Vikan


Vikan - 26.02.1981, Page 13

Vikan - 26.02.1981, Page 13
Framhaldssaga Teikning: Anna Ólafsdóttir Bíörnsson halda augunum opnum og mig bar aftur inn í meðvitundarleysið. Næst þegar ég vissi af henni greindi ég andlit hennar glöggt: hvítt og tekið andlit, en það var andlit Glendu og það var þétt við andlit mitt. Ég fann varir hennar strjúkast við vanga minn. Ég þreifaði eftir hendi hennar og fann hana. „Ekki bæra á þér, ástin mín,” sagði hún. „Þetta líður hjá . .. vertu þolin- móður.” „Hvað hafa þeir gert þér?” spurði ég með erfiðismunum. Handtak hennar varð þéttara. „Hirtu ekki um mig. Hlustaðu nú á mig, Larry. Þú verður að koma þeim inn í bankann. Ég sagði þér að hann væri djöfull. Þú vildir ekki hlusta á mig. Ó, ástin mín, hvers vegna þurftirðu að vera svona sniðugur? Sjáðu bara hvað þeir æru búniraðgera þér. Ef þú vissir bara hvað þeir eru búnir aðgera mér.” Ég lá kyrr og lét sársaukann flæða um meiddan líkama minn. Mér leið eins og eitthvað væri brotið innra með mér. Ég hugsaði um Alex Marsh, sem sat og grét meðan þeir börðu Glendu. Hann hafði misst kjarkinn. Kerfisbundnar bar- smíðar Bennys höfðu gert mig viti mínu fjær af skelfingu um að hann endurtæki þær, og þó tók að brenna djúpt I undir- meðvitund minni þrá til að drepa hann, að drepa Klaus, að drepa Harry og drepa Joe. Ég vissi að þessi drápsþrá væri óframkvæmanleg, þó var hún þarna og fór stöðugt vaxandi. „Hafðu engar áhyggjur. Ég kem þeim inn.” „Ó, ástin mín! Ég þoli ekki öllu lengur að vera innilokuð hérna með þessum fanti.” 1 því áttaði ég mig á að ég lá í rúmi og þegar ég litaðist um sá ég að ég var í litlu herbergi þar sem glugginn var byrgður. Gegnt rúminu voru hálfopnar dyr sem lágu inn í baðherbergi. „Geyma þeir þig hérna?” „Já. Benny kom með þig hingað og sagði mér að gæta þín. Ég held að þeir Klaus hafi farið eitthvað.” „Áttu við að við séum ein?” „Ég held það." Ég settist upp með gífurlegri áreynslu. Likami minn logaði af sársauka. Hún reyndi að stöðva mig en ég ýtti höndum hennar burt. „Þetta er tækifærið okkar! Við verðum að brjótast út!” Svitinn spratt fram á andliti minu um leið og ég sveifl- aði fótunum niður á gólfið. „Hjálpaðu mér á fætur, Glenda.” „Þú kemst ekki út! Heldurðu ekki að ég sé búin að reyna hvað eftir annað?” „Hjálpaðu mér á fætur!” Hún studdi mig meðan ég dragnaðist á fætur og sagði: „Þetta þýðir ekki, Larry. Þú meiðir þig bara.” Ég skjögraði að dyrunum og lagði hendurnar á tréspjaldið. Hurðin var álíka traust og múrveggur. Jafnvel þó ég væri vopnaður öxi myndi ég eiga erfitt með að brjóta hana upp. Ég sneri mér að glugganum og sá að hlerarnir voru úr eik og skrúfaðir fastir. Það var vonlaust að komast út um dyrnar eða gluggann. Sársaukinn olli mér máttleysi og ég lét fallast á rúmið. Glenda hljóp inn í baðherbergið og kom til baka með vatnsglas. Ég hellti vatninu yfir höfuðið og mig hætti að svima. Þegar ég rétti henni glasið leit ég um leið á úrið mitt. Andartak trúði ég ekki eigin augum. Ég hafði verið meðvit- undarlaus I rúma fjóra tíma. „Við kæmumst kannski í gegnum loftið,” sagði ég. „Það er of hátt. Það er ekkert til að standa á. Ekkert sem við gætum notað! Ó, Larry, ástin mín, við verðum að gera eins og hann segir!” Við heyrðum hljóð frammi og Glenda greip í mig. Andartaki síðar voru dyrnar rifnar upp og Klaus gekk inn. Að baki hans stóðu Benny og Joe i gættinni. „Nú ættir þú að vera farinn að gera þér grein fyrir því, herra Lucas, að það þýðir ekki að reyna að leika á mig.” Klaus sneri sér að Glendu. „Vatnsglas.” Hún greip glasið og næstum hljóp inn i