Vikan


Vikan - 19.11.1981, Side 3

Vikan - 19.11.1981, Side 3
Margt smátt í þessari Viku Styrkur iil háskólanáms i Noregi Úr Minningarsjóði Olavs Brunborg verður veittur styrkur að upphæð fimm þúsund norskar krónur á næsta ári. Tilgangur sjóðsins er aö styrkja islenska stúdenta og kandidata til háskóla- náms i Noregi. (Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er styrkurinnl aðeins veittur karlmönnum). * Umsóknir um styrkinn, ásamt upplýsingum um nám og náms- vottorðum, sendist skrifstofu Háskóla íslands fyrir 15. nóvember 1981. —-------------------------Þjóðviljinn, 14.10.:--- Ætli það sé skipulag ó nýtingu norskra karlaklósetta sem útilokar kvenfólkið? Hvað annað heyrir undir skipulagsmál og fer í manngreinar- álit eftir kynjum? Agnetha Faltskog: „Ég vildi lifa hinu Ijúfa lífi og vera rík. Ég hélt að í því væri hamingjan fólgin og að þá þyrfti maður aldrei að fást við nein vandamál." En þá vissi hún ekki hvað framtíðin bar í skauti sér ... 47. tbl. 43. árg. 19. nóvember 1981 — Verö 27 kr. GREINAR OG VIÐTÖL 4 Lagskona franska sjóliðsforingjans — grein um fræga kvikmynd. 8 Myndmál: Ljósmyndaskólinn, 23. hluti. 18 Smátt er fagurt — viðtal við Vilmund Gylfason. 24 Ættarsetrið — um sjónvarpsþáttinn vinsæla. 28 Konunglegt brúðkaup. Hvað er hægt að gefa fólki sem á allt? 40 . . . og jómfrú mun koma — Nemendaleikhús L.í. 42 Nýjasta tíska. SÖGUR 12 Lykillinn — 7. hluti framhaldssögunnar. 38 Hæfileikasnápurinn — Willy Breinholst. 44 Við og svo þessir hinir — íslensk smásaga. ÝMISLEGT: 2 Margt smátt. 22 Timburmenn. 23 Svefn. 26 Blómahengi — handavinna. 39 Stjörnuspá. 49 Eldhús Vikunnar — Jógúrt. 51 Draumar. 62 Pósturinn. „Ungfrú mót- mæli" Á Ítalíu hafa þeir nú valið sér fegurðar- drottningu. Það var nú allt saman gott og blessað og flestir ánægðir með hina fögru 16 ára gömlu Patriziu Nanetti. En því miður stóð ánægjan ekki lengi yfir því tveim dögum eftir útnefninguna voru birtar myndir af Patriziu topp- lausri. Slíkt athæfi er brot á reglum, sögðu forráðamenn keppninnar og ætluðu því aðsvipta Patrixiu titlinum. En Patrizia var ekki aldeilis á þeim buxunum. Og hún hóf mótmælagöngu um stræti Rómarborgar alein. Margar stúlkur sóla sig topplausar nú til • dags, jafnvel siðsömustu sundlauga- verðir hér á landi eru hættir að kippa sér upp við slikt. Og hvað gerir það til þó Ijósmyndari eigi leið þar framhjá og smelli af eins og einni mynd? Við ættum ef til vill að lýsa yfir stuðningi við málstað Patriziu. Lausn á krossgátu verðlaunahafans úr síðasta blaði (46. tbl.): VIKAN. Utgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiöarsson. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Asgoir Sigurðsson, Þórey Einarsdóttir. Utlitstoiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÖRN í SIOUMULA 23, simi 27022. AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, sími 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, sími 27022. Pósthólf 533. Verö i lausasölu 27,00 kr. Áskriftarverö 85,00 kr. á mánuði, 255,00 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjóröungsloga eða 510,00 kr. fyrir 26 blöð háHsárslega. Askriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar nóvember, februar, mai og ágúsL Áskrift i Reykjavik og Kópavogi greiðíst mánaðariega. Um málefni neytenda er fjallað i samráöi við Neytendasamtokin. Forsíða Fróðir menn segja þetta vera nýjustu diskótiskuna úti í heimi (eða geimi?). Stúlkan heitir Sólveig Davíðsdóttir, útlitsmeistari er Ragnheiður Harvey og Ijósmyndari Ragnar Th. 47. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.