Vikan


Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 24

Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 24
„Mig langaði til að spyrja leigubíl- stjórann hvort hann hefði nokkurn tíma gefið út bók,” segir Silja. „En ég gerði það ekki svo ég bara grét I staðinn. Þetta er næstum eins mikið ævintýri og að eiga barn, en núna finnst mér einhvern veginn að það sé allt að baki og þessi bók komi mér ekki eins við.” _ Á við þrjá klukku- 10:50 tíma Klyfjuð bókunum sínum gengur Silja niður á Landsbókasafn en þar vinnur hún mikið. Þessa dagana er hún að undirbúa kennslu. Hún kennir við islenskudeild Háskóla lslands, á sínu sér- sviði, og nú er nýhafinn barnabóka- „kúrs”. Þar að auki kennir hún erlend- um stúdentum íslenskar samtímabók- menntir. Timinn flýgur, þegar sest er víð skriftir á Landsbókasafninu, og fyrr en varir er Silja á leið aftur út. „Mér finnst manni vinnast vel hérna á Landsbókasafninu,” segir Silja. „Einn klukkutími hér er alveg á við þrjá klukkutíma heima.” 11:45 „Ég á eftir að ljósrita það sem ég ætla að láta krakkana fá í þessum tíma,” segir Silja þegar hún er komin upp I Árna- garð. Það er þolinmæðisverk en ómetan- legt við kennslu. 13:15 „Ég er með tima frá eitt til sex á miðvikudögum,” segir Silja og er þar með horfin inn í stofu með íslensku- stúdentunum sinum. Hún er að fara yfir lesefni námskeiðsins því það er nýbyrjað. Hún kennir tvo daga i viku á vorönn. Þá sér maðurinn hennar, Gunnar Karlsson, um heimilið, matseld og börnin. Þau skipta með sér vikunni og eru bæði svo heppin að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma. Gunnar er prófessor i sögu og tók sina kennslu- skyldu að mjög miklu leyti út á haustmisseri, en þá kenndi Silja ekki. Dagana sem Silja er ekki að kenna ber hún ábyrgð á heimilishaldinu og notar svo þann tíma sem hún hefur til að undirbúa tíma og þýða. „Þegar ég var að skrifa bókina mína, sumarið 1979,” segir Silja, „sá Gunnar alveg um heimilið og svo kom maður bara heim á kvöldin og fann góða matarlykt og kallaði: Hvað er i matinn, elskan?” Auðvitað tekur tíma að koma sameiginlegri ábyrgð á heimilishaldið en Silju líst vel á að þetta gangi hjá þeim. Dæturnar eru 15 og 9 ára. Löngu Hnurnar i myndinni minna 6 þé tið þegar Silja var hryggbrotin. „Þetta er auðvitað mella. Mig dreymdi, eins og allar stelpur, um að verða mella. Eða nunnal" 10.011 r/Hver vill hætta?" Timinn er byrjaður. „Þið eruð allt of mörg,” hrópar Silja yfir bekkinn þegar það rennur upp fyrir henni að 30 manns hafa mætt I þennan fyrsta tíma um barnabókmenntir. „Er ekki einhver sjálfboðaliði sem vill hætta?” Enginn gefur sig fram. „Það hlýtur að saxast á hópinn,” segir hún vongóð en fáir heyra. Þau leggja á ráðin um skipulag námskeiðsins. Nú getur Silja í fyrsta skipti ætlað nýútkomnum barnabókum góðan tíma. Bókin hennar sparar henni mikið ómak (hún er meir en 400 síður, svo menn geta dundað sér við að reikna út hversu mikið ómak hún sparar). Áður þurfti hún að segja nemendum allt það helsta um bamabókmenntasöguna i fyrir- lestrum, nú getur hún vísað til bókar- innar. „Þú talar svo hratt að þú gætir fengið hverja heiðarlega hríðskotabyssu til að skammast sin,” er haft eftir einum nemanda hennar, áður en hún skrifaði bókina. 15:00 3 bollar Allt í einu eru timamir tveir I barna- bókmenntunum búnir. Og næsti timi ekki fyrr en klukkan kortér yfir fimm. Hvað er til ráða? Að tylla sér I eitt hornið á kaffistofunni I Lögbergi og bíða næsta tíma? Nei, það er greinilegt að Silja ætlar sér ekki að sitja i horninu á kjallara laga- deildarhússins I tvo tima. Hún er þegar lögð af stað í heimsókn til gamals nemanda síns á Fálkagötunni. Það er stúlka sem hefur lesið bókina yfir fyrir Silju og nú færir hún henni eintak úr bunkanum sem hún sótti til Þuríðar um morguninn. Þar er boðið upp á kaffi og Silja drekkur 3 bolla af rótsterku og er hress í bragði er hún heldur á fund við útlend- ingana sina. 17.nn Heppilegt If.UU fórnarlamb Þeir eru nú reyndar ekki ósjálfbjarga á íslensku, flestir orðnir vel kjaftafærir á ástkæra ylhýra málinu og Silja á að leiða þá í allan sannleika um islenskar samtímabókmenntir, tvisvar I viku á vormisseri. 1 fyrstu tímunum fer mestur tíminn í að kynna námsefnið: „Fyrsta sagan sem þið lesið í þessari bók,” segir Silja og réttir upp bókina svo allir sjái, „er saga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og 24 Vikan 9- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.