Vikan


Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 14

Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 14
held ég ekki; sagði hún hálfkæfðum rómi. — Ég er ekki góður félagsskapur fyrir rótlausan piparsvein. Ég er búin að segja þér, að ég hef ekkert að gefa þér. Hann vissi, að hún átti ekki við jóla- gjafir. — Ég ér ekki sammála þér, sagði hann alvarlegur í bragði. — Þú hefur þegar gefið mér heilmikið. — Hef ég gert fiað? spurði hún og það glaðnaði snöggvast yfir henni. Svo hristi hún höfuðið. — Nei, þú vilt bara kyn- ferðislegt samband. Það get ég ekki gefið þér. — Hver segir, að ég sé bara að hugsa um kynlíf? sagði hann gremjulega. — Nú, þú hefur nú ekki beinlínis gefið það gagnstæða í skyn. Samtalið beindist nú inn á hættu- minni brautir, meðan þau luku úr kaffibollunum. Svo sneru þau sér að því að mæla gluggana og ræddu innréttingar og húsbúnað, þar til Katja sá sér til skelfingar, að það var orðið óhóflega áliðið. Þá sagði hann skyndilega: — Hvers vegna ertu hrædd við kynlíf, Katja? — Jonas! sagði hún endemisleg. — Alltaf þarftu að eyðileggja allt. Við sem höfum haft það svo skemmtilegt. Það var rétt hjá henni, og það gladdi hann. Hún var rjóð í kinnum, og augun ljómuðu. Og nú hafði hann spillt gleði hennar. — Geturðu ekki sofið hér í nótt? spurði hann. Hún strunsaði út í forstofuna. — Útilokað! sagði hún stutt í spuna. Jonas kom á eftir henni. — Þú getur fengið eigið herbergi, með eigin rúmi og dýnu, og þú getur verið fullkomlega óttalaus gagnvart mér. Þú mátt læsa dyrunum, ef þú vilt, en það er algjörlega ónauðsynlegt. — Hvers vegna viltu hafa mig hjá þér? — Sumpart vegna þess að ég kann svo fjári vel við þig og þínar eitruðu athuga- semdir, og sumpart vegna þess, að ég er alltaf hræddur um þig, þegar þú ert ekki með mér. Þú veist hvers vegna. — En ég er á bílnum. Og ég hef lög- regluvakt heima. — Það er mér ekki nóg. En ef þú vilt ekki... Hún horfði á hann með uppgjafarsvip. — Það er ekki það, Jonas. Mig langar heldur ekkert að fara núna, vegna þess að ... ja, ég hef reyndar saknað þín heilmikið þessa tvo daga, sem við sáumst ekki. Einhvern veginn er það svo, að við erum á sömu bylgjulengd, þótt við séum svona ólík, ekki satt? Hann kinkaði kolli. Hún virtist örvæntingu næst. — Ef þú værir bara ekki... — Stöðugt að hugsa um kynlíf? Ég er það ekki, Katja. — Nei, þú ert ekki uppáþrengjandi. Ekki mjög mikið að minnsta kosti, sagði hún fljótmælt. —Nei, þaðert þú sjálfur! Hann beið. — Hvað áttu við, Katja? spurði hann hæglátlega. Hún starði á hann með gremjusvip. — Sjá þig bara! hraut út úr henni. — Þegar þú stendur þarna og hallar þér upp að dyrakarminum, eins og ... eins og ... Fjandinn hafi það! Þú ert alltof aðlaðandi. O, ég verð að fara! Hann hreyfði sig ekki. — Katja, sagði hann lágt. Henni lá við gráti. — Þú ert górilla. Það ertu, og þú hefur fengið mig til að segja allt mögulegt, sem ... Ég meina þetta ekki, Jonas. Ég hef engan áhuga á þér. Þú hefur ekki iminnstu áhrif á mig. Hvar í fjandanum eru hanskarnir minir? — Hérna, sagði hann blíðlega og rétti henni hanskana. — Átt þú ekki líka þennan böggul? Katja glennti upp augun I skelfingu. — Ó! Lúsíukransinn og kertin, sem á að nota í fyrramálið. Ég lofaði að skjóta þessu á skrifstofuna í kvöld. Ég verð að koma þar við á heimleiðinni. — Ég kem með þér. — Nei! 1 öllum bænum ekki. Ég sé um mig sjálf. Jonas hætti ekki á að þjarma frekar að henni í þetta sinn. — Verður þú ekki Lúsía? spurði hann. — Ég