Vikan


Vikan - 26.02.1981, Qupperneq 17

Vikan - 26.02.1981, Qupperneq 17
Framhaldssaga kassettuna. Þú opnar hvelfinguna og Joe hefst handa. Hann kann vel til verka með logsuðutæki. Þú segir að það þurfi að opna fjögur hundruð hólf. Við Benny tökum góssið úr hólfunum jafnóðum og Joe opnar þau og setjum peningana í kassana. Þú gætir þess bara að þvælast ekki fyrir. Ef Joe vinnur hratt fæ ég þig kannski til að hjálpa okkur við að fylla kassana. Við vinnum allan laugardag- inn. Við höfum á að giska tuttugu og sjö tíma til aðopna öll hólfin. Bíllinn kemur klukkan átta á sunnudagsmorguninn og ökumaðurinn og félagi hans koma sér burt. Við stöflum kössunum í bílinn.” Harry þagnaði og glotti. „Meðan Benny og Joe eru að hreinsa til stúta ég þeim. Ég læt þig fá byssu og fimmtíu þúsundin og þú ferð og sérð um Klaus. Nærðu þessu?” Ég drakk af viskíinu mínu. Myndi Harry skjóta mig strax og við værum komnir inn í hvelfinguna? Ég hugsaði hratt. Mér fannst það ekki trú- legt. Enginn þeirra myndi kæra sig um að hafa lík í hvelfingunni í tuttugu og sjö tíma. Nei... þegar Harry væri búinn að skjóta Joe og Benny yrði ég næstur á dagskrá. „Ég náði þessu,” sagði ég. „Joe sér um logsuðutækið. Benny sér um kassana. Þú sérð um tækin þín og matarpokann. Ég er með hann tilbúinn. Það er engin ástæða til að svelta. Stúlkan min verður viðbúin þvi að kjafta við vörðinn og tefja fyrir honum.” Hann leit á úrið sitt. „Einn og hálfur tími til viðbótar.” Hann stóð upp og tók að ganga um herbergið. „Allir þessir seðlar!” sagði hann. Sá hlær best... „Þetta er nokkuð sem mig er lengi búið aðdreyma um!” „Skuldabréfin sem Klaus lét mig fá,” sagði ég og fylgdist gaumgæfilega með honum. „Joe sagði mér að pabbi þinn hefði gert þau. Mér virtust þau góð og gild.” Hann nam staðar og brosti til mín. „Joe talar of mikið.” Hann hló sjálfumglaður. „Já, Klaus hafði þig að fífli. Það myndu allir trúa að bréfin væru ekta. Faðir minn var lista- maður.en hann var líka heimskur. Hann var svo andskoti gráðugur að hann var ekki nægilega varkár og kom okkur báðum í fangelsi. Ef við hefðum unnið betur saman hefðum við getað grætt stórfé en honum lá svo mikið á að allt komst upp. Alríkislögreglan var komin á hælana á okkur.” Hann yppti öxlum. „Þannig gengur það en í þetta sinn er ég ekki að eiga við fölsuð bréf, ég verð með alvörupeninga milli handanna.” „Og hvað ætlarðu að gera þegar þú færðpeningana, Harry?” „Milljón — kannski meira! Með svoleiðis seðlabúnt gæti sniðugur náungi eins og ég gufað upp.” Hann brosti ísmeygilega til mín. „Ef ég hefði svo- leiðis seðlabúnt gæti ég keypt mér heila herdeild af konum. Það finnst mér best — konur. Ég verð á flakki og ríð. Ég get varla beðið.” „Þegar lögreglan kemst að þessu verður hún á hælunum á þér, Harry.” „Hann hló. „Þeir hafa elt mig áður. Ég ætla að týnast i þetta skiptið. Þeir náðu mér bara síðast vegna þess að ég hafði enga peninga en það verða engin vandræði þegar ég á milljón.” Hann klóraði sér i skegginu, „Hvað ætlarðu að gera við fimmtíu þúsundin og Glendu?” Það var nokkuð sem ég hafði ekki velt fyrir mér. Ef ég gerði ráð fyrir þvi að Harry væri ekki að leika á mig og ef hann léti mig fá fimmtíu þúsundin og byssu og ég næði í Glendu.... hvað myndi ég þá taka til bragðs? Ég vissi að um leið og lögreglan áttaði sig á því að ég væri farinn frá Sharnville myndi hún elta mig i þeirri vissu að ég hefði staðið á bak við bankaránið. En ránið myndi ekki komast upp fyrr en hálfníu á mánudagsmorgni. Ef Harry var ekki að leika á mig hafði ég tuttugu og fjórar stundir til að koma mér úr landi. „Ég er að hugsa um að fljúga til Kanada,” sagði ég. „Þegar ég er kominn þangað get ég ráðið ráðum minum.” Hann kinkaði kolli og aftur brosti hann ísmeygilega. „Glenda er sniðug stelpa. Ræddu málið við hana. Hún finnur upp á ein- hverju.” Ég leit aftur á úrið mitt. Ég þurfti að biða í klukkustund enn. „Mér líður ennþá hálfilla, Harry. Ég ætla að leggja mig meðan við bíðum. Er það i lagi þín vegna?” „Gjörðu svo vel.” Hann hellti sér aftur i glasið. „Það er andstyggilegt að bíða svona.” FIDELITY STEREO SAMSTEÐAN Sérstök hljómgæði, hagstætt verö. Innifalið í verðum: Útvarp með u L-M-S-FM bylgjum, plötu- spilari, magnari, segul- band og 2 hátalarar. ^ ," Gerð MC5 ^0** gerð MC 6 með dolby'kerfi gerð 4-40 gerö 5-50 með dolby kerfi FIDELITY Sérstök hljómgæði PANTIÐ MYNDALISTAI SIMA: 19294 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 f.tU.VlkM 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.