Vikan


Vikan - 19.11.1981, Qupperneq 15

Vikan - 19.11.1981, Qupperneq 15
Framhaldssaga Lögreglan? Nei, hvers vegna ætti hún aö hafa áhuga á honum? Svantesson var aðeins einn í hópi mörg hundruð gesta, sem dvöldust á þessu fína hóteli. Ef til vill glæsilegri en flestir þeirra, en varla svo, að ástæða væri til að fylgjast sérstaklega meðhonum. Ef til vill var maðurinn á vegum hótelsins, einkalögregla til að tryggja öryggi gestanna. Svantesson teygði úr sér og stundi ánægjulega. Honum hafði tekist að leika á þá alla. Hvern einasta. Þessir heimsk- ingjar! Hann hefði getað lifað góðu lífi i Svíþjóð til dauðadags, ef þetta ólán hefði ekki hent. Bölvuð fíflin! Svantes- son roðnaði af reiði við tilhugsunina. En hann hafði komið sér fimlega und- an og leikið á þá alla. Og nú var hann horfinn sporlaust. Hann gekk yfir að speglinum og hag- ræddi hárinu. Enn var hann grannur og spengilegur, þótt hárið væri tekið að grána. Fjörutíu og þrjú ár voru enginn aldur. Og með heilann í góðu lagi... Nú var hann að byrja nýtt líf. KaTJA lagði bílnum fyrir utan skrif- stofubygginguna. Stóra húsið var almyrkvað, enda komið fast að miðnætti. Hún tók lykilinn, sem hún hafði fengið að láni hjá skrifstofu- stjóranum, upp úr töskunni og opnaði dyrnar. Hún þreifaði fyrir sér I myrkrinu, þangað til hún fann rofann, sem kveikti ljósið. Svo tók hún lyftuna upp á þriðju hæð. Það bergmálaði óhugnanlega í mannlausu húsinu. Skrifstofan með öllum skrifborðunum og vélritunarborðunum leit svo eyðilega út, að Kötju datt í hug verksmiðja, sem ekki hefði verið starfrækt vikum saman. Hún gekk út að glugganum, þar sem stúlkurnar höfðu beðið hana að leggja Lúsíuskrautið, og byrjaði að festa kertin í kransinn til að flýta fyr.r þeim. Þær yrðu víst áreiðanlega nógu seinar fyrir. Þá varð henni litíð út á bílastæðið og sá tvo náunga, sem voru að sniglast kringum bílinn hennar. Þið vogið ykkur ekki að stela bílnum mínum, hugsaði hún gröm. Hann er ekkert fyrir svona gæja, eins og ykkur. Það var eins og þeir hefðu fengið hugskeytið. Þeir horfðu upp eftir hús- hliðinni, svo gengu þeir frá bílnum upp að húsinu. Nei, heyrið þið nú, piltar mínir! Það er læst! Svo sá hún, að þeir gengu meðfram húsinu og hurfu fyrir hornið. Hvað ætluðust þeir fyrir? Það var ekkert i portinu, sem þeir gætu haft áhuga á. Og varla kæmust þeir inn bakdyramegin? Hún hélt áfram að skreyta kransinn fálmandi fingrum. Skelfing voru þetta mörg kerti. Æ, þær gátu annars gert þetta sjálfar, stelpurnar. Svo réttí hún skyndilega úr sér og hlustaði ákaft. Hún þóttist heyra hurðaskell. Vitleysa! Nei, nú heyrði hún læðupokalegt fótatak. Ekkert hljóð var svo dauft, að það heyrðist ekki í mannlausu húsinu. Katja greip töskuna sína og hanskann, læddist fram að dyrunum og slökkti ljósið. Hún var ekki í vafa um, að þessir þokkapiltar hefðu óhreint mjöl í pokahorninu. Hún stóð grafkyrr með eyrað við dyrnar og hélt niðri í sér and- anum. * Nú heyrði hún hálfkæft pískur. Þeir hlutu að vera komnir upp á hæðina. — Ég þori að veðja, að þetta var billinn hennar. Nú er tækifærið. Callenberg gerir hvað sem er, þegar hún er annars vegar, það geturðu hengt þig uppá. Jæja, ég er nú ekki alveg eins viss, hugsaði Katja, meðan hún skimaði örvæntingarfull i kringum sig eftir undankomuleið. Þeir höfðu auðvitað séð ljósið að utan, áður en hún slökkti, en það tæki þá ef til vill tíma að finna réttu dyrnar. Hún þaut inn á skrifstofu BARNAFATAVERSLUN NYJA HUSINU VID LÆKJARTORG SIMI 10470 Skólaföt - Jólaföt Barna- og unglingastærðir. Mikið úrval 47. tbl. Vikan is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.