var það í fyrra, og var beðin aftur núna. Ljóshærðar stúlkur eru alltaf beðnar. En ég afþakkaði kurteis- lega. Ég hef slæma reynslu af svona Lúsíuhátíðum. Karlarnir láta sér glöggið sjaldnast nægja, og svo koma móðursjúkar eiginkonur að skammast og halda, að veslings saklausar skrif- stofustúlkurnar séu að spilla englunum þeirra. Ég nenni ekki að taka þátt í þessu. — Svo þú færð að sofa út I fyrra- málið? Það léttir á samvisku minni. Ég fylgi þér niður í lyftunni. — Nei, Jonas, ekkert svoleiðis, takk! Bless, og þakka þér fyrir skemmtilegt kvöld. — Hvenær fæ ég að sjá þig aftur? Hún staðnæmdist á þröskuldinum. — Farðu nú og finndu þér sæta,litla stúlku, sem hefur áhuga á kynlífi, og gleymdu Kötju gömlu. Hún fer nú heim til sín að sleikja sín sár og ná aftur jafnvæginu. — Tókst mér þá að ýta aðeins við þér? sendum gegn póstkröfu RAFIÐJAN Aöalumboö Kirkjustræti 8. ® 19294 — 26660 LYKILLINN — Ýta við mér? Mér líður eins og ég hafi lent í jarðskjálfta! Svo fór hún og lokaði á eftir sér, og hann var einn á nýjan leik. Hann gekk hægt inn í nýju, fínu íbúðina sína, þar sem ljósleitt leðursófasettið mætti augum hans. Ibúðin hafði aldrei virst jafntóm. Jonas réði sér varla. Brjóst hans var fullt af taumlausri gleði. Hann greip tommustokkinn, sem Katja hafði lagt frá sér og sló honum í stólarminn, svo að hann hrökk í tvennt. Hann varö að fá útrás fyrir innibyrgðar tilfinningar sínar. A. hóteli einu í Rio de Jan- eiro sat Svantesson forstjóri með glas í hendi og naut útsýnis til fjallsins með hinu gríðarstóra kristslíkneski. Það var þó fjarri því, að hugsanir hans snerust um trúarleg efni. Mér er borgið! hugsaði hann í sifellu og sigurgleði fyllti brjóst hans. Það mátti ekki tæpara standa. Honum hafði ekki verið rótt síðustu dagana, áður en hann komst úr landi, en honum hafði að lokum tekist að snúa á alla. Það var eins heppilegt að vera svolítið klár í kollinum! Það hlakkaði í honum. Hann var sannfærður um, að það voru ekki margir í heiminum klárari en hann. Kannski einhverjir vísindamenn, en þá vildi hann ekki reyadar telja með. Nei, lífið var peningar, viðskipti, framkvæmdir. Maður varð að vera fljótur að hugsa og fljótur að framkvæma. Eins og hann — Svantesson forstjóri. Aðeins einn maður vissi, hvar hann var nú niður kominn. Flugmaðurinn Jonas Callenberg. Og ef hann þekkti þá Berra og Stickan rétt, þá hefði hann nú glatað öllum möguleikum á því að ljóstra upp um dvalarstað hans. Berra og Stickan höfðu ekkert á móti því að leika sér með líf annarra. Þeir höfðu fyrr sent óþurftargemlinga inn í eilífðina. Já, hann hafði vissulega séð svo um, að spor hans yrðu ekki rakin. Hann þreifaði á lyklinum í vasa sínum. Sá lykill gekk að öryggishólfinu, sem geymdi öll hans auðæfi. Fé, sem nægði honum til munaðarlífs I þessu landi, þar sem hvítir menn gátu átt náðuga daga, ef þeir þekktu á kerfið. Auðvitað var svolítið gremjulegt að hafa neyðst til að stökkva úr landi og yfirgefa fyrirtækið og einbýlishúsið og allt hitt. En jörðin var tekin að sviðna undir fótum hans. Hann hafði ekki átt um neitt að velja. Og fyrirtækið hafði hvort eð var tekið óþarflega mikið af tíma hans og orku. Nú yrði þó slagur um, hver tæki við af honum! Ó, þeir máttu slást. Hann hafði nóg fyrir sig. Og hér var hann í friði fyrir óþægilegum spumingum. Þama var hann aftur, maðurinn, sem hafði virt hann svo gaumgæfilega fyrir sér niðri í anddyrinu fyrr um daginn. 14 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.