Vikan


Vikan - 26.02.1981, Síða 26

Vikan - 26.02.1981, Síða 26
les afraksturinn fyrir fjölskylduna á kvöldin. Bókin sem Silja er að þýða núna er unglingabók og þá er gott að hafa stelpurnar í gagnrýninni. Ekki er enn alveg búið að ákveða nafnið á sögunni og sýnist sitt hverjum. Helst kemur til greina að kalla hana „Vá fyrir dyrum”. Það gæti kannski vafist fyrir þeim sem þekkja ekki aðra vá en „vaaaáááááá!!!!” Táningnum finnst „Á flótta með farandleikurum” miklu meira spenn- andi. „Launráð í Lundúnum” kemur einnig til greina. Sagan er eftir Geoffrey Trease og er skrifuð áriö 1940, „og gerist ennþá fyrr, eða um 1600,” segir Silja. „Aðal- persónurnar eru tveir unglingar en ein aukapersóna er sjálfur Shakespeare. Sagan gerist í spennandi umhverfi, leik- húsi. Elísabet drottning kemur líka við sögu.” Á lestri kvöldsins er helst að merkja að hann sir Philip sé mesti fantur og fúlmenni. Það verður svo að koma í Ijós hvort það er rétt. Þegar yngri dóttirin, Sigþrúður, sér fram á að mamma er ekki búin að þýða meira fer hún fram á að fá að fara út að leika. Smástund er prúttað um tíma- lengd og önnur praktisk atriði. Sigþrúður er greinilega gallhörð samninga- manneskja. „Jæja, skutlastu þá aðeins út fyrir dyrnar,” segir Silja. „Dóttirin semur ekki af sér og finnst „rétt út fyrir dyrnar” allsendis ófullnægjandi. Samningar takast og öllu réttlæti er fullnægt. Aðeins er eftir að teyga seinustu loftlítrana að loknum löngum starfsdegi. Einn dagur í lifi Silju Aðalsteinsdóttur er á enda. Kvöldttund og afrakatur morgunaina laainn gagnrýnum f)ölskytdumoðlimum. Sigþrúður, Gunnar og SHJa. Að loknu þriggja stunda verki, eftir klukkutima setu ö Landsbóka- Hamingjusöm, með höfundar- safninu. eintökin f fanginu. m m i fii if \ 26 Vikan 9. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.