur og
blóð eru einnig B-vítamín-
auðug.
C:
Ef við borðurn mikið af
kartöflum þurfum við ekki
C-vítamín úr öðru grœnmeti
eða ávöxtum til að fá nægi-
legt C-vítamín, fyrr en seinni
hluta vetrar og á vorin. Þá er
C-vítamíninnihald kartaflna
orðið litið. Bestu C-vítamín-
gjafar í grænmetishópnum
eru rófur og ýmsar
káltegundir.
D:
Á sumrin er sólin besti D-
vítamíngjafinn. Þó D-vítamín
safnist einnig fyrir í
líkamanum er nauðsynlegt
að fá það í matvöru á
veturna. Ýmsar feitar fisk-
tegundir, fisklifur og smjör-
líki og smjör eru góðir D-
vítamíngjafar.
Fæðutegundirnar sem sýndar eru á þessum myndum sýna mikilvægustu vítamín-
gjafana í daglegri fæðu. Ef borðað er hæfilega af þessum mat fáum við næg víta-
mín. Vítamínpillur eru því aðeins nauðsynlegar að við séum veik eða borðum lítið
af mat af öðrum orsökum. Einnig ef mjög fábreyttrar fæðu er neytt.
44 Vikan 8. tbl.