Vikan


Vikan - 26.02.1981, Side 15

Vikan - 26.02.1981, Side 15
Framhaldssaga engin brögð ef þú vilt að konan þín haldi lífi. Er þaðskilið?" „Já.” „Gott og vel. Ef þú skyldir vera að velta því fyrir þér hvort einkaritarinn þinn tilkynni að þú sért horfinn þá get ég sagt þér að hún fékk skeyti þess efnis að þér hafi seinkað og að hún megi búast við þér á þriðjudaginn. Þá hefurðu nægi- legan tíma til að komast undan." Ég var viss um að þegar þremenning- Sá hlær best... arnir hefðu tæmt bankann myndu þeir myrða mig. Ég gerði mér engar grillur í þeim efnum. Ég sagði ekkert. Hann þrýsti á hnapp og Harry kom inn. „Gættu hans, Harry, og fylgstu vel með honum.” Harry brosti breitt til mín: sjálfs- ánægður, öruggur með sig og kynþokka- fullur. „Komdu góurinn," sagði hann. „Þú ert búinn að reyna þitt, hér eftir eru það viðskiptin einber.” Ég stóð hægt upp og gekk I keng á eftir honum út úr herberginu og inn í heita og raka nóttina. Harry kveikti á sterku vasaljósi og gekk með mér yfir grasflötina að stórri hlöðu. Við fórum þar inn. Lýsingin i hlöðunni voru tvær berar ljósaperur sem héngu niður úr sperrun- um. 1 hlöðunni miðri var brynvarinn bíll. Hann var eftirlíking af bílnum sem ég hafði oft og einatt séð á aðalgötunni I Sharnville. Hjá bílnum stóðu tveir há- vaxnir og þreklegir menn í brúnum öryggisvarðabúningi. „Líttu á, góur,” sagði Harry. „Hvað finnst þér?” Mennirnir tveir horfðu á mig meðan ég skoðaði þá. svo gekk ég hægt um- hverfis bilinn. Ég fann engan galla, hvorki á bílnum né einkennisbúningun- um. „Þetta er vel unnið verk,” sagði ég. Harry kinkaði kolli og glotti. „Sjálfsagt. Vertu viss um það, góur- inn. Gáðu betur að. Við viljum engin mistök, er það nokkuð?" „Þetta er vel gert,” endurtók ég. „Sjáðu þetta.” Hann opnaði bílinn ökumannsmegin, hallaði sér inn og tók I handfang. Nafn fjárflutningafyrirtækisins, sem málað var með rauðum stöfum á báðar hliðar bilsins, hvarf upp I þak bílsins. Annað merki birtist þar sem stóð: Calo hús- munir hf. Númeraplöturnar breyttust í Los Angeles-númer. „Sætt, finnst þér ekki?” sagði Harry. „Við förum allir burt i bilnum þegar búið er að hlaða hann.” Allir nema ég, hugsaði ég. „Nokkuð snjallt,” sagði ég. „Eínt. Nú förum við í íbúðina þina og sækjum tækin þín. Komdu nú.” Við fórum út úr hlöðunni og gengum yfir grasflötina þangað sem Chevrolet- inum hafði verið lagt. „Þú keyrir, góurinn. Ég fylgist með þér.” Hann sat við hlið mér og ég setti vélina i gang og ók út á veginn. Harry sagði: „Ég hef verið að brjóta heilann um þig, góurinn, og það sem þú sagðir við mig. Þar sem þér skjátlaðist var að treysta Joe. Joe er einfaldur svertingjastrákur. Foringinn hefur hugs- að um hann og þegar svertingjastrákur trúir á einhvern stendur hann með honum I blindni. Allt sem þú sagðir við Joe fór beina leið til foringjans. Það var foringinn sem sagði Joe að láta þig fá þyssu. Foringinn er sniðugur. Hann hugsar alltaf fram I tímann. Hann hugsaði sem svo að ef Joe léti þig ekki fá byssu myndirðu sjálfur kaupa þér byssu. Það er að hugsa fram í tímann. Það var ágæt hugmynd hjá þér að fá Joe til að sleppa Glendu út. Hugmyndin var ágæt, en .þér skjátlaðist þegar þú hélst að þú gætir treyst Joe. Hvað gerðist? Þú varst laminn í klessu og Glenda er ennþá lokuðinni.” Ég sagði ekkert. Ég hægði á mér þegar ég var kominn niður afleggjarann og beið eftir að komast út I umferðina á hraðbrautinni. „Ég blekki ekki sjálfan mig svo mikið,” sagði Harry, „að halda að það séu þrjár milljónir dollara í hvelfing- unni. Ég held að Klaus sé alveg jafn- klikkaður og þú segir að hann sé. Ef til vill er milljón þarna. Milljón skipt í þrjá hluta er ekki sérlega spennandi. Nú ætla ég að gera þér tilboð, góurinn. Þú færð Glendu og fimmtíu þúsund og ég fæ afganginn. List þérá það?” Er þetta ein blekkingin enn? hugsaði ég. „Hvað kæmi fyrir Joe og Benny?” „Segðu mér nokkuð. Myndi heyrast út á götu ef hleypt yrði af byssu í hvelfingunni?” „Það myndi ekki einu sinni heyrast inni I bankanum.” „Mér datt það i hug. Mín hugmynd er sú að þegar búið er að pakka niður I kassana kála ég Benny og Joe, læt þig svo fá fimmtíu þúsund og byssu. Ég sting áf í bílnum með góssið og þú ferð og stútar Klaus og sækir Glendu. Þessum bíl verður lagt I grennd við bankann. Þú notar hann. Hvað segirðu um það?” Og hvað hindrar þig í að skjóta mig þegar þú ert búinn að skjóta Benny og Joe? hugsaði ég. „Hvað með mennina tvo sem sjá um bílinn?” „Ekkert mál. Þeir fara um leið og þeir eru búnir að koma bíinum í kjallarann. Þeir hafa sinn eigin bíl. Það er ekki fyrr en þýfið er komið í bílinn sem ég læt til skarar skríða. Ég sé um peningana. Ég set fimmtíu þúsund í einn kassann. Um leið og ég er búinn að stúta Joe og Benny læt ég þig fá kassann og byssu og þá sérð þú um þig sjálfur og ég um mig.” Nú ókum við eftir aðalgötunni í Sharnville. Ég beygði i áttina að fjöl- býlishúsinu þar sem ég bjó. „Verður Klaus einn með Glendu?” „Auðvitað. Það eru engir fleiri. Þú þarft ekki annað að gera en labba þangað inn og stúta honum. Hvernig list þér á það?" Ef ég lifði nægilega lengi til að ná til VÍRNET HF. BORGARBRAUT. BORGARNESI. Svartur galvaniseraður saumur. — Mótavír. — Bindivír. — GirÓingalykkjur. Sími 93-7296, Borgarnesi. 9. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.