Vikan


Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 12

Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 12
Höfundur: James Hadley Chase Þýöandi: Magnea Matthíasdóttir 8. hluti Eftir drykklanga þögn hét hann áfram: „Ef ég hefði verið annar eins viðvaningur og þú hefði ég gert tvö afrit til viðbótar af segulböndunum og ljósritað yfirlýsinguna og skuldabréfin áður en ég lét frá mér innihald skjala- töskunnar... Ef ég hefði verið viðvan- ingur eins og þú, herra Lucas, hefði ég skilið afritin eftir i bankanum með fyrir- mælum um að afhenda herra Brannigan þau þegar hann sneri til baka eftir golf- helgina sína. Gerðirðu það, herra Lucas?” Hann er djöfull! heyrði ég í anda Glendu segja örvæntingarfulla. Einhvern veginn tókst mér að halda andliti mínu svipbrigðalausu. Einhvern veginn tókst mér að mæta spyrjandi augnaráði hans. „Ég vildi að guð gæfi að ég hefði hugsað út í það," sagði ég hásum rómi. Bros hans lét kalt vatn renna mér milliskinnsoghörunds. „Ég hef í hyggju að hringja i ungfrú Shelton og þú spyrð hana hvort pakk- inn, sem þú skildir eftir hjá henni, sé öruggur." Benny kom inn i herbergið og hallaði sér glottandi upp að veggnum. „Ég hef aukasíma. herra Lucas, þannig að ég heyri hvað hún segir.” Hann tók aðsnúa skífunni. Hann er djöfull! Það var komið upp um mig og mér fannst ég vera gjörsigraður þegar ég sagði: „Hún er meðafrit.” Hann lagði símtólið á og starði á mig geðveiku augnaráði sínu. Svo leit hann á Benny. „Ég eftirlæt þér þetta viðvaningsfífl. Reyndu að vera ekki alltof subbulegur.” Hann reis á fætur, gekk framhjá mér og út úr herberginu. Benny glotti ógeðslega og færði sig frá veggnum. „Þetta verður mér sönn ánægja, skepna," sagði hann. „Þegar ég lem ein- hvern aumingjann þá veit hann af því að hann hafi verið laminn." Hann var snöggur i hreyfingum, sló mig á kjálkann með vinstri hendi og i því að ég fórnaði höndum sló hann hægri hnefa, sem var harður sem steinsteypa, í magann á mér. Ég komst hægt aftur til meðvitundar. Langt i fjarska, rétt eins og i draumi, heyrði ég rödd Glendu: „Ó, ástin mín, hvað hafa þeir gert þér?” Ég bærði á mér og sársaukinn var eins og úlfsbit. Ég hrópaði upp yfir mig. „Ekki hreyfa þig.” Augnalok mín voru þung en ég neyddi mig til að opna augun. Ég sá rautt hár Glendu ógreinilega, likt og i þoku, svo greindi ég andlit hennar. „Ekki segja neitt. Biddu, Larry. Ekki hreyfa þig. Bíddu bara.” Augnalok mín voru of þung til að . Milljón skipt í þrjá hluta er ekki sérlega spennandi. Nú ætla ég að gera þér tilboð, góurinn. Þú færð Glendu og fimmtíu þúsund og ég fœ afganginn. Líst þér á það?” Sá hlær best... IX Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.