Vikan


Vikan - 26.02.1981, Qupperneq 23

Vikan - 26.02.1981, Qupperneq 23
Dagur í lífi Dagur í lífi Silju Aðaisteinsdóttur lýtur engum föstum lögmálum. Þó við reynum í þessari Viku aðgefa lesendum hlutdeild í einum degi hjá henni af all- sæmilegum heiðarleik, er ekki þar með sagt aö lesendur séu nokkru nær um dag í lífi hennar 10 dögum seinna. Hins vegar vita þeir hvernig einn vetrardagur getur verið hjá Silju og þeir eru kannski nokkru nær um það sem hún hefur fyrir stafni öðru jöfnu. Það er auðvitað alltaf álitamál hvenær dagurinn hefst. Á tölvuvæddri öld er svo sem allt eins hægt að sann- færa mann um aö hann hefjist þegar klukkan er hérumbil ekki neitt, eða 00.01. Miðað við þess konar dagatal gæti dagurinn hennar hafist eitthvað á þessa leið: 00:01 Ring! ring! „Halló!” „Anna? Komdu blessuð, þetta er Silja,” „Komdu blessuð, ég var að reyna að ná í þig.” „Já, ég var á fundi i kroppahóp ...” En þetta hljómar auðvitað ekki nógu sennilega. Hópar heita ekki kroppa- hópar og simar eru ekki notaðir til mannlegra samskipta á þessum tíma dags. Nema auðvitað að skilaboð hangi á eldhúshurðinni: „Hringdu í síma 527. ., sama hvað seint,” þegar komið er heim af fundi hóps sem er að þýða bókina „Kvinde! Kend din krop”. Og þetta henti Silju reyndar fyrir skemmstu, einmitt þegar klukkan var nasstum ekki neitt. Daginn sem hún hafði Vikuna á hælunum. En hún var þá rétt að ljúka löngum starfsdegi, deginum áður, og átti eftir að hvílast vel, áður en lengra var haldið. Morgunleikfimi og hryggbrot Silja byrjar daginn á morgunleikfimi en hefur vit á að láta myndasmið þar hvergi koma nærri. „Ég er í mesta lagi á brókunum,” segir hún sposk. „Þessa morgunleikfimi hef ég gert á hverjum morgni frá því að ég hrygg- brotnaði, árið 1962.” Það er varla að hún fáist til að segja meira um hrygg- brotið.” Það gerðist i skíðaferðalagi í skólanum og ég var ekki á skíðum heldur krossviðarplötu. Það var mjög skammarlegt. Og svo hló Valdimar Örnólfsson bara þegar hann sá mig. Platan stoppaði nefnilega á steini, en þaðgerði ég ekki.” Mynd á veggnum i svefnherberginu minnir á sjúkraleguna, sem varð löng. Hún er af leggjalöngum táningi. „Ég teiknaði hana liggjandi,” segir Silja. „þess vegna urðu allar línumar svo langar.” En ekki skaðar það myndina. Langar línur voru einmitt í tísku á þessum árum. 3 árum seinna mynd- skreytti Silja framhaldssögu í Vikunni, Hamingjunótt eftir Vicky Baum. Silja er alin upp við Vikuna. Mamma hennar keypti hana lengi og lét binda hana inn. „Þarna kynntist maður úrvals smá- sagnahöfundum eins og O. Henry & Maupassant og var þeim svo nákunn- ugur seinna meir þegar farið var að lesa þá í skólanum. Svo hef ég líka átt smá- sögu í Vikunni, hræðilega ástarvellu,” bætir hún við. „Er maður ekki alltaf hengdur fyrir svoleiðis lagað?” En . . . „Ég hef þá reglu að afneita ekki fortið- inni.” Svo þetta fer á þrykk. Þetta er allt löngu liðið og við erum að fást við daginn í dag. 08*05 Að ^ða un9|in9a' Silja er sest við ritvélina og farin að þýða af kappi. Henni hefur ekki gefist mikill timi til að sinna þýðingunum að undanförnu, annað hefur kallað. Þess vegna getur verið gott að eiga morgun- stund við ritvélina. Börnin og bóndinn komin í vinnu og skóla, nema táningur- inn hennar, Sif, sem liggur í flensu. Það er reyndar ekki nógu gott þegar samræmdu prófin í 9. bekk eru fram- undan og í skólanum er verið að fara yfir allt sem máli skiptir fyrir próf. Ekki tekst Silju þó að gera kraftaverk í flensu- málum að þessu sinni. 1 þetta skipti dugar víst ekki að hakka í sig C-vítamín, eins og Silja á til að gera ef hálsbólga og upptökutími á útvarpsþætti virðast ætla að keppa um krafta hennar. 10:14 Útúrdúr „Strætó kemur eftir 4 eða 5 mínútur,” segir Silja um leiðog hún lokar dyrunum á eftir sér. Hún er búin að kveðja táninginn sinn og er að reyna að sann- færa kisu um að miklu betur fari um hana inni en i stólnum frammi á stiga- palli. Strætó seinkar ekki áætlun sinni Hvenær skyldi strætó koma? þótt einn köttur láti ekki sannfærast á 3 mínútum. Svo er hlaupið í strætó. Að visu er ferðinni heitiðá Landsbóka safnið eins og marga aðra morgna en i dag fer Silja í aðra átt þegar hún kemur úr strætisvagninum. Einbeitt á svip skálmar hún yfir götuna og ekki laust við að hún sé óvenju létt í spori (og það er langt yfir meðalléttleika). Hún tekur stefnuna á það sögufræga hús Laugaveg 18 en lætur sér nægja að fara upp á þriðju hæð. Þar er mikið húsrask í gangi, veggir annaðhvort að rýma eða skapast, en inni á skrifstofu Máls og menningar hittir Silja Þuríði Baxter. Hún er nýbúin að fá i hendur höfundareintökin af bókinni hennar Silju, tslenskar barna bœkur 1780-1979. og Silja er að vitja þeirra. „Ég þjófstartaði nú reyndar,” segir Silja, „og tókst að kria út þrjú eintök hjá þeim sem pakka niðri á Granda." Hún skellihlær. „Það var stór stund. Síðan tók ég leigubíl beint upp á Fæðingar- heimili og færði Olgu Guðrúnu eintak' á sængina. Salka litla er fædd," bætir hún við, þegar forvitni rekur einhvern til að hnýsast í „hvað” Olga Guðrún hafi átt. 9. tbl. Vikan 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.