Vikan


Vikan - 26.02.1981, Síða 43

Vikan - 26.02.1981, Síða 43
hann hafði nokkurntímann séð. Þau voru bláleit og loftkennd eins og skýja- slæður á heiðum vorhimni. Og siðan bessi undarlegi svipur, fjarrænn og draumkenndur. Hann starði inní augu hennar og aftur greip hann sama tilfinningin og þegar hann gekk að stein- inum. Einsog hann stæði frammi fyrir einhverju sem yfirgnæfði hann gersam- 'ega. Sem var of stórt til að hann gæti ráðiðvið það. Hún brosti til hans, tók af honum húfuna og gleraugun og lagði þau á jörðina við hlið sér. Hann langaði til að segja eitthvað en augnaráð hennar baggaði niður í honum. Skyndilega fannst honum að hann hefði lent í þessu áður. Þetta var furðulegt því hann var alveg viss um að svo var ekki. Hann hafði stundum fundið fyrir þessari tilfinningu áður en hún hafði aldrei verið sterkari en núna. Hann var orðinn hálfruglaður af öllum þessum kenndum sem fóru um hann og hann tók varla eftir því að stúlkan færði hann úr skyrtunni. Hann rankaði við sér þegar hún færði höndina að buxnastrengnum. Hann fann að hann var orðinn æstur og andstuttur og ætlaði að taka hana i fangið. En þá hélt hún á móti. Hann gat aðeins snert á henni axlirnar. — Það liggur ekkert á, sagði hún blíð- lega. — Þú hefur þráð mig það lengi og loksins þegar við hittumst, ætlarðu þá að skemma það með einhverjum æsing? Hann starði á hana ringlaður. Hver var hún þessi kona, sem sat þarna á stað sem hann hafði aldrei séð áður og litlar líkur voru á að hann yfirleitt sæi, og virtist samt vera að bíða eftir honum? Eða hafði hann kannski komið héma áður? Hvað var eiginlega um að vera? — Hvað heitirðu? spurði hann forvitnislega. — Skiptir það einhverju máli? sagði hún. Ef þú vilt á annað borð að ég heiti eitthvað þá getur þú ráðið því. Hún brosti og fór að losa um beltið, á meðan hún strauk á honum magann sem var farinn að hlaupa í fellingar. Hann sat aðgerðalaus og reyndi að komast til botns í þessu öllu saman. — Ég meina, hvað á þetta allt að þýða? hálfhrópaði hann. — Ég botna ekkert í þessu. Þú situr hérna allsber bakvið stein og segist vera að bíða eftir mér og segir svo að þú þekkir mig og ég hef aldrei séð þig áður. Ég meina hvað.. . er þetta einhver brandari eða hvað? — Uss, ekki æsa þig upp, sagði hún Smásagan róandi og var nú búin að losa um buxurnar. —. Víst þekkir þú mig þó þú hafir kannski ekki séð mig áður. En ekki vera svona æstur. Við skulum bara taka þessu með ró. — Nei heyrðu. Mér líst ekkert á þetta. Ég meina, það er kannski alltílagi að vera með þér hérna, en ef þetta á að verða eitthvert mál. Hann gerði tilraun til að standa upp en gat það einhvernveginn ekki. Það var einsog hann hefði ekki afl til að láta skynsemina ráða. Hún færði sig að fótum hans og tók að leysa af honum skóna. Síðan tók hún i buxnaskálmarnar og togaði buxurnar af honum. Hann gerði ekkert til að stöðva hana en þegar hún lagðist aftur við hlið hans og færði höndina að nærbuxunum greip hann um úlnliði hennar. — Sko, einsog ég sagði hef ég ekkert á móti þér. Mig meira að segja dauðlang- ar. En ég verð fyrst að fá einhverjar skýringar á þessu. Hver ertu og hvers- vegna ertu að þessu? Ég meina, ég vona að ég móðgi þig ekki en maður hefur lesið um svona einhvernveginn svipað. Það gætu kannski komið Ijósmyndarar eða eitthvað. Hún leit í augu hans. I staðinn fyrir brosið og fjarræna svipinn var komin einbeiting, ákefð og jafnvel grimmd. — Ég hefði svosem mátt vita að þú værir ekki meiri bógur en þetta. Hvað ætli þig sé oft búið að dreyma, bæði i svefni og vöku, að þú gangir fram á kvenmann sem er tilbúin- fyrirvaralaust að leggjast flöt fyrir framan þig og þú getur gert hvað sem er við. Líklega nokkur þúsund sinnum. Og þá hefur þú hvorki verið tortrygginn né hikandi. Nei, þá var gengið beint til verks. En núna, þegar þessi draumur er að rætast. þá ertu ekkert nema aumingjaskapurinn. Ef þú ferð svona með allar þínar óskir áttu svo sannarlega ekki skilið að þær uppfyllist. Og þetta ætti kannski að kenna þér að vera varkárari með draumana þína á næstunni. En núna verður ekki aftur snúið. Nú skal draumurinn þinn rætast, hvort sem þér líkar betur eða verr. Éger tilbúin. Hún reif af honum nærbuxurnar. Hann fann að hann var sigraður. Niður- lægingin helltist yfir hann einsog foss og honum fannst allur steinninn vera að opnast einsog risavaxiðauga. 9- tbl. Vikan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.