Vikan


Vikan - 26.02.1981, Síða 31

Vikan - 26.02.1981, Síða 31
Leiklist höfða til unglinganna en samt sem áður aðeiga erindi til fólksá öllum aldri.” Fólk á öllum aldri var hreint út sagt að drepast úr hlátri þegar Vikan brá sér til að sjá Gretti. Allir héldu þó líftórunni þegar seinast var vitað og unglingar og aðrir tíndust tregir út að lokinni sýningu. „Unglingar voru margir, en klukkan var orðin ansi margt og manni varð hugsað til þeirra unglinga sem ekki fá að fara á miðnætursýningar. („Á þetta leikrit! Eru þetta ekki vandræða- unglingar sem verið er að sýna, og það um miðja nótt,” gæti jafnvel einhver mamman eða pabbinn hafa sagt, meðan þau gláptu á sjónvarpsauglýsingarnar.) Rangar eða jafnvel villandi upplýsingar gætu flotið með. Hann tekur líka stakka- skiptum í leikritinu, ytra sem innra. Meira að segja fólkinu I kringum hann kemur ekki saman um hvernig hann sé eiginlega. Mamman er helst á því að hann sé gæðablóð en pabbinn lætur í það skína að hann sé ónytjungur, að hefðbundnum pabbahætti. Pönkararnir við sjoppuna æpa á hann: Þú ert prentvilla í blaði púnkteraðdekk blettur í laki borin von. Hann á að verða sú varða sem vísar oss leiðina fram. Hann er á heimsmælikvarða, Hreinasta fjölmiðlanamm. Það munar ekki um það. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er eins og í öllum spennandi leikjum. Og með dúndrandi Þursamúsík og dönsurum, leikurum og söngvurum (sem til hagræðingar eru sama fólkið) eru örlög Grettis ráðin i öðru hverju atriði. Þrátt fyrir óvæntar og ótrúlega uppákomur er hægt að ímynda sér að þetta sama gæti hent nánast hvað óákveðna ungling sem er; svona hér um bil. „Þórhildur sá um það," segir Stefán enn sakleysislegar. En þau eru liklega bara svona góðir leikarar. Það er hægt að skemmta sér vel yfir ævintýrum Grettis og eiga samt efnivið í alvarlegar pælingar eftir á. Það er svo sem engin skylda að hafa skemmtiefni innihaldslaust — og þeir Egill Ólafsson, Ólafur Haukur Simonar son og Þórarinn Eldjárn hafa gert Gretti þannig að hann verður svæsnustu húmoristum jafnt sem alvarlega þenkj- andi ungmennum töluvert minnis- stæður. Til að hressa upp á minniö birtum við myndir úr sýningunni i þessari Viku og opnuplakatið er auðvit- aðafGRETTI. Hann virðist til alls vfs... . . . an er meinlaus ef hann fœr banana! „Við erum reyndar að byrja með sýningar snemma á miðvikudags- kvöldum því við höfum orðið vör við að ekki fá allir unglingar að fara svona seint í leikhús," segir Stefán og styður þar með grun um að samtöl sem þessi geti átt sérstað. Blettur í laki Gretti er svo sem ekki gott að lýsa. Þú ert hlé vegna bilunar hlekkurinn týndi úrbræddur mótor vonjn sem brást. Þú ert bömmer, bömmer, bömmer og hafðu það. En bróðir hans bisnessmaðurinn sér fram á að Grettir er ekki eins hábölv- aður og hann hélt i fyrstu. „Þórhildur sá um þaö” Eftir á er svo auðvitað hægt að pæla i því hvernig hægt er að gera alla leikarana að úrvals rokksöngvurum — „þau læra nú söng og raddbeitingu í leiklistarnáminu." segir Stefán sakleysis- lega — og hörkudönsurum — Uppstillingar á myndunum sáu þau Stefán Baldursson leikstjóri og Þórhildur Þorleifsdóttir höfundur og stjórnandi dansa um. Leikmyndin er meistara stykki Steinþórs Sigurðssonar enn einu sinni. En það er verst að geta ekki leyft ykkur að heyra i Agli og Þursunum með. Það er víst verið að þrykkja l || tónana i vinyl um þessar niundir. L_i 9. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.