baðherbergið. Mig flökraði við að sjá hversu hrædd hún var við hann. „Hérna eru pillur, herra Lucas. Taktu þær! Ég vil að þú sért hress og vel á þig kominn í aðgerðinni.” Joe elti Benny inn í herbergið. Það var ekkert sem ég gat gert. Tilhugsunin um þunga hnefa Bennys smella á aumum líkama mínum skaut mér skelk I bringu. Ég tók pillurnar þrjár og vatnsglasið sem Glenda rétti mér skjálfhent. „Taktu þær inn!” urfáði Klaus. Ég gleypti pillurnar og drakk vatnið. „Ég er viss um að þú hefur ekkert á móti þvi að deila rúmi með konunni þinni,” sagði Klaus. „Góða nótt, bæði,” og hann fór út. „Ég verð beint fyrir framan, skepna, ef þig vantar eitthvað i nótt," sagði Benny. Hann lyfti stórum hnefanum. „Þú þarft ekki annaðen að kalla.” Joe hló óstjórnlega, svo fóru þeir fram ogég heyrði þá læsa. Þegar ég tók í hönd Glendu fóru pill- urnar að hafa áhrif og ég rotaðist eins og kerti sem slökkt er á. Mig dreymdi að Joe væri að leika negra- sálminn á munnhörpuna sína. Ég hreyfði mig í þeirri von að draumurinn hyrfi, svo vaknaði ég skyndilega og enn glumdi lagið. Ég.opnaði augun og þarna sat Joe á stól og lék á munnhörpuna. Þegar hann sá að ég starði á hann hætti hann að leika og þykkar varir hans strekktust i breiðu brosi. „Hæ, maður,” sagði hann. „Tími til að fara á lappir.” Ég settist upp í rúminu. Ég fann engar óbærilegar kvalir en mig verkjaði í skrokkinn. Ég leit í kringum mig. Glenda sat á gólfinu úti i horni. Hún leit á mig og stór augu hennar voru sljó- leg. „Komdu nú, maður,” sagði Joe. „Farðu I bað. Ég skal blanda það fyrir þig. Tíminn liður. Þú getur ekki sofið endalaust.” Ég leit á úrið mitt. Klukkan var tiu. Ég hafði ekki hugmynd um hvort hún var tíu að morgni eða kvöldi. Joe opnaði og kallaði. Andartaki síðar kom Benny inn. Hann fór til Glendu. greip um handlegg hennar og dró hana á fætur. „Labbitúr, Ijúfan," sagði hann og dró hana út úr herberginu. Joe fór inn í baðherbergið og skrúfaði frá vatninu. Ég reis á fætur og bjóst við að finna mikinn sársauka, en mig kenndi ekkert til. Það var nokkuð sem ég ætlaði ekki að láta Joe vita. Þegar hann kom út úr baðherberginu saup ég hveljur og hnipraði mig saman. „Svona, svona, maður." sagði hann óþolinmóður. „Þú ert ekki svona slappur.” - Ég sat beygður í kút, svo hökti ég hægt að baðherberginu. Ég stóð við bað- kerið og andaði þungt meðan Joe skrúf- aði fyrir. Hann dró af mér skyrtuna. „Já, maður, Benny kann sannarlega til verka.” Ég leit niður á bringu mina. Hún var gul, svört og blá. Ég fór mér hægt, þótt- ist vera aumari en ég var meðan ég klæddi mig úr buxunum og nærbuxun um og rakst svo utan í Joe, sem greip mig. „Svona. maður!” sagði hann óþolin- móður og hálft í hvoru ýtti mér og lyfti niður I baðið. Ég lá í heitu vatninu með lokuð aug- un en nú starfaði hugur minn ákaft. Það hlaut að vera einhver leið úr gildrunni! Ég gat ekkert gert meðan Glenda var gísl. Ef ég gæti bara fundið einhverja leið til að frelsa hana . .. Joe stóð yfir mér og leyfði mér að liggja í tíu mínútur í bleyti í heitu vatn- inu, svo beygði hann sig niður, greip um úlnliði mína og dró mig upp. Ég stundi. svona til að sýnast fyrir honum. „Þurrkaðu þér og flýttu þér, maður. Foringinn vill fá þig.” Hann fór inn í svefnherbergið. Ég fór mér hægt. Það var óþægilegt að koma við skrámaðan líkama minn en ég þurrkaði mér, fór hægt í skyrtuna, hysjaði upp um mig buxurnar og gekk lúshægt inn i svefnherbergið. Það kom mér á óvart að ég skyldi ekki finna fyrir Skreytingar og gjafavörur við öll tœki- 9. tbl. Víkan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.