Vikan


Vikan - 26.02.1981, Síða 46

Vikan - 26.02.1981, Síða 46
mm Fjóra tíma að ákveða „Fari það allt fjandans til,"0 hrópaði Thomas McGuire, ?9 ára San Fransisco- búi, til starandi mannfjöldans fyrir neðan um leið og hann fleygði sér út um brotinn glugga á 14. hæð háhýsis nokkurs. I LSD- vímu hafði þessi ungi Ameríkani tekið sér hamar í hönd og brotið rúðu á fasteigna- sölu. Hann hafði tekið LSD-töfluna til að „öðlast hugrekki ', eins og hann orðaði það. Hann hikaði í fjórar klukkustundir við að framkvæma þessa örlagariku fyrir- ætlan sína, fjögurra klukkustunda barátta milli lífsviljans og þess viðbjóðs sem Thomas hafði orðið á i Irfinu, sem lyktaði með því að hann fórnaði lífinu. „Ógnþrunginni.þögn sló yfir mannfjöld- ann á þessum sekúndubrotum sem tók hann að þeytast niður á götuna," sagði David Sims, Ijósmyndarinn sem tók þessar einstöku myndir. Lögreglan, sálfræðingarnir og blaðamennirnir voru stjarfir, enginn hafði getað fengið McGuire ofan af fyrirætlan sinni þegar á reyndi. Meðan McGuire hékk á blábrún Irfs og dauða í brotna glugganum fyrir ofan mannfjöldann sagði hann frá Itfi sínu. Hann var bæði eiturlyfjaneytandi og kynvillingur og honum sagðist svo frá: „Þegar ég var búinn að taka eiturlyfið í morgun var égkominn á það stig sem svo margir náungar eins og ég komast á. Það eina sem mig langaði til að gera var eitt- hvað krassandi. Mér fannst ég lifa i ást- leysi og ég skammast mín fyrir lífsmáta minn. Þess vegna ætla ég að binda enda á þettn allt."

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.