Vikan


Vikan - 26.02.1981, Qupperneq 21

Vikan - 26.02.1981, Qupperneq 21
— Ertu búinn að slá gras- flötina? Enn eitt dæmi: Við erum í miðdegisverðar- boði og þegar kaffið og koníakið er borið fram, þegar fyrst fer að verða gaman, gef ég ungu konunni hans Bergkvists svolítið undir fótinn. Af ein- hverjum ástæðum berst talið að aldri okkar frú Bergkvists og unga konan hans Bergkvists getur sér til um aldur minn og giskar á að ég sé 4-5 árum yngri en ég er og égsegi: — Neei, ég er nú kominn yfir fertugt fyrir mörgum árum þó það sjáist kannski ekki á mér. En ég geri líka hvað ég get til að halda mér í formi! Köld sturta á morgnana, þú veist! Og badminton tvisvar í viku! Það var nú reyndar ung kona sem sagði við mig í boði um daginn að ef. hún væri ekki gift nú þegar þá .. . Maríanna lagði rjóma- kökuna frá sér og hvíslaði svo hátt og áberandi að ekki fór framhjáneinum: — Inn með magann, fitu- keppur! Ég get nefnt ykkur enn eitt, mjög dæmigert. Ég sit og les í sunnudagsblaðinu og lít yfir nokkur ferðatilboð. — Þetta er alveg ótrúlega ódýrt, fargjöldin eru orðin svo lág, segi ég. — Maður ætti eiginlega að notfæra sér svona frábært tilboð eins og þetta. 8 daga ferð á fyrsta flokks hóteli í Las Palmas á Grand Canaria og vín innifalið í öllum máltíðum fyrir aðeins fimm þúsund og . . . Maríanna hvílir sig á sultunni andartak. — Ef þú ferð til Kanarí þá fer ég með, segir hún svo. Eða hvað finnst ykkur um þetta talandi dæmi. Ég sit með dagblaðið og segi svo: — Nú ætla þeir enn einu sinni að hækka áfengi, tóbak og léttvín, fjandinn hafi það! Þessi stjórn! Þarna sitja þeir og skara eld að sinni köku, éta sig feita og metta meðan þeir stjórna landi og þjóð sem er heft í fjötra verðbólgunnar. Það eina sem þeir hafa áhuga á er að útbúa nýja skatta og gjöld og leggja byrðarnar á herðar okkar skattborgaranna. Ef svo heldur fram sem horfir veit ég eiginlega ekki hvernig ég á að fara að því að láta þetta rúlla hjá okkur. Það er eiginlega svo að . . . Maríanna leggur lesgler- augun frá sér, lítur á mig og segir. — Þú gætir hætt að reykja. Ekki rétt? Þetta er ömurleg aðferð til að halda uppi samræðum. En auðvitað er ég ekki vitlausari en svo að ég er búinn að finna aðferð til að sjá við henni. Ég veit vel hvernig ég á að bera mig að. Ég prófaði tæknina sjálfur og datt niður á ekta athugasemd i stíl Maríönnu. Mér tókst að minnsta kosti að fá hana til að steinþagna og þvergirða fyrir allar frekari samræður. Ég var orðinn glorsoltinn og beið spenntur eftir árangrinum af öllu bardúsinu í eldhúsinu. Svo kom Maríanna inn með steikarfat. — Ég er með svolitið hér sem við höfum aldrei haft áður, sagði hún uppveðruð. Ég er svo spennt að þú bragðir það því ef þú kannt að meta það getum við haft það að minnsta kosti einu sinni í viku. Það er bæði hollt og gott og með helling af vítamínum. Það heitir spari- pottur hirðgarðyrkjumannsins og i honum eru gulrætur, blómkál, sellerí og þetta er brasað með fiskbollum og . . . . Ég lagði frá mér hníf og gaffal og stóð upp. — Takk fyrir matinn! sagði ég. im 9. tbl. Vikan 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.